Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mán 16. maí 2022 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Ég trúi ekki að við höfum tapað þessum leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var augljóslega svekktur og skildi ekkert í frammistöðunni í 2-1 tapinu gegn Fram í Bestu deildinni á Domusnova vellinum í Breiðholti.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Fram

Leiknismenn komu sér í fínustu færi í leiknum en það voru hins vegar Framarar sem tóku forystuna á 11. mínútu í gegnum Fred Saraiva.

Heimamenn fengu færin til að jafna en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn. Emil Berger gerði áður en Guðmundur Magnússon gerði sigurmarkið fyrir gestina.

Leiknir hefur ekki enn unnið leik í deildinni í sumar og átti Sigurður erfitt með að skilja það sem gerðist.

„Ég trúi því ekki að við höfum tapað þessum leik. Trúi ekki að við höfum klúðrað þessum færum og trúi ekki að við höfum ekki verið betri í lykilmómentum. Ég er ógeðslega svekktur og svekktur með liðið og svekktur með þennan dag."

„Já, ekki bara það. Við erum ofboðslega lélegir einn á einn, bæði á boltanum og að verjast. Við stjórnuðum þessum leik alveg og mér fannst miklu meiri andi í okkur í návígum og skallaeinvígum og svoleiðis en gæðaleysi sem að við hittum ekki fimm metra sendingar trekk í trekk í trekk. Ofboðslega asnalegir í leiknum okkar þegar við vorum að verjast einn á einn og í þessum stöðum þegar þeir skora."

„Ég vona ekki, við þurfum að halda áfram og svekkja okkur aðeins á þessu og svo áfram gakk

„Mér fannst hausinn alveg í lagi. Mér fannst við mikið betri, stjórna leiknum, en svo eru þessar lykilsendingar, úrslitasendingar, vorum að sparka boltanum útaf þegar við vorum að senda á hvorn annan í svona lykilmómentum og þessi færi. Það er það sem svekkir mig, ekkert að hausnum á mönnum. Ég skil ekki alveg þennan leik í dag,"
sagði Sigurður.
Athugasemdir