Leikgreining á KR 1 - 2 Stjarnan
Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar, mun á þessu tímabili leikgreina leiki í Pepsi Max-deildinni fyrir Fótbolta.net. Hér er skýrsla hans um stórleik KR og Stjörnunnar. Skýrslan er gerð með hjálp Wyscout sem hjálpar liðum í Pepsi Max og Lengjudeildinni við leikgreiingar.
Sjá einnig:
Þétt leiðindi (Valur-KA)
Sannfærandi sigur flæðis og gæða (Breiðablik-ÍA)
Leikurinn: Breyttur leikstíll Stjörnunnar - Uppskrift árangurs? (Stjarnan - HK)
Leikurinn - Ekki mæta með hníf í byssubardaga (Breiðablik - KR)
Leikurinn - Með sýnikennslu í rebba-fræðum (Breiðablik - FH)
Leikurinn - Tuttugu og fimm mínútna taktísk veisla í farangrinum (KR - Víkingur)
Leikurinn - Óreyndir og óheppnir Gróttumenn og hverjir eru styrkleikar Fylkis?
Leikurinn - Ólíkar leikáætlanir (FH-ÍA)
Leikurinn - Arnþór svipti Patrick plássi og tíma (Valur-KR)
Liðsuppstillingar og áherslur
KR
Rúnar var nokkuð nálægt því að velja það sem hann telur líklega sitt besta lið þetta tímabilið. Markvörð og varnarlínuna sem KR byrjaði mótið með. Stefán Árni og Atli Sigurjóns hafa verið lykilmenn á köntunum og Kristján Flóki í toppnum. Á miðjunni hefur Pálmi verið þeirra aðalmaður í allt sumar og Finnur hefur verið fastamaður frá því hann spilaði sig inn í liðið. Það er í raun ein miðjustaða sem verið róterað með annars hefur KR helst stillt upp svona þegar allir eru heilir heilsu. Áherslurnar eru eftir sem áður þær að keyra Kristinn Jónsson hátt upp völlinn við öll tækifæri vinstra megin og þaðan koma flestar fyrirgjafir liðsins. Hægra megin vinna KR-ingarnar með hlaup úr dýpinu frá Finni Orra þegar Atli dregur sig niður. Mjög lítið er um krosshlaup hjá senternum sem vinnur nær eingöngu milli hafsentanna. Pálmi er mjög ábyrgur sem djúpur miðjumaður og hafsentarnir yfirleitt fljótir að ýta línunni upp þegar KR-ingar sækja.
KR
Rúnar var nokkuð nálægt því að velja það sem hann telur líklega sitt besta lið þetta tímabilið. Markvörð og varnarlínuna sem KR byrjaði mótið með. Stefán Árni og Atli Sigurjóns hafa verið lykilmenn á köntunum og Kristján Flóki í toppnum. Á miðjunni hefur Pálmi verið þeirra aðalmaður í allt sumar og Finnur hefur verið fastamaður frá því hann spilaði sig inn í liðið. Það er í raun ein miðjustaða sem verið róterað með annars hefur KR helst stillt upp svona þegar allir eru heilir heilsu. Áherslurnar eru eftir sem áður þær að keyra Kristinn Jónsson hátt upp völlinn við öll tækifæri vinstra megin og þaðan koma flestar fyrirgjafir liðsins. Hægra megin vinna KR-ingarnar með hlaup úr dýpinu frá Finni Orra þegar Atli dregur sig niður. Mjög lítið er um krosshlaup hjá senternum sem vinnur nær eingöngu milli hafsentanna. Pálmi er mjög ábyrgur sem djúpur miðjumaður og hafsentarnir yfirleitt fljótir að ýta línunni upp þegar KR-ingar sækja.
KR-ingar byrjuðu leikinn mjög sterkt. Sóttu mikið upp kantana og voru bakverðir þeirra í lykilhlutverki við að gefa fyrir mark Stjörnunnar. Enginn gaf oftar fyrir markið en Kristinn Jónsson en honum gekk illa að finna samherja sína. Mikið af þessum voru afar vænlegar en oftar en ekki fengu varnarmenn Stjörnunnar nægan tíma til að stilla sig af í teignum og voru þeir mjög grimmir í þeim návígjum.
