Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. október 2020 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Bolasie ekki til Middlesbrough
Yannick Bolasie og Gylfi Þór halda áfram að æfa saman
Yannick Bolasie og Gylfi Þór halda áfram að æfa saman
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Middlesbrough tókst ekki að næla í Yannick Bolasie undir lok gluggans en leikmaðurinn greinir frá þessu á Twitter í kvöld.

Bolasie er 31 árs gamall og samningsbundinn Everton en hann hefur síðustu tvö árin eytt tíma sínum á láni hjá félögum á borð við Aston Villa, Anderlecht og Sporting.

Hann er neðarlega í goggunarröðinni hjá Carlo Ancelotti og reyndi undir lok gluggans að fara til Middlesbrough á láni en pappírarnir skiluðu sér ekki í tæka tíð og varð því ekkert úr skiptunum.

Bolasie segir frá þessu á Twitter en hann var afar vonsvikinn og ljóst að hann verður hjá Everton fyrri hluta tímabilsins.

„Vonsvikinn með að hafa ekki náð að klára skiptin í tæka tíð. Ég var búinn að skrifa undir og senda skjöldin og beið þangað til klukkan sló 17:00. Ég var vongóður og til í að fórna ýmsu en eina sem ég vil gera núna er að þakka Neil Warnock. Ég er þakklátur fyrir hann og óska Middlesbrough góðs gengis," skrifaði Bolasie.

„Öll mín einbeiting er nú á Everton og halda áfram að leggja hart að mér á hverjum degi. Ef ég verð kallaður inn í liðið þá er ég klár. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala frá hjartanu," skrifaði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner