Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
   mið 16. september 2020 22:17
Anton Freyr Jónsson
Aron Elí: Félagarnir mínir hefðu mátt skora aðeins fleiri í dag
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson var frábær í kvöld
Aron Elí Sævarsson var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara þvílíkt sáttur. Við vissum fyrir leikinn að þetta væri mjög mikilvægur leikur, þeir voru að narta í hælana á okkur og við þurftum sigurinn í dag, það er ekkert flóknara það." voru fyrstu viðbrögð Aron Elís leikmanns Aftureldingar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Afturelding

Afturelding stýrir leiknum frá fyrstu mínútu en lenda undir en sýna góðan karakter að koma til baka og klára leikinn.

„Já aðsjálfsögðu, sérstaklega þar sem við áttum að vera komnir yfir fyrir löngu. Í fyrri og í byrjun í seinni vorum við stanslaust í sókn og svekkjandi að fá þetta mark þarna á sig en karekterinn að koma til baka var mjög mikilvægur."

Aron Elí var frábær á vellinum í kvöld og var oft að koma liðsfélögum sínum í góðar stöður í kvöld. Var Aron Elí sáttur með sína spilamennsku í kvöld?

„Já í rauninni fyrir utan að gleyma honum þarna einu sinni í markinu þá hefðu félagarnir mínir mátt skora aðeins fleiri í dag en heilt yfir mjög sáttur."

Næsti leikur Aftureldingar er gegn Víkingi Ólafsvík í öðrum mikilvægum leik. Hvernig horfir framhaldið í deildinni við Aroni Elí

„Við eigum leik við liðin í kringum okkur núna á næstunni og það eru áfram mjög mikilvægir leikir, við viljum vera ofar en þessi lið. Mér finnst við vera sýna í leikjunum að við séum betri en við erum ekki alveg að skora mörkin þannig við verðum bara að klára þessa leiki sem eftir eru, þá getum við endað vonandi töluvert ofar"

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner