Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 17. maí 2021 21:27
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Of margt sem var að í dag
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta aldrei vera 4-1 leikur en við fengum ekki út úr þessu sem við vildum. Í báðum þessum leikjum á móti Breiðablik og í dag þá fer aðeins hausinn á okkur og við förum að pirra okkur á dómurunum og hvorum öðrum í stað þess að hafa fullann fókus á það sem við ætlum að gera,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson um leik sinna manna eftir 4-1 tap gegn KA í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 KA

Keflavíkurliðið hefur oft litið betur út í kvöld en liðið var á eftir í flestum návígum og tókst illa að spila boltanum sín á milli og halda pressu til að skapa hættu. Um þetta sagði Siggi Raggi.

„Mér fannst við reyndar koma ágætlega út í seinni hálfleikinn og vorum fullt með boltann í leiknum . KA gaf eftir ákveðin svæði og við spiluðum oft á tíðum ágætlega en okkur vantaði herslumuninn að fá fleiri færi og náðum ekki að skapa alveg nógu mikið.“

Einhverjir á vellinum töldu að þriðja mark KA hefði ekki átt að standa og vildu meina að brotið hefði verið á leikmanni Keflavíkur í aðdraganda þess að Hallgrímur Mar skoraði.

„Ég held að það sé ekkert gott að taka eitt eða tvö atvik úr leiknum og segja að þetta eða hitt hafi verið málið. Það var of margt sem var að í dag og leikur liðsins var ekki nógu góður og við eigum að fókusera á það en ekki fetta fingur út í störf dómaranna ég held að það sé miklu effektívara að fókusa á það sem við getum gert betur. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner