Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. ágúst 2021 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
William Cole Campbell ætlar að velja Ísland
William Cole Campbell.
William Cole Campbell.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
William Cole Campbell þreytti frumraun sína með FH síðastliðið sunnudagskvöld. Hann er aðeins 15 ára gamall.

Hann bjó fyrstu árin í Bandaríkjunum en flutti til Íslands í janúar á síðasta ári.

William á íslenska móður og bandarískan föður. Hann vill feta í fótspor móður sinna og spila fyrir íslenska landsliðið. Móðir hans er Rakel Björk Ögmundardóttir, sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Íslands.

„Það var bara rosalegt. Það er svo góð tilfinning að vita að öll sú vinna sem ég hef lagt í fótboltann og allt það sem ég hef unnið fyrir sé að skila sér. Þetta var bara geggjuð tilfinning," sagði William í samtali við Vísi um fyrsta leik sinn með FH.

„Mig langar að spila fyrir Ísland af því að mamma mín var í kvennalandsliðinu. Ef ég mun spila fyrir Ísland mun ég keppa við Frakkland, Þýskaland og svona stór lið, en í Bandaríkjunum myndi ég spila miklu meira á móti Mexíkó og suðrænum amerískum liðum."

„Ef ég get yrði ég mjög ánægður að spila fyrir Ísland og berjast fyrir mitt lið,“ sagði þessi efnilegi leikmaður en draumur hans er að fara út í atvinnumennsku þegar hann verður 16 ára.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem Ríkharð Óskar Guðnason tók við hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner