
Sænski markvörðurinn Johanna Henriksson gekk í raðir Þórs/KA áður en félagaskiptaglugginn lokaði á miðnætti.
Johanna var síðast á mála hjá kýpverska félaginu Appollon Limassol, en þangað kom hún eftir að hafa verið varamarkvörður hjá sænska félaginu Kristianstad DFF sem spilar undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Árin 2013-2016 varði hún mark Lindsey Wilson College í Kentucky í Bandaríkjunum, en þar spilaði hún 80 leiki og var fyrirliði á lokaárinu sínu þar. Áður hafði hún verið hjá Qviding FIF (2012-2013) og Dalsfjöfors GOIF/Byttorps IF (2009-2011).
Johanna er öflugur markvörður með marga góða eiginleika og meðmæli frá færum þjálfurum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Þór/KA.
„Ég er virkilega ánægður að vera búinn að ganga frá þessu og tel að við séum komin með frábæran markvörð. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn í liðið og hvernig hún stendur sig. Við þurftum á öflugum markverði að halda því verkefnin framundan eru bæði mörg og krefjandi. Johanna hefur til að bera marga góða eiginleika sem ég vil sjá hjá markverði, mikill liðsmaður, lætur vel í sér heyra og er bæði líkamlega og tæknilega sterkur markvörður,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, eftir að gengið hafði verið frá samningum við Johönnu.
Johanna var síðast á mála hjá kýpverska félaginu Appollon Limassol, en þangað kom hún eftir að hafa verið varamarkvörður hjá sænska félaginu Kristianstad DFF sem spilar undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Árin 2013-2016 varði hún mark Lindsey Wilson College í Kentucky í Bandaríkjunum, en þar spilaði hún 80 leiki og var fyrirliði á lokaárinu sínu þar. Áður hafði hún verið hjá Qviding FIF (2012-2013) og Dalsfjöfors GOIF/Byttorps IF (2009-2011).
Johanna er öflugur markvörður með marga góða eiginleika og meðmæli frá færum þjálfurum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Þór/KA.
„Ég er virkilega ánægður að vera búinn að ganga frá þessu og tel að við séum komin með frábæran markvörð. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn í liðið og hvernig hún stendur sig. Við þurftum á öflugum markverði að halda því verkefnin framundan eru bæði mörg og krefjandi. Johanna hefur til að bera marga góða eiginleika sem ég vil sjá hjá markverði, mikill liðsmaður, lætur vel í sér heyra og er bæði líkamlega og tæknilega sterkur markvörður,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, eftir að gengið hafði verið frá samningum við Johönnu.
Helena Jónsdóttir, markvörður Þórs/KA, sleit krossband gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í vor.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, sem varði mark Þórs/KA í fyrra, tók hanskana í kjölfarið af hillunni eftir frí frá fótbolta í vetur. Bryndís hefur varið mark Þórs/KA í fyrstu þremur umferðunum. Johanna er nú mætt til Þórs/KA og hún gæti spilað með liðinu gegn KR í næstu umferð.
Draumaliðsdeild Toyota
Johanna er mætt í Draumaliðsdeild Toyota og hægt verður að kaupa hana í sitt lið fyrir næstu umferð.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir