mán 17. janúar 2022 18:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Afríkukeppnin: Heimamenn unnu riðilinn - Grænhöfðaeyjar bíða og sjá
Vincent Aboubakar hefur farið hamförum á mótinu til þessa
Vincent Aboubakar hefur farið hamförum á mótinu til þessa
Mynd: Getty Images
Heimamenn í Kamerún og Búrkína Fasó eru fyrstu liðin til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Afríkukeppninnar í ár.

Heimamenn voru öruggir með eitt af tveimur efstu sætunum fyrir leiki dagsins en dugði jafntefli gegn Grænhöfðaeyjum til að tryggja sér efsta sætið.

Það tókst en leikurinn endaði 1-1. Vincent Aboubakar kom Kamerún yfir undir lok fyrri hálfleiks en þetta var fimmta mark hans í keppninni í þremur leikjum.

Garry Rodrigues kom inná í hálfleik í liði Grænhöfðaeyja og hann jafnaði metin með marki þegar tæpar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Búrkína Fasó komst yfir gegn Eþíópíu eftir tæplega 25 mínútna leik en Eþíópíumenn jöfnuðu metin úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleikinn og þar við sat.

Kamerún endar í efsta sæti riðilsins með 7 stig. Búrkína Fasó endar fyrir ofan Grænhöfðaeyjar í 2. sæti á innbyrðisviðureigninni. Fjögur af sex bestu liðunum sem enda í 3. sæti fara áfram. Grænhöfðaeyjar þurfa því að bíða og sjá hvernig fer í hinum riðlunum.

Cape Verde 1 - 1 Cameroon
0-1 Vincent Aboubakar ('39 )
1-1 Garry Mendes Rodrigues ('53 )

Burkina Faso 1 - 1 Etheopia
1-0 Cyrille Bayala ('25 )
1-1 Getaneh Gibeto ('52 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner