Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   mán 17. maí 2021 21:27
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Of margt sem var að í dag
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta aldrei vera 4-1 leikur en við fengum ekki út úr þessu sem við vildum. Í báðum þessum leikjum á móti Breiðablik og í dag þá fer aðeins hausinn á okkur og við förum að pirra okkur á dómurunum og hvorum öðrum í stað þess að hafa fullann fókus á það sem við ætlum að gera,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson um leik sinna manna eftir 4-1 tap gegn KA í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 KA

Keflavíkurliðið hefur oft litið betur út í kvöld en liðið var á eftir í flestum návígum og tókst illa að spila boltanum sín á milli og halda pressu til að skapa hættu. Um þetta sagði Siggi Raggi.

„Mér fannst við reyndar koma ágætlega út í seinni hálfleikinn og vorum fullt með boltann í leiknum . KA gaf eftir ákveðin svæði og við spiluðum oft á tíðum ágætlega en okkur vantaði herslumuninn að fá fleiri færi og náðum ekki að skapa alveg nógu mikið.“

Einhverjir á vellinum töldu að þriðja mark KA hefði ekki átt að standa og vildu meina að brotið hefði verið á leikmanni Keflavíkur í aðdraganda þess að Hallgrímur Mar skoraði.

„Ég held að það sé ekkert gott að taka eitt eða tvö atvik úr leiknum og segja að þetta eða hitt hafi verið málið. Það var of margt sem var að í dag og leikur liðsins var ekki nógu góður og við eigum að fókusera á það en ekki fetta fingur út í störf dómaranna ég held að það sé miklu effektívara að fókusa á það sem við getum gert betur. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner