Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   mán 17. maí 2021 21:27
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Of margt sem var að í dag
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta aldrei vera 4-1 leikur en við fengum ekki út úr þessu sem við vildum. Í báðum þessum leikjum á móti Breiðablik og í dag þá fer aðeins hausinn á okkur og við förum að pirra okkur á dómurunum og hvorum öðrum í stað þess að hafa fullann fókus á það sem við ætlum að gera,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson um leik sinna manna eftir 4-1 tap gegn KA í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 KA

Keflavíkurliðið hefur oft litið betur út í kvöld en liðið var á eftir í flestum návígum og tókst illa að spila boltanum sín á milli og halda pressu til að skapa hættu. Um þetta sagði Siggi Raggi.

„Mér fannst við reyndar koma ágætlega út í seinni hálfleikinn og vorum fullt með boltann í leiknum . KA gaf eftir ákveðin svæði og við spiluðum oft á tíðum ágætlega en okkur vantaði herslumuninn að fá fleiri færi og náðum ekki að skapa alveg nógu mikið.“

Einhverjir á vellinum töldu að þriðja mark KA hefði ekki átt að standa og vildu meina að brotið hefði verið á leikmanni Keflavíkur í aðdraganda þess að Hallgrímur Mar skoraði.

„Ég held að það sé ekkert gott að taka eitt eða tvö atvik úr leiknum og segja að þetta eða hitt hafi verið málið. Það var of margt sem var að í dag og leikur liðsins var ekki nógu góður og við eigum að fókusera á það en ekki fetta fingur út í störf dómaranna ég held að það sé miklu effektívara að fókusa á það sem við getum gert betur. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner