Átta liða úrslitunum í Meistaradeildinni lauk í kvöld með tveimur leikjum.
Arsenal var í ansi góðri stöðu gegn Real Madrid eftir 3-0 sigur á Emirates í fyrri leiknum. Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Real á Santiago Bernabeu 2-1 í kvöld og vann einvígið samanlagt 5-1.
Arsenal var í ansi góðri stöðu gegn Real Madrid eftir 3-0 sigur á Emirates í fyrri leiknum. Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Real á Santiago Bernabeu 2-1 í kvöld og vann einvígið samanlagt 5-1.
Inter er einnig komið áfram eftir fjörugan leik á Ítalíu gegn Bayern. Inter fór í góða ferð til Þýskalands í síðustu viku og vann 2-1. Leiknum í kvöld lauk með 2-2 jafntefli og Inter vann því einvígið 4-3 samanlagt.
Það er orðið ljóst að Arsenal mætir PSG í undanúrslitunum og Barcelona mætir Inter í hinum undanúrslitaleiknum. Fyrri leikirnir fara fram 29. og 30. apríl og seinni 6. og 7. maí.
SEMI-FINALS ARE SET ????????
— FOX Soccer (@FOXSoccer) April 16, 2025
Which two clubs are making the Champions League Final? ???? pic.twitter.com/e2cUjcJDL0
Athugasemdir