Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 16. september 2020 15:02
Magnús Már Einarsson
Leicester að landa Under
Leicester vonast til að fá kantmanninn Cengiz Under á láni frá Roma á næstu dögum.

Under hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Roma og ítalska félagið er tilbúið að láta hann af hendi.

Leicester ætlar að byrja á að fá Under á láni með möguleika á að kaupa hann á 24,6 milljónir punda næsta sumar.

Under kom til Roma frá Istanbul Basaksheir árið 2017 og hefur skorað 17 mörk í leikjum síðan þá.

Under er örvfættur en hann spilar oftast á hægri kantinum.
Athugasemdir
banner
banner