Stjarnan
Stjörnumenn vissu alveg á hverju þeir áttu og greinilegt var að undirbúningur þeirra Rúnars og Óla hafði verið markviss. Þeir völdu að byrja með Emil Atla í toppnum sem er sterkur í að halda boltanum og tengja spil. Eins kom Elís Rafn inn í hægri bakvarðarstöðuna, í fyrsta skipti sem hann er í byrjunarliðinu í sumar og Heiðar Ægis færðist yfir í vinstri bakvörðinn. Að öðru leyti var uppstilling þeirra nokkuð hefðbundin. Leikkerfi þeirra líktist meira 4-4-1-1 heldur en 4-2-3-1. Bakverðir KR voru sókndjarfir og Stjörnumenn reyndu helst að finna tengingar sóknarlega í gegnum Hilmar og svo með því að setja boltann upp í toppinn á Emil. Leikurinn var hraður og Stjörnumenn voru tilbúnir í þá miklu baráttu sem boðið var uppá. Vinnusemin var til fyrirmyndar og skipulagið gekk mikið út á að baráttuna um annan bolta því flæðið í leiknum var takmarkað.
Stjörnumenn vissu alveg á hverju þeir áttu og greinilegt var að undirbúningur þeirra Rúnars og Óla hafði verið markviss. Þeir völdu að byrja með Emil Atla í toppnum sem er sterkur í að halda boltanum og tengja spil. Eins kom Elís Rafn inn í hægri bakvarðarstöðuna, í fyrsta skipti sem hann er í byrjunarliðinu í sumar og Heiðar Ægis færðist yfir í vinstri bakvörðinn. Að öðru leyti var uppstilling þeirra nokkuð hefðbundin. Leikkerfi þeirra líktist meira 4-4-1-1 heldur en 4-2-3-1. Bakverðir KR voru sókndjarfir og Stjörnumenn reyndu helst að finna tengingar sóknarlega í gegnum Hilmar og svo með því að setja boltann upp í toppinn á Emil. Leikurinn var hraður og Stjörnumenn voru tilbúnir í þá miklu baráttu sem boðið var uppá. Vinnusemin var til fyrirmyndar og skipulagið gekk mikið út á að baráttuna um annan bolta því flæðið í leiknum var takmarkað.
Stjörnumenn áttu mjög undir högg að sækja stærstan hluta leiksins. En Stjörnumenn sættu sig við það hlutskipti, þeir vörðust og börðust vel þrátt fyrir að vera undir í stöðubaráttunni. Þannig héngu þeir inni í leiknum og biðu færis. Svo virðist sem ákefðin í leik KR-inga hafi dottið mjög mikið niður síðustu 15 mínútur leiksins og þá unnu Stjörnumenn sig inn í leikinn, jöfnuðu leikinn og tryggðu sér sigurinn. Spurningin sem vaknar þá er hvort að um Stjörnugrís hafi verið að ræða eða vel ígrundað upplegg?
Leikurinn sjálfur:
Eins og áður segir var byrjun KR-inga ákaflega sterk og þeir börðu linnulítið á vörn Stjörnumanna án þess að ná að opna vörnina og skapa sér mjög góð færi. Fyrirgjafastöðurnar mynduðust yfirleitt þannig að varnarmenn Stjörnunnar voru búnir að koma sér í stöðu í teignum og voru grimmir í að gera árás á boltann. Dæmi um þetta kom snemma leiks þegar KR-ingar voru mjög aðgangsharðir. Eftir að hafa unnið boltann á miðjunni nær Atli Sigurjóns að koma boltanum út á Kristinn Jónssson sem er í mjög ákjósanlegri stöðu.
Eins og áður segir var byrjun KR-inga ákaflega sterk og þeir börðu linnulítið á vörn Stjörnumanna án þess að ná að opna vörnina og skapa sér mjög góð færi. Fyrirgjafastöðurnar mynduðust yfirleitt þannig að varnarmenn Stjörnunnar voru búnir að koma sér í stöðu í teignum og voru grimmir í að gera árás á boltann. Dæmi um þetta kom snemma leiks þegar KR-ingar voru mjög aðgangsharðir. Eftir að hafa unnið boltann á miðjunni nær Atli Sigurjóns að koma boltanum út á Kristinn Jónssson sem er í mjög ákjósanlegri stöðu.
Stjörnumenn eru vel undirbúnir og fylla teiginn mjög vel. Ná að bægja hættunni frá enda með 8 menn í teignum til að verjast.
Þetta var í raun þróun leiksins í hnotskurn, einkum í fyrri hálfleik. KR-ingar komust í nokkuð vænlegar stöður og börðu á Stjörnumönnum en án árangurs.
Þetta var í raun þróun leiksins í hnotskurn, einkum í fyrri hálfleik. KR-ingar komust í nokkuð vænlegar stöður og börðu á Stjörnumönnum en án árangurs.
Annað afbrigði sem KR-ingar beittu, og hafa beitt í allt sumar, til að bæði fría Atla Sigurjóns og Kennie, voru krosshlaup af miðjunni frá Finni Orra þegar Atli kom niður. KR-ingar eru að byrja spil og færa frá vinstri til hægri.
Finnur Orri áttar sig strax á mynstrinu, Atli Sigurjóns rykkir til baka og dregur bakvörðinn úr stöðu.
Kennie bíður aðeins eftir hlaupinu og spilar i hornið, við þetta ná KR-ingar að draga út annan hafsentinn og 1v1 staða hefur myndast inn í teignum.
Atli sker inn að vítateigshorni og Stefán Árni kemur með þverhlaup og KR-ingar hafa í raun forskot í vítateig Stjörnunnar á þessu augnabliki.
En það vantar aðeins uppá sendinguna og tímasetninguna þannig að Finnur Orri nái að koma boltanum fyrir markið og því ná KR-ingar ekki að koma boltanum inn á hættusvæðið.
En það vantar aðeins uppá sendinguna og tímasetninguna þannig að Finnur Orri nái að koma boltanum fyrir markið og því ná KR-ingar ekki að koma boltanum inn á hættusvæðið.
Sóknarleikur Stjörnunnar gekk einkum út á skyndisóknir, þar átti nokkuð augljóslega annars vegar að nýta eiginleika Emils Atlasonar til að tengja spil. Hins vegar ætluðu Stjörnumenn að nýta innsæi Hilmars Árna til að koast í vænlegar skotstöður. Þegar uppi var staðið þá áttu Stjörnumenn (6) fleiri skot á markið en KR-ingar (4).
Dæmi um þetta innsæi Hilmars kom eftir innkast í fyrri hálfleik. Hann staðsetur sig utan átakasvæðisins í svæði sem vænlegt er að skapa úr ef boltinn skildi hrökkva til hans.
Eftir smá barning í svæðinu vinnu Halldór Orri boltann og þá er Hilmar búinn að staðsetja sig þannig að hann geti fengið boltann.
Heiðar Ægisson kemur með frábært hlaup úr dýpinu sem torveldar Kennie ákvarðanatökuna en það sem er aðalatriðið hversu fljótur Hilmar er að leggja boltann fyrir sig og ná góðu skoti.
Skotið var gríðarfast en því miður fyrir Stjörnumenn var það beint á Beiti sem náði að verja skotið en hefði eflaust lent í miklum erfiðleikum með það hefði hann ekki verið svo vel staðsettur.
Skotið var gríðarfast en því miður fyrir Stjörnumenn var það beint á Beiti sem náði að verja skotið en hefði eflaust lent í miklum erfiðleikum með það hefði hann ekki verið svo vel staðsettur.
Hin nálgunin voru skyndisóknir þar sem markmiðið var að koma boltanum hratt á Emil sem ætlað var að tengja við hlaupara af miðjunni. Haraldur er með boltann og neglir honum fram völlinn beint á Emil.
Emil nær að taka boltann á kassann og tengja við hlaupara af miðjunni, það eru strax komnir þrír hlauparar upp miðjan völlinn fyrir Emil til að tengja við.
Sölvi kemst á boltann, keyrir á vörnina og leggur boltann aftur út á Emil. Stjörnumenn komast í vænlega stöðu og eru að fylla teiginn með þremur mönnum en fyrirgjöfin var ekki nægjanlega góð en Stjörnumennirnir eru mættir í teiginn.
Það er eiginlega nauðsynlegt að hrósa dómara leiksins Pétri Guðmundssyni fyrir sinn þátt í að leyfa leiknum að fljóta. Að leyfa leikmönnum að takast á og halda tempó-i í leiknum. Það hefði verið einfalt mál að missa leikinn í risastóran flautukonsert en það gerðist ekki og úr varð skemmtileg viðureign þó leikurinn hafi verið ákaflega lokaður og lítið um færi. Eins og tölfræðin ber augljóslega með sérmeð sér. Lítið um færi.
En þeim mun meira um návígi og PPDA mælikvarðinn gefur vísbendingu um hversu lítinn tíma á boltanum var að fá.
Skiptingar:
Skiptingar KR-inga voru ekki taktísks eðlis heldur komu varamennirnir bara inn í leikkerfið. Það var helst þegar Atli Sigurjóns fór útaf og Pablo kom inná að einhverja áherslubreytingu væri að merkja, að þar hafi Rúnar viljað herða aðeins uppá hægri vængnum varnarlega.
Stjörnumenn gerðu þrefalda skiptingu á 59 mínútu sem sennilega átti stóran þátt í þróun leiksins. Kantmenn og miðjumenn Stjörnunnar voru búnir að hlaupa og berjast mikið. Óli og Rúnar taka því báða kantmennina útaf og setja unga stráka Óla Val og Ívar á kantana. Ennfremur færa þeir Daníel Laxdal upp á miðjuna. Kerfið var óbreytt en ferskir fætir voru mikilvæg undir lok leiksins og þetta átti ekki minni þátt í viðsnúngnum en að skipta Guðjóni Baldvinssyni inn því Óli Valur gefur fyrir á Guðjón í sigurmarkinu og Daníel skorar jöfnunarmarkið eftir hlaup af miðjunni þar sem Guðjón leggur boltann fyrir hann. Sennilega ekki of sterkt tekið í árinni að segja að skiptingarnar hafi ráðið úrslitum í þessum leik.
Skiptingar KR-inga voru ekki taktísks eðlis heldur komu varamennirnir bara inn í leikkerfið. Það var helst þegar Atli Sigurjóns fór útaf og Pablo kom inná að einhverja áherslubreytingu væri að merkja, að þar hafi Rúnar viljað herða aðeins uppá hægri vængnum varnarlega.
Stjörnumenn gerðu þrefalda skiptingu á 59 mínútu sem sennilega átti stóran þátt í þróun leiksins. Kantmenn og miðjumenn Stjörnunnar voru búnir að hlaupa og berjast mikið. Óli og Rúnar taka því báða kantmennina útaf og setja unga stráka Óla Val og Ívar á kantana. Ennfremur færa þeir Daníel Laxdal upp á miðjuna. Kerfið var óbreytt en ferskir fætir voru mikilvæg undir lok leiksins og þetta átti ekki minni þátt í viðsnúngnum en að skipta Guðjóni Baldvinssyni inn því Óli Valur gefur fyrir á Guðjón í sigurmarkinu og Daníel skorar jöfnunarmarkið eftir hlaup af miðjunni þar sem Guðjón leggur boltann fyrir hann. Sennilega ekki of sterkt tekið í árinni að segja að skiptingarnar hafi ráðið úrslitum í þessum leik.
Mikilvægustu atvik leiksins:
- Stefán Árni fær færi til að gera út um leikinn undir lok leiks.
Uppbyggingin var góð. Stefán byrjar spil úti á miðjum vallarhelmingi Stjörnunar. Spilar á Finn Orra sem spilar á Kristinn Jónsson
- Stefán Árni fær færi til að gera út um leikinn undir lok leiks.
Uppbyggingin var góð. Stefán byrjar spil úti á miðjum vallarhelmingi Stjörnunar. Spilar á Finn Orra sem spilar á Kristinn Jónsson
Stefán fær boltann í nokkuð erfiðri stöðu en býr yfir miklum gæðum í stöðunni 1 á 1 og fer léttilega framhjá Brynjari.
Stefán er kominn í mjög ákjósanlega stöðu inn í teignum en skotið er lélegt og beint á Harald. En næsta móment er mjög mikilvægt því Brynjar Gauti rennir sér aftan í Stefán sem greinilega meiðir sig við þetta.
Mikilvægustu atvik leiksins:
- Jöfnunarmarkið
Stjörnumenn leggja strax af stað í sókn. Haraldur kastar á Guðjón Pétur sem keyrir fram með boltann.
- Jöfnunarmarkið
Stjörnumenn leggja strax af stað í sókn. Haraldur kastar á Guðjón Pétur sem keyrir fram með boltann.
Guðjón þræðir boltann á Daníel og Elís er mættur fram völlinn. Stefán var hins vegar enn að jafna sig eftir tæklinguna og skilaði sér því ekki til baka og Elís er einn og enginn til að setja pressu á hann.
Elís er í fyrirgjafastöðu og Ægir á erfitt með að fara út í pressuna og skilja miðjuna eftir óvaldaða. Daníel byrjar að keyra í átt að teignum eftir að hafa spilað út á Elís.
Elís er í fyrirgjafastöðu og Ægir á erfitt með að fara út í pressuna og skilja miðjuna eftir óvaldaða. Daníel byrjar að keyra í átt að teignum eftir að hafa spilað út á Elís.
Guðjón Pétur vinnur boltann aftur og kemur honum út á Elís. Stefán er rétt að skila sér til baka núna en er ekki nægjanlega nálægt til að geta sett pressu á boltamanninn.
Elís skilar mjög góðri fyrirgjöf og Guðjón vinnur skallaboltann. Daníel er mættur í svæðið á milli hafsentana og Finnur nær ekki færa nægjanlega hratt til loka því svæði. Niðurstaðan er jöfnunarmark í næstu sókn eftir að KR-ingar fengu tækifæri til að gera út um leikinn.
Niðurstaðan:
Stjörnumenn unnu fyrir sigrinum. Þeir börðust eins og ljón og komust í gegnum erfiðustu kafla leiksins. Skiptingar þjálfaranna og áherslubreytingar skiptu síðan miklu máli undir lok leiks og Stjörnuliðinu óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Stjörnumenn og FH-ingar virðast vera liða líklegastir til að geta veitt Valsmönnum samkeppni á toppnum eins og form liðanna er um þessar mundir. Liðið hefur ekki enn tapað leik sem útaf fyrir sig segir nokkuð um varnarleik og seiglu þess. En sóknarleikurinn þarf að batna til að liðið haldi skriðþunganum í toppbaráttunni.
Stjörnumenn unnu fyrir sigrinum. Þeir börðust eins og ljón og komust í gegnum erfiðustu kafla leiksins. Skiptingar þjálfaranna og áherslubreytingar skiptu síðan miklu máli undir lok leiks og Stjörnuliðinu óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Stjörnumenn og FH-ingar virðast vera liða líklegastir til að geta veitt Valsmönnum samkeppni á toppnum eins og form liðanna er um þessar mundir. Liðið hefur ekki enn tapað leik sem útaf fyrir sig segir nokkuð um varnarleik og seiglu þess. En sóknarleikurinn þarf að batna til að liðið haldi skriðþunganum í toppbaráttunni.
KR-ingar eru á erfiðum stað eins og er. Þeir eru ekki að ná að klára leikina þegar þeir hafa yfirhöndina og varnarleikurinn hefur ekki verið jafn þéttur og í upphafi móts. Liðið þarf að ná takti á ný og fremstu menn liðsins að hitna. Atli Sigurjóns hefur verið þeirra stöðugastur og Stefán Árni er efnilegur á því er enginn vafi en hann hefur ekki náð að skapa og skora nægjanlega mikið (1 stoðsending og 1 mark) þrátt fyrir að vera áberandi í sóknarleik liðsins. Kristján Flóki hefur skilað mikilli vinnu fyrir liðið en skorað lítið (4 mörk og engin stoðsending) og lítið skapað.
Athugasemdir