Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 16. maí 2022 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Ég trúi ekki að við höfum tapað þessum leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var augljóslega svekktur og skildi ekkert í frammistöðunni í 2-1 tapinu gegn Fram í Bestu deildinni á Domusnova vellinum í Breiðholti.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Fram

Leiknismenn komu sér í fínustu færi í leiknum en það voru hins vegar Framarar sem tóku forystuna á 11. mínútu í gegnum Fred Saraiva.

Heimamenn fengu færin til að jafna en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn. Emil Berger gerði áður en Guðmundur Magnússon gerði sigurmarkið fyrir gestina.

Leiknir hefur ekki enn unnið leik í deildinni í sumar og átti Sigurður erfitt með að skilja það sem gerðist.

„Ég trúi því ekki að við höfum tapað þessum leik. Trúi ekki að við höfum klúðrað þessum færum og trúi ekki að við höfum ekki verið betri í lykilmómentum. Ég er ógeðslega svekktur og svekktur með liðið og svekktur með þennan dag."

„Já, ekki bara það. Við erum ofboðslega lélegir einn á einn, bæði á boltanum og að verjast. Við stjórnuðum þessum leik alveg og mér fannst miklu meiri andi í okkur í návígum og skallaeinvígum og svoleiðis en gæðaleysi sem að við hittum ekki fimm metra sendingar trekk í trekk í trekk. Ofboðslega asnalegir í leiknum okkar þegar við vorum að verjast einn á einn og í þessum stöðum þegar þeir skora."

„Ég vona ekki, við þurfum að halda áfram og svekkja okkur aðeins á þessu og svo áfram gakk

„Mér fannst hausinn alveg í lagi. Mér fannst við mikið betri, stjórna leiknum, en svo eru þessar lykilsendingar, úrslitasendingar, vorum að sparka boltanum útaf þegar við vorum að senda á hvorn annan í svona lykilmómentum og þessi færi. Það er það sem svekkir mig, ekkert að hausnum á mönnum. Ég skil ekki alveg þennan leik í dag,"
sagði Sigurður.
Athugasemdir
banner