Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 16. október 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær svarar gagnrýni Ferguson - „Við vorum oft ósammála"
Sir Alex Ferguson og Ole Gunnar Solskjær
Sir Alex Ferguson og Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, talaði við fjölmiðla á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Leicester en þar var minnst á ummæli af Sir Alex Ferguson við rússneska bardagamanninn Khabib Nurmagodev.

Khabib, sem er talinn einn sá besti sem UFC-deildin hefur séð, lagði hanskanna á hilluna í október á síðasta ári. Hann vann alla bardaga sína í deildinni áður en hann ákvað að hætta.

Rússinn var gestur á leik Manchester United og Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir landsleikjahlé en hann ræddi svo við Ferguson eftir leikinn.

Ferguson talaði þar um að Solskjær ætti alltaf að velja besta liðið út á völlinn og fóru þau ummæli á flug en Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum í leiknum og kom ekki inná fyrr en á 57. mínútu.

Solskjær var spurður út í þessi ummæli Ferguson og svaraði því.

„Ég er frekar rólegur yfir þessu. Ég var oft ósammála honum og ég sagði konunni oft að ég væri ósammála honum en það rataði aldrei í blöðin þegar ég var leikmaður. Ég er viss um að Sir Alex viti að þetta truflar mig ekkert. Við viljum öll sjá Cristiano."

„Við viljum það öll því hann er einstakur, öðruvísi, átt geggjaðan feril og allir vilja koma og horfa á hann. Þannig er nú samt mál með vexti að hann getur ekki spilað hvern einasta leik sem við spilum."

„Ferguson veit að þetta er erfitt starf. Hann spilaði ekki alltaf á sömu ellefu leikmönnunum, Hann tók oft áhættur og hvíldi Giggs, Rooney og Beckham, bestu leikmenn sem við áttum þá. Stundum virkaði það og stundum ekki,"
sagði hann um málið.
Athugasemdir
banner