Antony var maður leiksins þriðja leikinn í röð með Real Betis í gærkvöldi þar sem hann skoraði bæði og lagði upp í 3-0 sigri.
Antony var sendur á láni til Betis í janúar síðastliðnum eftir að hafa ekki fundið sig með Manchester United. Stuðningsmenn þar voru búnir að fá sig fullsadda af honum.
En hjá Betis er hann heldur betur að finna sig og hefur verið valinn maður leiksins í þremur leikjum í röð.
Markið sem hann skoraði í gærkvöldi var stórkostlegt en það má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Antony er samningsbundinn Manchester United en háttsettir menn hjá Betis hafa talað um að vilja halda honum.
???????????? WHAT A GOAL FROM ANTONY WITH REAL BETIS! ????pic.twitter.com/8MfshbaCGR
— Tekkers Foot (@tekkersfoot) February 16, 2025
Athugasemdir