þri 16. ágúst 2022 08:35
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir ná samkomulagi um Matheus Nunes
Mynd: EPA
Wolves hefur komist að samkomulagi við Sporting Lissabon um 38 milljóna punda kaupverð á portúgalska miðjumanninum Matheus Nunes.

Nunes er 23 ára og hefur verið orðaður við mörg stór félög í Evrópu.

Úlfarnir hafa ekki náð samkomulagi við Nunes um kaup og kjör en eru vongóðir um að það verði ekki mikið vandamál.

Nunes hefur spilað átta landsleiki fyrir þjóð sína og er búist við því að hann fari á HM í Katar.

Síðan hann kom til Sporting í janúar 2019 hefur Nunes spilað 76 leiki í portúgölsku úrvalsdeildinni og skorað sjö mörk. Þá hefur hann skorað og lagt upp í fyrstu leikjunum á nýju tímabili.

Ef Nunes skrifar undir hjá Wolves mun það kæta stuðningsmenn liðsins sem margir eru súrir með sumargluggann og að þeir Conor Coady og Roman Saiss hafi yfirgefið félagið. Úlfarnir hafa þó fengið til sín Nathan Collins, varnarmann frá Burnley, og portúgalska framherjann Goncalo Guedes.

Úlfarnir byrjuðu nýtt tímabil á tapi gegn Leeds og jafntefli gegn Fulham.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner