Þá er komið að fyrsta slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið. Það er mikið af kjaftasögum í gangi, bæði hvað varðar þjálfara og leikmenn þó að fótboltasumarið sé ekki alveg búið.
Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]
Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]
Besta deild karla
Víkingur R.
Ef Gylfi Þór Sigurðsson fer frá Val, þá hafa Víkingar áhuga. Jón Daði Böðvarsson er líka orðaður við Víkinga, sem og Valgeir Valgeirsson. Það er óvissa með Arnar Gunnlaugsson og spurning hvort það sé loksins kominn tímapunktur á að hann fari erlendis í þjálfun og þá er hann einnig nefndur í tengslum við íslenska landsliðið. Ef hann hættir, þá er Sölvi Geir Ottesen líklegur til að taka við starfi aðalþjálfara. Ef Arnar fer hvergi, þá gætu önnur félög horft í möguleikann á að ráða Sölva sem aðalþjálfara. Ari Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric eru líklegir til að fara í atvinnumennsku og það er áhugi á Gísla Gottskálk Þórðarsyni líka. Daði Berg Jónsson, ungur leikmaður Víkings, er orðaður við Vålerenga í Noregi. Birnir Snær Ingason er orðaður við heimkomu eftir eitt ár hjá Halmstad í Svíþjóð.
Breiðablik
Gísli Eyjólfsson er orðaður við heimkomu eftir eitt ár hjá Halmstad og væri það sterkt fyrir Blika að fá hann heim. HK-ingurinn Valgeir Valgeirsson er þá orðaður við Breiðablik. Patrik Johannesen gæti kvatt Blikana en hann var sterklega orðaður við FH og félagaskipti heim til Færeyja í glugganum. Benjamin Stokke verður líklega ekki áfram. Reynsluboltarnir Andri Rafn Yeoman, Oliver Sigurjónsson og Kristinn Jónsson eru allir að renna út á samningi og er óvissa með framtíð þeirra.
Valur
Gylfi Þór Sigurðsson er hugsanlega á förum frá Hlíðarenda eftir eitt tímabil og ekki er útilokað að hann fari aftur erlendis. Þjálfaramál Vals eru til skoðunar og það er ólíklegt að Túfa verði áfram með liðið. Rúnar Kristinsson hefur verið orðaður við Val en hann segist ætla að vera áfram með Fram. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, er þá kostur sem Valur gæti skoðað, sem og þjálfaramarkaðurinn erlendis. Valgeir Valgeirsson gæti komið heim frá Örebro og samið við Val. Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, er orðaður við heimkomu í Val og þá hefur Bragi Karl Bjarkason, kantmaður ÍR, verið að æfa með liðinu.
Stjarnan
Jón Daði Böðvarsson er á óskalista Stjörnunnar. Garðbæingar gætu reynt að fá Eggert Aron Guðmundsson heim á láni frá Elfsborg en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki í Svíþjóð og er ósáttur með stöðu sína þar. Óli Valur Ómarsson gæti þá komið alfarið heim í Stjörnuna, og það sama má segja um Guðmund Baldvin Nökkvason. Kjartan Már Kjartansson og Róbert Frosti Þorkelsson gætu farið í atvinnumennsku. Atli Arnarson gæti komið frá HK. Daníel Laxdal og Þórarinn Ingi Valdimarsson eru mögulega að leggja skóna á hilluna.
ÍA
Gísli Eyjólfsson er orðaður við ÍA og væri það risastórt fyrir Skagamenn að sækja hann. Það er stefnan hjá ÍA að sækja yngri leikmenn og þróa þá áfram. Baldvin Þór Berndsen, miðvörður Fjölnis, er orðaður við Skagamenn og Róbert Elís Hlynsson, miðjumaður ÍR, er það líka. Ómar Björn Stefánsson er að koma frá Fylki en ÍA hefur horft lengi til hans. Árni Snær Ólafsson gæti komið heim í ÍA og barist við Árna Marinó Einarsson um markvarðarstöðun. Arnór Smárason mun líklega leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.
FH
Fer Gylfi Þór Sigurðsson heim í Kaplakrika? Það hafa heyrst sögur um að hann sé áhugasamur um það. Frederik Schram, markvörður Vals, er einnig orðaður við FH. Miðvörðurinn Baldvin Þór Berndsen gæti samið við FH-inga eins og Birkir Valur Jónsson, bakvörður HK. Róbert Elís Hlynsson úr ÍR er á óskalistanum. Logi Hrafn Róbertsson stefnir á að fara út í atvinnumennsku.
KA
Andri Fannar Stefánsson og Elfar Árni Aðalsteinsson eru orðaðir við Völsung og þá er Kristijan Jajalo á förum frá KA. Viðar Örn Kjartansson er að renna út á samningi og verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir. Vuk Oskar Dimitrijevic er leikmaður sem KA hefur áhuga á að sækja, en samningur hans við FH er að renna út og Sami Kamel er leikmaður sem hefur verið orðaður við KA.
Fram
Jón Daði Böðvarsson er draumaskotmark Fram. Framherjinn Omar Sowe hefur einnig verið orðaður við Úlfarsárdalinn. Jannik Pohl og Djenairo Daniels verða sennilega ekki áfram og Sowe gæti fyllt þeirra skarð. Róbert Elís Hlynsson er orðaður við Fram eins og fleiri félög í Bestu deildinni.
KR
Theodór Elmar Bjarnason gæti lagt skóna á hilluna og óvíst hvort Atli Sigurjónsson verði áfram hjá KR en samningur hans er að renna út. Elmar og Chris Brazell hafa verið orðaðir við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Jón Daði Böðvarsson er á óskalista KR eins og fleiri félaga. Gunnar Jónas Hauksson, leikmaður Vestra, er orðaður við KR en hann er uppalinn hjá félaginu og þá hefur Róbert Elís Hlynsson verið að æfa í Vesturbænum. Alex Þór Hauksson og Axel Óskar Andrésson gætu farið frá Vesturbæjarstórveldinu en þeir hafa átt erfitt uppdráttar í sumar. Það er einnig ólíklegt að Eyþór Aron Wöhler verði áfram hjá KR og Benoný Breki Andrésson gæti farið í atvinnumennsku eftir flott sumar.
Vestri
Slúðrað hefur verið um Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, í tengslum við önnur þjálfarastörf en það bendir allt til þess að hann verði áfram hjá Vestra. Gunnar Jónas Hauksson gæti fært sig um set og er orðaður við KR. Fer Vuk Oskar Dimitrijevic til Vestra?
HK
Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort Ómar Ingi Guðmundsson verður áfram þjálfari HK, ef hann verður ekki áfram þá verður hann áhugaverður biti á þjálfaramarkaðnum. Atli Þór Jónasson, sóknarmaður HK, gæti verið áfram í Bestu deildinni þó liðið falli og það sama má segja um Atla Arnarson sem er orðaður við Stjörnuna. Markvörðurinn Christoffer Petersen hefur spilað vel með HK og félög í Bestu deildinni gætu horft til hans. Birkir Valur Jónsson er líklega á förum í FH:
ÍBV
Einar Guðnason, fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings, er sagður efstur á blaði hjá ÍBV en þjálfarastaðan þar er laus. Davíð Smári, þjálfari Vestra, hefur einnig verið orðaður við stöðuna en það er þó útlit fyrir að hann verði áfram hjá Vestra. Þorlákur Árnason er áhugaverður kostur sem er núna á lausu en hann hefur áður verið orðaður við ÍBV. Vestmannaeyjafélagið hefur áhuga á Braga Karli Bjarkasyni, framherja ÍR, en annars heyrist lítið af leikmannamálum.
Afturelding
Vilja að sjálfsögðu halda Jökli Andréssyni í markinu og þeim kjarna sem hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni. Ef Axel Óskar Andrésson losnar frá KR, þá fer hann líklega heim í Aftureldingu. Arnór Breki Ásþórsson gæti komið heim frá Fylki og þá er Kári Kristjánsson, miðjumaður Þróttar, orðaður við Mosfellsbæinn. Eyþór Aron Wöhler gæti farið í Aftureldingu eftir erfiðan tíma hjá KR.
Lengjudeild karla
Fylkir
Árni Freyr Guðnason er væntanlega að taka við sem þjálfari liðsins eftir að hafa gert vel með ÍR á nýliðnu sumri. Fylkir féll úr Bestu deildinni en það hefur lítið heyrst að leikmenn séu á förum þaðan enda flestir heimastrákar. Ómar Björn Stefánsson er þó á leið í ÍA.
Keflavík
Áhuginn á Sami Kamel hefur kólnað og eru ágætis líkur núna á því að hann muni endursemja við Keflavík. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, varnarmaður liðsins, er sagður horfa í það að komast að hjá liði í efstu deild. Adam Árni Róbertsson, sóknarmaður Grindavíkur, er á óskalista Keflavíkur en hann var áður á mála hjá félaginu.
Fjölnir
Það er flótti frá Fjölni eftir að liðinu mistókst að komast upp í Bestu deildina. Tveir heitustu bitarnir hafa nú þegar samið við KR. Axel Freyr Harðarson verður ekki áfram og Reynir Haraldsson er líklega á förum. Skórnir fara mögulega upp á hillu hjá Sigurvini Reynissyni. Baldvin Berndsen er eftirsóttur hjá félögum í Bestu deildinni, Máni Austmann verður áfram hjá Fjölni en óvíst með tvíburabróður hans, Dag. Jónatan Guðni Arnarsson er á blaði hjá Nordsjælland.
ÍR
ÍR vill fá þá Sindra Snæ Magnússon, Georg Bjarnason og Reyni Haraldsson heim. Jörgen Pettersen og Kristófer Konráðsson eru einnig orðaðir við ÍR. Ef það verður þjálfarabreyting þá hefur Marc McAusland sagt að hann vilji koma meira inn í teymið, gæti hann orðið spilandi aðstoðarþjálfari? Árni Freyr Guðnason tekur líklega við Fylki og Jóhann Birnir Guðmundsson verður þá einn aðalþjálfari í Breiðholtinu. Möguleiki er á að Róbert Elís Hlynsson fari annað og komi aftur á láni. Ívan Óli Santos gæti komið heim í ÍR eftir erfið meiðsli.
Njarðvík
Njarðvíkingar eru stórhuga fyrir næsta sumar og stefna á Bestu deildina. Vilja fá Sigurjón Rúnarsson úr Grindavík en þeir gerðu tilraun til að fá hann í sumar. Kaj Leo í Bartalsstovu verður líklega ekki áfram en Axel Freyr Harðarson gæti komið frá Fjölni.
Þróttur R.
Sigurvin Ólafsson verður áfram með liðið þrátt fyrir að hafa verið orðaður við ÍBV. Það eru ungir leikmenn í Þrótti sem félög í Bestu deildinni eru að horfa til og þar ber helst að nefna Kára Kristjánsson sem var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni. Hrannar Bogi Jónsson er kominn í þjálfarastarf hjá Þrótti og Viktor Unnar Illugason er væntanlega að taka við Augnabliki í hans stað.
Leiknir R.
Omar Sowe verður ekki áfram í Breiðholtinu og spilar að öllum líkindum í Bestu deildinni á næsta tímabili. Róbert Quental er undir smásjá félaga í efstu deild eftir gott tímabil í Lengjudeildinni. Bjarki Aðalsteinsson gæti mætt aftur í Breiðholtið og þá er áhugi fyrir því að fá Daníel Finns Matthíasson aftur heim.
Grindavík
Kristófer Konráðsson er líklega á förum og það er spurning hvað gerist með Einar Karl Ingvarsson. Njarðvík vill fá Sigurjón Rúnarsson frá Grindavík. Það er óvíst hvar Grindavík spilar næsta sumar en mönnum langar heim.
Þór
Atli Sigurjónsson er orðaður við heimkomu í Þorpið. Það væri býsna stórt fyrir Þórsara að fá hann heim. Það eru nokkrir leikmenn að verða samningslausir og má búast við ákveðnum breytingum eftir vonbrigðin í sumar. Aron Einar Gunnarsson kemur til með að spila með Þór næsta sumar þrátt fyrir að hafa samið í Katar á dögunum. Sveinn Leó Bogason, aðstoðarþjálfari Þórs, fékk boð um að taka við Dalvík/Reyni en hafnaði því. Auðunn Ingi Valtýsson, varamarkvörður Þórs er á leið til Dalvíkur og Elmar Þór Jónsson er líka á förum.
Selfoss
Það er draumur Selfyssinga að fá Jón Daða Böðvarsson heim en það er spurning hvort að hann sé tilbúinn að fara í Lengjudeildina. Guðmundur Tyrfingsson er orðaður við heimkomu og þá er Þórarinn Ingi Valdimarsson einnig orðaður við liðið. Gonzalo Zamorano, sem var frábær í 2. deild í sumar, er með lausan samning en vill spila áfram á Íslandi.
Völsungur
Jakob Gunnar Sigurðsson, markakóngur 2. deildar, er farinn í KR en Húsvíkingar vonast til að fá hann aftur á láni á næsta tímabili. Völsungur er einnig að horfa í það að fá leikmenn heim og er Elfar Árni Aðalsteinsson, sóknarmaður KA, efstur á lista. Það er spurning hvort að Elvar Baldvinsson fari heim í Völsung.
2. deild karla
Grótta
Igor Bjarni Kostic verður mögulega áfram þjálfari Gróttu. Seltirningar eru að reyna að fá Björn Axel Guðjónsson til baka frá Víkingi Ólafsvík.
KFA
Útlit er fyrir það að Eggert Gunnþór Jónsson verði áfram þjálfari KFA en það er spurning hvort að hann spili áfram næsta sumar.
Besta deild kvenna
Breiðablik
Vilja halda Samönthu Smith eftir það magnaða tímabil sem hún átti. Kristín Dís Árnadóttir vill komast aftur út í atvinnumennsku til að eiga sem bestan möguleika á því að fara með landsliðinu á EM næsta sumar. Mikaela Nótt Pétursdóttir er hugsanlega á förum frá Breiðabliki og það hafa mörg félög sett sig í samband við hana.
Valur
Það hafa heyrst sögur um að Pétur Pétursson verði ekki áfram með liðið. Fanney Inga Birkisdóttir er líklega á leið í atvinnumennsku og vill Valur fá Tinnu Brá Magnúsdóttur úr Fylki í hennar stað. Katie Cousins gæti líka yfirgefið Val og farið erlendis. Lára Kristín Pedersen er samningslaus eftir dvöl í atvinnumennsku og gæti Valur reynt að fá hana til baka. Það er möguleiki á því að Berglind Björg muni endursemja við Val og er það líklegasti möguleikinn fyrir hana.
Víkingur R.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er án félags eftir að samningi hennar við Val var rift. Gæti komið með mikla reynslu inn í lið Víkinga sem ætlar sér enn hærra á næsta ári.
Þór/KA
Það er áhugi á Söndru Maríu Jessen erlendis frá en hún er með áframhaldandi samning við Þór/KA. Gígja Valgerður Harðardóttir gæti farið aftur í Þór/KA.
Þróttur R.
Jelena Tinna Kujundzic er að renna út á samningi og það eru nokkur félög að sýna henni áhuga. Vilja fá Mist Funadóttur frá Fylki. Melissa Alison Garcia verður líklega ekki áfram hjá Þrótti en Berglind Björg gæti líka farið í Þrótt.
FH
Berglind Björg er orðuð við FH. Eru á meðal félaga sem hafa áhuga á að fá Jelenu frá Þrótti. Mist Funadóttir er á óskalistanum í Kaplakrika. Brooklyn Woodard verður ekki áfram hjá FH eftir að hafa meiðst illa.
Stjarnan
Jóhannes Karl Sigursteinsson verður áfram með Stjörnuna eftir að hafa tekið við liðinu á miðju síðasta tímabili. Vera Varis, markvörður sem hefur leikið með Keflavík, gæti farið í Stjörnuna en óvíst er hvort Erin McLeod verði áfram í fótbolta.
Tindastóll
Jordyn Rhodes var frábær fyrir Tindastól í sumar og það er áhugi á henni annars staðar frá. Stólarnir vilja auðvitað halda henni í sínum röðum. Donni verður líklega áfram þjálfari liðsins.
FHL
Vilja fá Samönthu Smith og Emmu Hawkins aftur til baka en þær voru stórkostlegar með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Það er hins vegar óvíst hvort þær séu tilbúnar að koma aftur.
Fram
Eru stórhuga eftir að hafa komist upp í Bestu deildina. Hafa áhuga á því að fá Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem er núna án félags. Vera Varis er líka á óskalistanum hjá Fram. Nýliðarnir hafa reynt að fá Arnfríði Auði Arnarsdóttur frá Gróttu, Unu Rós Unnarsdóttur frá Grindavík og Elínu Björg Símonardóttir, markadrottningu 2. deildar. Murielle Tiernan verður líklegast áfram í herbúðum Fram.
Lengjudeild kvenna
HK
Pétur Rögnvaldsson er líklega að taka við HK en Magnús Haukur Harðarson og Anton Ingi Rúnarsson hafa einnig verið orðaðir við starfið.
ÍR
Anton Ingi og Magnús Haukur eru líka orðaðir við þjálfarastarfið hjá ÍR sem er laust eftir að liðið féll úr Lengjudeild kvenna.
Athugasemdir