Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
banner
   mán 17. maí 2021 21:27
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Of margt sem var að í dag
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta aldrei vera 4-1 leikur en við fengum ekki út úr þessu sem við vildum. Í báðum þessum leikjum á móti Breiðablik og í dag þá fer aðeins hausinn á okkur og við förum að pirra okkur á dómurunum og hvorum öðrum í stað þess að hafa fullann fókus á það sem við ætlum að gera,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson um leik sinna manna eftir 4-1 tap gegn KA í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 KA

Keflavíkurliðið hefur oft litið betur út í kvöld en liðið var á eftir í flestum návígum og tókst illa að spila boltanum sín á milli og halda pressu til að skapa hættu. Um þetta sagði Siggi Raggi.

„Mér fannst við reyndar koma ágætlega út í seinni hálfleikinn og vorum fullt með boltann í leiknum . KA gaf eftir ákveðin svæði og við spiluðum oft á tíðum ágætlega en okkur vantaði herslumuninn að fá fleiri færi og náðum ekki að skapa alveg nógu mikið.“

Einhverjir á vellinum töldu að þriðja mark KA hefði ekki átt að standa og vildu meina að brotið hefði verið á leikmanni Keflavíkur í aðdraganda þess að Hallgrímur Mar skoraði.

„Ég held að það sé ekkert gott að taka eitt eða tvö atvik úr leiknum og segja að þetta eða hitt hafi verið málið. Það var of margt sem var að í dag og leikur liðsins var ekki nógu góður og við eigum að fókusera á það en ekki fetta fingur út í störf dómaranna ég held að það sé miklu effektívara að fókusa á það sem við getum gert betur. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner