Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   sun 17. mars 2024 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Gylfi spilar sinn fyrsta leik á miðvikudag
Mynd: Styrmir Þór Bragason
Gylfi Þór Sigurðsson mun spila sinn fyrsta leik fyrir Val á miðvikudag er liðið mætir ÍA í Lengjubikarnum. Þetta herma heimildir Fóbolta.net.

Á fimmtudag skrifaði Gylfi undir tveggja ára samning við Val en hann kom til félagsins frá danska félaginu Lyngby.

Óhætt er að segja að þetta séu ein og ef ekki stærstu félagaskipti í sögu íslenska boltans.

Gylfi undirritaði samninginn í æfingaferð Vals á Spáni og er hann kominn með leikheimild.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er stefnt að því að Gylfi spili sinn fyrsta leik fyrir Val er liðið fær ÍA í heimsókn í undanúrslitum Lengjubikarsins á miðvikudag. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 19:15.

Þetta verður fyrsti leikur Gylfa í rúma fjóra mánuði en hann spilaði síðast með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í byrjun nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner