Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mið 16. september 2020 22:17
Anton Freyr Jónsson
Aron Elí: Félagarnir mínir hefðu mátt skora aðeins fleiri í dag
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson var frábær í kvöld
Aron Elí Sævarsson var frábær í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara þvílíkt sáttur. Við vissum fyrir leikinn að þetta væri mjög mikilvægur leikur, þeir voru að narta í hælana á okkur og við þurftum sigurinn í dag, það er ekkert flóknara það." voru fyrstu viðbrögð Aron Elís leikmanns Aftureldingar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Afturelding

Afturelding stýrir leiknum frá fyrstu mínútu en lenda undir en sýna góðan karakter að koma til baka og klára leikinn.

„Já aðsjálfsögðu, sérstaklega þar sem við áttum að vera komnir yfir fyrir löngu. Í fyrri og í byrjun í seinni vorum við stanslaust í sókn og svekkjandi að fá þetta mark þarna á sig en karekterinn að koma til baka var mjög mikilvægur."

Aron Elí var frábær á vellinum í kvöld og var oft að koma liðsfélögum sínum í góðar stöður í kvöld. Var Aron Elí sáttur með sína spilamennsku í kvöld?

„Já í rauninni fyrir utan að gleyma honum þarna einu sinni í markinu þá hefðu félagarnir mínir mátt skora aðeins fleiri í dag en heilt yfir mjög sáttur."

Næsti leikur Aftureldingar er gegn Víkingi Ólafsvík í öðrum mikilvægum leik. Hvernig horfir framhaldið í deildinni við Aroni Elí

„Við eigum leik við liðin í kringum okkur núna á næstunni og það eru áfram mjög mikilvægir leikir, við viljum vera ofar en þessi lið. Mér finnst við vera sýna í leikjunum að við séum betri en við erum ekki alveg að skora mörkin þannig við verðum bara að klára þessa leiki sem eftir eru, þá getum við endað vonandi töluvert ofar"

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner