Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 16. september 2020 22:17
Anton Freyr Jónsson
Aron Elí: Félagarnir mínir hefðu mátt skora aðeins fleiri í dag
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson var frábær í kvöld
Aron Elí Sævarsson var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara þvílíkt sáttur. Við vissum fyrir leikinn að þetta væri mjög mikilvægur leikur, þeir voru að narta í hælana á okkur og við þurftum sigurinn í dag, það er ekkert flóknara það." voru fyrstu viðbrögð Aron Elís leikmanns Aftureldingar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Afturelding

Afturelding stýrir leiknum frá fyrstu mínútu en lenda undir en sýna góðan karakter að koma til baka og klára leikinn.

„Já aðsjálfsögðu, sérstaklega þar sem við áttum að vera komnir yfir fyrir löngu. Í fyrri og í byrjun í seinni vorum við stanslaust í sókn og svekkjandi að fá þetta mark þarna á sig en karekterinn að koma til baka var mjög mikilvægur."

Aron Elí var frábær á vellinum í kvöld og var oft að koma liðsfélögum sínum í góðar stöður í kvöld. Var Aron Elí sáttur með sína spilamennsku í kvöld?

„Já í rauninni fyrir utan að gleyma honum þarna einu sinni í markinu þá hefðu félagarnir mínir mátt skora aðeins fleiri í dag en heilt yfir mjög sáttur."

Næsti leikur Aftureldingar er gegn Víkingi Ólafsvík í öðrum mikilvægum leik. Hvernig horfir framhaldið í deildinni við Aroni Elí

„Við eigum leik við liðin í kringum okkur núna á næstunni og það eru áfram mjög mikilvægir leikir, við viljum vera ofar en þessi lið. Mér finnst við vera sýna í leikjunum að við séum betri en við erum ekki alveg að skora mörkin þannig við verðum bara að klára þessa leiki sem eftir eru, þá getum við endað vonandi töluvert ofar"

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner