Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 16. ágúst 2024 14:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tilfinningar í fagni Damirs - „Geggjað að framlengja við klúbbinn sem ég hef alltaf viljað vera í"
Damir bendir á merkið.
Damir bendir á merkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyssir það.
Kyssir það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Og fagnar vel.
Og fagnar vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari átti mjög góðan leik í gær.
Anton Ari átti mjög góðan leik í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tilkynnti í gær að Damir Muminovic væri búinn að skrifa undir nýjan samning við Breiðablik. Hann er nú samningsbundinn Breiðabliki út næsta tímabil. Hann kom til Breiðabliks árið 2014 og er næstleikjahæsti leikmaður í sögu liðsins. Einungis Andri Rafn Yeoman hefur spilað fleiri leiki.

Damir ræddi við Fótbolta.net í dag.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

„Það er geggjað að vera loksins búinn að klára samningsmálin og framlengja við klúbbinn sem ég hef alltaf viljað vera í. Það er mjög gott að klára þetta," segir Damir.

„Aðdragandinn var helvíti langur," segir Damir og hlær. „Við settumst niður einhvern tímann í apríl, tókum spjall en svo heyrði ég ekki meira í mönnum. Þetta var smá farið að pirra mig, en sem betur fer leystist þetta bara og maður heldur áfram í Breiðablik sem er frábært."

„Ég var ekki farinn að horfa í kringum mig en, ef ég að vera hreinskilinn, þá hefði ég þurft að fara gera það ef ekkert hefði gerst. Það er frekar óþægilegt að vita ekki hvað maður er að fara gera í framtíðinni."


Möguleiki á að fara út
Eitthvað hefur heyrst af áhuga á Damir í Asíu og þá var hann orðaður við Víking á dögunum.

„Það er ekki neitt til í þessu með Víking. Ég held að Arnar Gunnlaugs hafi svarað þessu í viðtali. Ég veit ekki hvort það hefði verið vinsælt ef ég hefði farið í Víking, ég held ekki."

„Ég hef það ennþá opið að geta farið eitthvað út, vonandi í nóvember/desember. Það kæmi í ljós í hversu langan tíma það yrði. Fjárhagslega, þá vona ég það gangi eftir."


Þykir vænt um klúbbinn
Breiðablik vann í gær stórleikinn gegn Val. Blikar eru nú þremur stigum á eftir toppliði Víkings.

„Þetta var geggjuð tilfinning. Við átum ekki góðan fyrri hálfleik á móti Stjörnunni, vorum frekar 'sloppy', en keyrðum þetta í gang í seinni hálfleik og vildum taka þá orku með í Valsleikinn. Mér fannst við klárlega gera það. Við byrjuðum reyndar ekkert frábærlega, Anton bjargaði okkur frábærlega þrisvar. En eftir það fannst mér við bara taka yfir leikinn og aldrei spurning hvort við myndum vinna hann eða ekki."

Damir átti stóran þátt í fyrra marki Blika. Damir átti þá tilraun sem fór af Jakobi Franz Pálssyni og skrúfaðist yfir höfuðið á Orra Sigurði Ómarssyni. Fréttaritari hrósaði Damir fyrir sendinguna í Jakob.

„Þetta leit öðruvísi út fyrir mér í þessu augnabliki, ég hélt að boltinn hefði farið beint inn í markið. Svo sá ég þetta aftur og ég skal kvitta undir að þetta er sjálfsmark,"

Damir fagnaði vel og innilega, enda taldi hann sig hafa skorað. Hann greip um merkið á treyju sinni.

„Þetta hefur alveg þýðingu fyrir mig, ég er búinn að vera lengi í þessum klúbbi og þykir vænt um klúbbinn og fólkið í kringum hann. Það er gott að vera búinn að skrifa undir þennan samning og vera áfram í Breiðablik. Það voru smá tilfinningar í þessu."

Hvernig horfir Damir á endasprettinn á tímabilinu?

„Þetta leggst bara vel í mig. Eins og ég sagði fyrr í sumar þá munum við elta Víkingana eins lengi og við getum og við erum komnir nær þeim. Það er nóg af leikjum eftir og það getur allt gerst," segir Damir.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum, stöðuna í Bestu deildinni og viðtöl við Halldór Árnason og Ísak Snæ Þorvaldsson eftir leikinn í gær. Næsti leikur Breiðabliks verður gegn Fram á mánudag.

Ísak Snær teipaður á báðum: Lenti í golfveseni
Halldór Árna: Þetta er örugglega allt hárrétt
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner