Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 17. maí 2021 21:27
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Of margt sem var að í dag
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta aldrei vera 4-1 leikur en við fengum ekki út úr þessu sem við vildum. Í báðum þessum leikjum á móti Breiðablik og í dag þá fer aðeins hausinn á okkur og við förum að pirra okkur á dómurunum og hvorum öðrum í stað þess að hafa fullann fókus á það sem við ætlum að gera,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson um leik sinna manna eftir 4-1 tap gegn KA í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 KA

Keflavíkurliðið hefur oft litið betur út í kvöld en liðið var á eftir í flestum návígum og tókst illa að spila boltanum sín á milli og halda pressu til að skapa hættu. Um þetta sagði Siggi Raggi.

„Mér fannst við reyndar koma ágætlega út í seinni hálfleikinn og vorum fullt með boltann í leiknum . KA gaf eftir ákveðin svæði og við spiluðum oft á tíðum ágætlega en okkur vantaði herslumuninn að fá fleiri færi og náðum ekki að skapa alveg nógu mikið.“

Einhverjir á vellinum töldu að þriðja mark KA hefði ekki átt að standa og vildu meina að brotið hefði verið á leikmanni Keflavíkur í aðdraganda þess að Hallgrímur Mar skoraði.

„Ég held að það sé ekkert gott að taka eitt eða tvö atvik úr leiknum og segja að þetta eða hitt hafi verið málið. Það var of margt sem var að í dag og leikur liðsins var ekki nógu góður og við eigum að fókusera á það en ekki fetta fingur út í störf dómaranna ég held að það sé miklu effektívara að fókusa á það sem við getum gert betur. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner