Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 21:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svona eru undanúrslitin í Meistaradeildinni
Mynd: EPA
Átta liða úrslitunum í Meistaradeildinni lauk í kvöld með tveimur leikjum.

Arsenal var í ansi góðri stöðu gegn Real Madrid eftir 3-0 sigur á Emirates í fyrri leiknum. Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Real á Santiago Bernabeu 2-1 í kvöld og vann einvígið samanlagt 5-1.

Inter er einnig komið áfram eftir fjörugan leik á Ítalíu gegn Bayern. Inter fór í góða ferð til Þýskalands í síðustu viku og vann 2-1. Leiknum í kvöld lauk með 2-2 jafntefli og Inter vann því einvígið 4-3 samanlagt.

Það er orðið ljóst að Arsenal mætir PSG í undanúrslitunum og Barcelona mætir Inter í hinum undanúrslitaleiknum. Fyrri leikirnir fara fram 29. og 30. apríl og seinni 6. og 7. maí.


Athugasemdir
banner