Leikgreining um leik Vals og KA
Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar, mun í sumar leikgreina leiki í Pepsi Max-deildinni fyrir Fótbolta.net. Hér er skýrsla hans um stórleik leik Vals og KA. Skýrslan er gerð með hjálp Wyscout sem hjálpar liðum í Pepsi Max og Lengjudeildinni við leikgreiingar.
Sjá einnig:
Sannfærandi sigur flæðis og gæða (Breiðablik-ÍA)
Leikurinn: Breyttur leikstíll Stjörnunnar - Uppskrift árangurs? (Stjarnan - HK)
Leikurinn - Ekki mæta með hníf í byssubardaga (Breiðablik - KR)
Leikurinn - Með sýnikennslu í rebba-fræðum (Breiðablik - FH)
Leikurinn - Tuttugu og fimm mínútna taktísk veisla í farangrinum (KR - Víkingur)
Leikurinn - Óreyndir og óheppnir Gróttumenn og hverjir eru styrkleikar Fylkis?
Leikurinn - Ólíkar leikáætlanir (FH-ÍA)
Leikurinn - Arnþór svipti Patrick plássi og tíma (Valur-KR)
Liðsuppstillingar og áherslur
Valur
Heimir Guðjónsson hélt sig við 4-2-3-1 þar sem Rasmus var í vinstri bakverði og Birkir Már í þeim hægri. Djúpir á miðjunni voru Haukur Páll og Lasse. Þrír fremri miðjumennirnir voru Kaj Leo, Kristinn Sig og Aron Bjarnason og Siggi Lár frammi. Allir þessir fremstu leikmenn Vals-liðsins eru flinkir í fótbolta og ljómandi góðir spilarar. En enginn þeirra er náttúrulegur markaskorari og það leyndi sér ekkert í leiknum. Erfitt var að sjá úr hvaða átt óvæntir og spennandi hlutir ættu að koma.
Valsliðið heldur bolta nokkuð vel og lætur hann fljóta en án Patrik Pedersen er liðið hvorki fugl né fiskur sóknarlega.
Ennfremur heftir þá nokkuð sóknarlega að Rasmus spili bakvörð, hann er góður varnarmaður og góður hafsent. En sem sóknarbakvörður í liði sem ætlar sér að vera í titilbaráttu passar hann ekki.
Valur
Heimir Guðjónsson hélt sig við 4-2-3-1 þar sem Rasmus var í vinstri bakverði og Birkir Már í þeim hægri. Djúpir á miðjunni voru Haukur Páll og Lasse. Þrír fremri miðjumennirnir voru Kaj Leo, Kristinn Sig og Aron Bjarnason og Siggi Lár frammi. Allir þessir fremstu leikmenn Vals-liðsins eru flinkir í fótbolta og ljómandi góðir spilarar. En enginn þeirra er náttúrulegur markaskorari og það leyndi sér ekkert í leiknum. Erfitt var að sjá úr hvaða átt óvæntir og spennandi hlutir ættu að koma.
Valsliðið heldur bolta nokkuð vel og lætur hann fljóta en án Patrik Pedersen er liðið hvorki fugl né fiskur sóknarlega.
Ennfremur heftir þá nokkuð sóknarlega að Rasmus spili bakvörð, hann er góður varnarmaður og góður hafsent. En sem sóknarbakvörður í liði sem ætlar sér að vera í titilbaráttu passar hann ekki.
Arnar Grétarsson hefur komið með mikla festu og skýra beinagrind inn í KA-liðið. Varnarleikurinn er afar hefðbundinn sem er nokkuð auðvelt að útfæra á skömmum tíma. Hann á hrós skilið fyrir þá nálgun og að hafa þannig náð aukinni festu í leik liðsins. Varnarlega spilar liðið 4-1-4-1 með Rodri í lykilhlutverki sem djúpur miðjumaður sem les leikinn vel og fyllir inn í svæðin. Í sóknaruppbyggingu KAmanna fellur hann niður á milli hafsentana og byrjar uppspila KA-mann.
KA-menn eru með unga spennandi leikmenn í Sveini Margeir og Brynjari Bjarnasyni. Sem vegna meiðsla eru kannski að fá stærri hlutverk en ella. Sem er ef til vill lán í óláni fyrir KA-menn til lengri tíma litið. Þá var Ívar Árnason mjög vinnusamur og fylginn sér í vinstri bakverðinum.
Sóknarlega virðist Hallgrími ætlað að vera nokkuð frjáls og skapa færi með knattraki líkt og undanfarin ár. En nú virkar Hallgrímur nokkuð þungur, er ekki jafn afgerandi og undanfarin ár enda ekki skorað og bar lagt upp tvö mörk.Þau komu bæði eftir hornspyrnu.
En Guðmundur Steinn var öflugur í þessum leik og virðist henta vel í þann leikstíl sem Arnar Grétarsson leggur upp með
KA-menn eru með unga spennandi leikmenn í Sveini Margeir og Brynjari Bjarnasyni. Sem vegna meiðsla eru kannski að fá stærri hlutverk en ella. Sem er ef til vill lán í óláni fyrir KA-menn til lengri tíma litið. Þá var Ívar Árnason mjög vinnusamur og fylginn sér í vinstri bakverðinum.
Sóknarlega virðist Hallgrími ætlað að vera nokkuð frjáls og skapa færi með knattraki líkt og undanfarin ár. En nú virkar Hallgrímur nokkuð þungur, er ekki jafn afgerandi og undanfarin ár enda ekki skorað og bar lagt upp tvö mörk.Þau komu bæði eftir hornspyrnu.
En Guðmundur Steinn var öflugur í þessum leik og virðist henta vel í þann leikstíl sem Arnar Grétarsson leggur upp með
Því til stuðnings er rétt að horfa á ákefðina í leik KAmanna. Þeir gera varla atlögu að Valsmönnum fyrstu 15 mínútur leiksins og það er einungis á síðasta korterinu sem einhver ákefð færist í leik þeirra.
Leikurinn sjálfur:
Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð kröftugt, voru mjög þéttir og mættu öftustu línu KA-manna oftar en ekki með fjögurra manna línu í fyrri hálfleiknum. KA-menn fundu ekki lausn á þeirri þraut og komust sárasjáldan í gegnum fyrstu línu hjá Valsmönnum.
Valsmenn byrjuðu leikinn nokkuð kröftugt, voru mjög þéttir og mættu öftustu línu KA-manna oftar en ekki með fjögurra manna línu í fyrri hálfleiknum. KA-menn fundu ekki lausn á þeirri þraut og komust sárasjáldan í gegnum fyrstu línu hjá Valsmönnum.
Til marks um skort á markanefi og -græðgi í Valsliðið unnu þeir mjög skringilega úr vænlegri stöðu snemma leiks. Eftir fyrirgjöf Ásgeir Sigurgeirssonar greip Hannes boltann og kom honum strax í leik á Hauk Pál sem spilaði upp í toppinn.
Kaj Leó var í mjög ákjósanlegri stöðu til að komast í hættulega stöðu en í stað þess að byrja að skera línuna inn að marki og koma sér í hættulega stöðu. Sótti hann út að hliðarlínu.
Kristinn er með boltann á miðjunni og Kaj-Leó hefur úr gríðarmiklu plássi að spila.
Kristinn er með boltann á miðjunni og Kaj-Leó hefur úr gríðarmiklu plássi að spila.
Niðurstaðan er sú að hann fær boltann út við hornfána og allur máttur er úr sókninni og úr verður fyrirgjöf á fjærstöng
Þetta var nokkurn veginn saga leiksins, frekar hægt og þvert uppspil Valsmanna án virkilegs tilgangs. Að skapa og skora mörk. KA-menn voru vissulega þéttir á miðjunni og Valsmenn reyndu að færa boltann milli kanta. Tilgangurinn var ð opna þannig glufur í varnarlínu miðjumannanna en þetta líktist helst hægum handboltaleik með stimplunum án ógununnar. Valsmenn færðu boltann frekar hægt og hreyfing leikmanna án bolta var greinilega ekki í takti við færslur á boltanum. Leikmenn virkuðu aldrei ánægðir með möguleikana sem til satðar voru og tóku enga áhættu.
KA-menn voru mjög þolinmóðir, agaðir og vinnusamir. Áætlun Arnars var greinilega að halda leiknum þéttum eins lengi og hægt væri og taka meiri áhættu undir lok leiksins. KA-men pressuðu ekki einu sinni þegar þeir voru í dauðfæri til að pressa andstæðinga sína. Hér eru KA-menn á mikilvægum tímapunkti í leiknum, undir lok fyrri hálfleiks þar sem lygilega oft er mörk að finna í leikjum.
Ásgeir tapar boltanum alveg við vítateig og endalínu. Í þessari stöðu er gríðarlega auðvelt að minnka völlinn mjög hratt og setja pressu á andstæðinginn. Vinna boltann eða þvinga hann úr leik þannig að halda megi sókninni áfram.
KA-menn ná að króa boltamanninn af 2 gegn 1 og hafa í raun tækifæri til að tvöfalda. Sóknarmennirnir ættu þá að vera tilbúnir í og við teig Valsmanna ef boltinn skyldi koma aftur fyrir markið.
Þess í stað er yngri flokka útsala og allir leikmennirnir taka sprettinn að eigin marki
Þess í stað er yngri flokka útsala og allir leikmennirnir taka sprettinn að eigin marki
Það er ekki von á því að það rigni mörkum þegar hugarfar leikmanna er þetta á þessum tímapunkti í leiknum og marki undir. Valsmenn vinna boltann og halda honum innan sinna raða þar til það kemur hálfleikur. Í stað þess að grípa tækifærið til að hrista upp í leiknum fá Valsmenn tækifæri til að klára hálfleikinn á sínum forsendum án þess að vera ógnað.
Helstu sóknarstöður KA komu upp úr föstum leikatriðum í fyrri hálfleiknum. Á 22. Mínútu var leikáætlun KA hársbreidd frá því að ganga eftir. Þeir fengu aukaspyrnu langt út á velli.
Ívar gerði vel í að hemja boltann og skila honum á markið. En því miður fyrir KA menn var reynsla og einbeiting Hauks Páls til staðar. Hann þefaði upp hættuna og bakkaði Hannes upp á fjærsvæðinu. Haukur Páll bjargaði marki þarna og þetta voru nær einu stöðurnar sem KA skapaði í leiknum, þ.e. eftir föst leikatriði.
Skiptingar:
Skiptingar Valsmanna voru allar maður fyrir mann innan kerfisins. Magnus kom inn fyrir Rasmus í vinstri bakvörðinn/vængbakvörðinn. Patrik kom inn fyrir Kaj Leo og Sigurður Lár færðist út á kantinn. Þegar Orri kom inn fyrir Lasse færðist Hedlund upp á miðjuna. Valsmenn héldu sama kerfinu í gegnum leikinn.
KA-menn gerðu þrefalda skiptingu án þess að breyta kerfinu. Nökkvi kom á vinstri kantinn í stað Hallgríms, Jibril í senterinn í stað Guðmundar Steins og Bjarni Aðalsteins í stað Almars.
Skiptingar Valsmanna voru allar maður fyrir mann innan kerfisins. Magnus kom inn fyrir Rasmus í vinstri bakvörðinn/vængbakvörðinn. Patrik kom inn fyrir Kaj Leo og Sigurður Lár færðist út á kantinn. Þegar Orri kom inn fyrir Lasse færðist Hedlund upp á miðjuna. Valsmenn héldu sama kerfinu í gegnum leikinn.
KA-menn gerðu þrefalda skiptingu án þess að breyta kerfinu. Nökkvi kom á vinstri kantinn í stað Hallgríms, Jibril í senterinn í stað Guðmundar Steins og Bjarni Aðalsteins í stað Almars.
Mikilvægusta atvik leiksins:
1. Valsmenn fengu dauðfæri til að komast í þægilega 2-0 stöðu eftir tæplega 14 mínútna leik.
1. Valsmenn fengu dauðfæri til að komast í þægilega 2-0 stöðu eftir tæplega 14 mínútna leik.
Valsmenn komust hratt á vörn KA-manna og voru mjög þolinmóðir í leit sinni að góðri stöðu. Færðu boltann inn á miðjuna og aftur út.
Kristinn gerði mjög vel í því að þvinga varnarmenn KA aftar og búa til pláss fyrir Sigga Lár sem rykkti inn í svæðið sem hann tæmdi.
Mikilvægustu atvik leiksins
2. Eina markverða færi KA-manna úr opnum leik kom eftir 15 mínútna leik og það hefði verið gaman að sjá hvernig leikurinn hefði þróast ef KA hefði jafnað.
Guðmundur Steinn vann návígi við Hedlund úti vinstra megin og keyrði upp að endamörkum.
2. Eina markverða færi KA-manna úr opnum leik kom eftir 15 mínútna leik og það hefði verið gaman að sjá hvernig leikurinn hefði þróast ef KA hefði jafnað.
Guðmundur Steinn vann návígi við Hedlund úti vinstra megin og keyrði upp að endamörkum.
Guðmundur hafði nægan tíma til að meta aðstæður og Ásgeir Sigurgeirsson keyrði inn að marki. Almar las leikinn vel og ætlaði sér að skila sér inn í fjærsvæðið sem Ásgeir tæmdi.
Lasse brást strax við og reyndi að komast inn í svæðið á undan Almari. Guðmundur skilaði boltanum inn í hárrétt svæði og Almar var mættur þar. En því miður fyrir KA-menn náði Lasse að bjarga því að Almar næði að klára sóknina.
Niðurstaðan:
Það var vel gert hjá Valsmönnum að landa þessum þremur stigum án þess að taka mikið á. Þetta voru þrjú mikilvæg stig en frekar máttlítil frammistaða miðað við gæðin sem í liðinu búa. Nánast vélræn frammistaða sem styrkti þeirra stöðu á toppi deildarinnar. Þeir eiga mjög góða leikmenn utan liðsins sem munu styrkja það mikið þegar þeir verða heilir. Vonandi eykst þá flæðið og hraðinn í leik þeirra því það er mjög gaman fylgjast með Valsliðinu á góðum degi.
Það var vel gert hjá Valsmönnum að landa þessum þremur stigum án þess að taka mikið á. Þetta voru þrjú mikilvæg stig en frekar máttlítil frammistaða miðað við gæðin sem í liðinu búa. Nánast vélræn frammistaða sem styrkti þeirra stöðu á toppi deildarinnar. Þeir eiga mjög góða leikmenn utan liðsins sem munu styrkja það mikið þegar þeir verða heilir. Vonandi eykst þá flæðið og hraðinn í leik þeirra því það er mjög gaman fylgjast með Valsliðinu á góðum degi.
Arnar Grétars er búinn að stilla KA-liðið af og hefur gert mjög vel í því. Liðið spilar mjög lokaða leiki og tekur litla áhættu í sínum leik. Ef liðið ætlar sér að fikra sig upp töfluna þarf liðið að vera aðeins djarfara í nálgun sinni og í því felst áskorun Arnars. Að bæta þáttum inn í leik liðsins á næstu vikum þannig að það skori mörk og skili fleiri stigum í hús því liðið er að
skapa ákaflega lítið af góðum stöðum. XG liðsins í síðustu þremur leikjum er 0,41 - 0,99 og 1,09 sem vill segja liðið er
frekar ólíklegt til að skora mörk með þessu uppleggi.
Athugasemdir