Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. júlí 2021 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fyrst Stjarnan í byrjun móts og svo þetta"
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er tveimur stigum frá fallsæti eins og er - þegar mótið er hálfnað.
FH er tveimur stigum frá fallsæti eins og er - þegar mótið er hálfnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er komin upp svipuð staða í Hafnarfirði og var í Garðabæ fyrr á þessu tímabili.

Það er talað um FH og fall í sömu setningu. FH hefur ekki gengið vel í Pepsi Max-deildinni í sumar og er liðið aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar mótið er hálfnað. Þess ber þó að geta að Fimleikafélagið á leik til góða á HK, sem er í 11. sæti.

Spurt var að því í Innkastinu hvort það væri raunhæft að FH myndi falla úr efstu deild?

„Þetta er ótrúlegt," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu. „Fyrst Stjarnan í byrjun móts og svo þetta. Þetta er ekki að fara eins og maður átti von á."

„Talaðu við mig 4. ágúst," sagði Tómas Þór Þórðarson spurður að því hvort FH gæti fallið.

FH er að fara í mikilvæga leiki eins og sjá má hér að neðan; gegn liðum sem eru einnig í fallbaráttu. „Þarna ræðst mótið hjá þeim," sagði Tómas.



Næstu leikir FH:
18. júlí, FH - Fylkir
25. júlí, ÍA - FH
4. ágúst FH - HK

FH vann góðan sigur á Sligo Rovers frá Írlandi í Sambandsdeildinni í gær og spurning er hvort það gefi liðinu byr undir báða vængi heima fyrir.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið í heild sinni.
Innkastið - Skelfilegir Skagamenn og FH daðrar við fallsæti
Athugasemdir
banner