Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 16. maí 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gueye tók afstöðu gegn samkynhneigð
Gueye hefur spilað 110 leiki á þremur árum hjá PSG.
Gueye hefur spilað 110 leiki á þremur árum hjá PSG.
Mynd: Getty Images

Idrissa Gana Gueye, miðjumaður PSG, neitaði að taka þátt í átaki frönsku deildarinnar um helgina þar sem leikmenn klæddust regnbogalitum á alþjóðlegum baráttudegi gegn fordómum í garð LGBTQ+ fólks. 


PSG heimsótti Montpellier í næstsíðustu umferð franska deildartímabilsins og skóp þægilegan sigur. Gueye var hvergi sjáanlegur - ekki frekar en á sama tíma í fyrra þegar hann neitaði einnig að taka þátt í þessu verkefni.

Gueye er 32 ára landsliðsmaður Senegal sem lék fyrir Aston Villa og Everton á Englandi áður en hann skipti til Parísar.

Fótboltaunnendur í Frakklandi eru margir hverjir ósáttir með þessa afstöðu Gueye, sem hefur spilað 25 deildarleiki með PSG á leiktíðinni.

Þessi frétt hefur vakið athygli sérstaklega í ljósi framburðar Englendinga á nafninu hans Gueye, sem er oft borið fram sem 'Gay'.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner