Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 16. maí 2022 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Ég trúi ekki að við höfum tapað þessum leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var augljóslega svekktur og skildi ekkert í frammistöðunni í 2-1 tapinu gegn Fram í Bestu deildinni á Domusnova vellinum í Breiðholti.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Fram

Leiknismenn komu sér í fínustu færi í leiknum en það voru hins vegar Framarar sem tóku forystuna á 11. mínútu í gegnum Fred Saraiva.

Heimamenn fengu færin til að jafna en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn. Emil Berger gerði áður en Guðmundur Magnússon gerði sigurmarkið fyrir gestina.

Leiknir hefur ekki enn unnið leik í deildinni í sumar og átti Sigurður erfitt með að skilja það sem gerðist.

„Ég trúi því ekki að við höfum tapað þessum leik. Trúi ekki að við höfum klúðrað þessum færum og trúi ekki að við höfum ekki verið betri í lykilmómentum. Ég er ógeðslega svekktur og svekktur með liðið og svekktur með þennan dag."

„Já, ekki bara það. Við erum ofboðslega lélegir einn á einn, bæði á boltanum og að verjast. Við stjórnuðum þessum leik alveg og mér fannst miklu meiri andi í okkur í návígum og skallaeinvígum og svoleiðis en gæðaleysi sem að við hittum ekki fimm metra sendingar trekk í trekk í trekk. Ofboðslega asnalegir í leiknum okkar þegar við vorum að verjast einn á einn og í þessum stöðum þegar þeir skora."

„Ég vona ekki, við þurfum að halda áfram og svekkja okkur aðeins á þessu og svo áfram gakk

„Mér fannst hausinn alveg í lagi. Mér fannst við mikið betri, stjórna leiknum, en svo eru þessar lykilsendingar, úrslitasendingar, vorum að sparka boltanum útaf þegar við vorum að senda á hvorn annan í svona lykilmómentum og þessi færi. Það er það sem svekkir mig, ekkert að hausnum á mönnum. Ég skil ekki alveg þennan leik í dag,"
sagði Sigurður.
Athugasemdir
banner