Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. nóvember 2022 20:36
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Alex: Mikið af einföldum mistökum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Íslands í sigri gegn Litháen í undanúrslitaleik Eystrasaltsbikarsins.


Rúnar Alex hafði ekki sérlega mikið að gera í leiknum en í þau skipti sem Ísland þurfti þá svaraði hann kallinu af öryggi.

Ísland vann leikinn í vítaspyrnukeppni og komst Rúnar Alex nálægt því að verja 

„Það er alltaf gott að halda hreinu en það er hellingur sem við hefðum átt að gera betur í þessum leik. Við erum komnir í úrslit í Baltic Cup og ætlum að reyna að vinna," sagði Rúnar Alex í viðtali að leikslokum.

„Þó að við höfum haldið hreinu í dag þá erum við að hleypa þeim í stöður sem við eigum ekki að hleypa þeim í og gefa þeim auðveldar fyrirgjafir. Svo erum við sjálfir að gera mikið af einföldum mistökum, sendingarmistökum, og ég sjálfur er meðtalinn. Ég á eina eða tvær sendingar sem ég á að gera betur. Sem lið þá þurfum við að fækka þessum mistökum áður en undankeppnin byrjar í mars."

Ísland mætir Lettlandi í úrslitaleik um helgina.

„Við viljum lyfta bikarnum á laugardaginn."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner