Arnar Hallsson leikgreinir leik KR og Breiðabliks
Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar, mun í sumar leikgreina leiki í Pepsi Max-deildinni fyrir Fótbolta.net. Hér er skýrsla hans um stórleik KR og Breiðabliks. Skýrslan er gerð með hjálp Wyscout sem hjálpar liðum í Pepsi Max og Lengjudeildinni við leikgreiingar.
SJá einnig:
Leikurinn - Með sýnikennslu í rebba-fræðum (KR - Breiðablik)
Leikurinn - Tuttugu og fimm mínútna taktísk veisla í farangrinum (KR - Víkingur)
Leikurinn - Óreyndir og óheppnir Gróttumenn og hverjir eru styrkleikar Fylkis?
Leikurinn - Ólíkar leikáætlanir (FH-ÍA)
Leikurinn - Arnþór svipti Patrick plássi og tíma (Valur-KR)
Liðsuppstillingar og áherslur
KR
KR-ingar stilltu upp í sitt hefðbundna leikkerfi sem best er að lýsa sem 4-1-4-1 án bolta og 4-3-3 sóknarlega með kantmenn sem skera línuna inn og bakverði sem veita vídd. Beitir í markinu og Kristinn Jónsson, Aron Bjarki, Arnór Sveinn og Kennie í öftustu línu. Á miðjunni var Pálmi djúpur og stjórnaði taktinum í spili KR-inga. Fyrir framan hann voru Pablo og Finnur Orri með það hlutverk að setja pressu á hafsenta og miðjumenn Blikanna. Stefán Árni var á vinstri kanti en var mjög fljótandi og tengdi spil miðlægt enda sá Kristinn Jónsson um vænginn allann. Á hægri kanti var síðan Atli og Kristján Flóki leiddi línuna sem skrokk senter.
Nokkrum sinnum brá því fyrir að kantmenn leituðu inn miðlægt og miðjumennirnir Pablo og Finnur höfðu það hlutverk að leysa út á vængina. Þessi færsla olli Blikum nokkrum vandræðum í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Pablo leysti þá út til vinstri og Finnur Orri leysti út til hægri. Finnur Orri var sérstaklega ógnandi í þessu hlutverki.
KR-ingar pressuðu Blikana mjög stíft og mættu þeim þeim hátt á vellinum, nær allan leikinn.
KR
KR-ingar stilltu upp í sitt hefðbundna leikkerfi sem best er að lýsa sem 4-1-4-1 án bolta og 4-3-3 sóknarlega með kantmenn sem skera línuna inn og bakverði sem veita vídd. Beitir í markinu og Kristinn Jónsson, Aron Bjarki, Arnór Sveinn og Kennie í öftustu línu. Á miðjunni var Pálmi djúpur og stjórnaði taktinum í spili KR-inga. Fyrir framan hann voru Pablo og Finnur Orri með það hlutverk að setja pressu á hafsenta og miðjumenn Blikanna. Stefán Árni var á vinstri kanti en var mjög fljótandi og tengdi spil miðlægt enda sá Kristinn Jónsson um vænginn allann. Á hægri kanti var síðan Atli og Kristján Flóki leiddi línuna sem skrokk senter.
Nokkrum sinnum brá því fyrir að kantmenn leituðu inn miðlægt og miðjumennirnir Pablo og Finnur höfðu það hlutverk að leysa út á vængina. Þessi færsla olli Blikum nokkrum vandræðum í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Pablo leysti þá út til vinstri og Finnur Orri leysti út til hægri. Finnur Orri var sérstaklega ógnandi í þessu hlutverki.
KR-ingar pressuðu Blikana mjög stíft og mættu þeim þeim hátt á vellinum, nær allan leikinn.
KR-ingarnir komust oft í góðar fyrirgjafarstöður. Pablo skorar eftir fyrirgjöf Finns Orra sem lýsir því aðeins hversu hættulegir og vinnusamir þeir voru í báðar áttir.
Þá var Kristján Flóki hársbreidd frá því að skora eftir fyrirgjöf Finns Orra eftir að „kantmenn“ KR-inga leystu inn og Finnur Orri veitti liðinu vídd.
Þá var Kristján Flóki hársbreidd frá því að skora eftir fyrirgjöf Finns Orra eftir að „kantmenn“ KR-inga leystu inn og Finnur Orri veitti liðinu vídd.
KR-ingar voru gríðarlega beinskeyttir í öllum sínum aðgerðum allan leikinn. Þarna munaði bara hársbreidd að KR-ingar skoruðu eftir þessi einföldu stöðuskipti.
Blikarnir stilltu upp í afbrigði af 4-4-2, einhvers konar 4-4-1-1 eða afbrigði af tígulmiðju. Þar var Brynjólfur aðeins fyrir aftan Mikkelsen.
Höskuldur vinstra megin á miðjunni Oliver og Andri Yeoman á miðri miðjunni og Viktor Karl hægra megin. Í öftustu línu voru síðan Davíð í vinstri bakverði, Damir og Elfar sem hafsentar og Viktor Örn i hægri bakverði. Anton í markinu eins og vanalega.
Blikarnir hafa spilað talsvert á þessu liði á undirbúningstímabilinu með góðum árangri. Takturinn í spilinu hefur verið góður og flæðið líka. Í þessu tilfelli mættu þeir orkumiklu og vel skipulögðu KR-liði og náðu engu flæði í sinn leik á síðasta þriðjungi allan leikinn. En unnu sig inn í leikinn og höfðu smá glugga þar sem þeir hefðu getað jafnað leikinn.
Höskuldur vinstra megin á miðjunni Oliver og Andri Yeoman á miðri miðjunni og Viktor Karl hægra megin. Í öftustu línu voru síðan Davíð í vinstri bakverði, Damir og Elfar sem hafsentar og Viktor Örn i hægri bakverði. Anton í markinu eins og vanalega.
Blikarnir hafa spilað talsvert á þessu liði á undirbúningstímabilinu með góðum árangri. Takturinn í spilinu hefur verið góður og flæðið líka. Í þessu tilfelli mættu þeir orkumiklu og vel skipulögðu KR-liði og náðu engu flæði í sinn leik á síðasta þriðjungi allan leikinn. En unnu sig inn í leikinn og höfðu smá glugga þar sem þeir hefðu getað jafnað leikinn.
Hér má sjá hvernig liðunum gekk að halda bolta innan sinna raða í leiknum. Það er áberandi hvernig Blikunum vex ásmegin eftir því sem á líður leikinn og á 50-60 mínútu voru þeir í tvígang, í bæði skiptin Mikkelsen, hársbreidd frá því að jafna leikinn. Því miður fyrir Blikana náðu þeir aldrei þeirri stöðu að nýta styrkleika sína til að stýra leiknum með leikinn í jafnri stöðu. Heldur lentu þeir strax undir og þurftu að elta leikinn allan tímann. Það er Blikunum til hróss, í bland við smá heppni, að hafa náð að hanga inni í leiknum í fyrri hálfleiknum því KR-ingarnar voru afar beinskeyttir þá.
Leikurinn sjálfur:
KR-ingar hreinlega söltuðu Blikana á fyrstu 30 mínútum leiksins. Blikarnir voru engan veginn tilbúnir í þá miklu ákefð sem einkenndi KR-inga í upphafi leiks. KR-ingarnir pressuðu stíft og orkan á miðjunni hjá KR-ingum var gríðarleg og þar fór Finnur Orri fyrir sínum mönnum. Tók mikið af kröftugum pressuhlaupum og vann hvert návígið á fætur öðru. Á fyrstu 30 mínútum leiksins unnu KR-ingar um 50% af návígjum sínum varnarlega á meðan Blikar unnu bara 26% sinna návígja varnarlega. Fyrsta markið kom eftir 97 sekúndur og var afleiðing þess að Stefán Árni vann 50/50 bolta á miðjunni og sýndi gæði sín á boltanum með því að klára færi sitt ákaflega vel eftir. Þá höfðu KR-ingar áður skotið að marki Blika.
KR-ingar hreinlega söltuðu Blikana á fyrstu 30 mínútum leiksins. Blikarnir voru engan veginn tilbúnir í þá miklu ákefð sem einkenndi KR-inga í upphafi leiks. KR-ingarnir pressuðu stíft og orkan á miðjunni hjá KR-ingum var gríðarleg og þar fór Finnur Orri fyrir sínum mönnum. Tók mikið af kröftugum pressuhlaupum og vann hvert návígið á fætur öðru. Á fyrstu 30 mínútum leiksins unnu KR-ingar um 50% af návígjum sínum varnarlega á meðan Blikar unnu bara 26% sinna návígja varnarlega. Fyrsta markið kom eftir 97 sekúndur og var afleiðing þess að Stefán Árni vann 50/50 bolta á miðjunni og sýndi gæði sín á boltanum með því að klára færi sitt ákaflega vel eftir. Þá höfðu KR-ingar áður skotið að marki Blika.
Annað mark KR-inga kom eftir innkast eftir rúmlega 8 mínútna leik. Sem ennfrekar undirstrikaði að spennustig Blikana í upphafi leiks var rangt. Þessa sterka byrjun dugði KR-ingum til að ná forystu og frumkvæði í leiknum. Eitthvað sem þeir kunna að fara vel með. Það var alveg ljóst að leið Blika inn í leikinn yrði torsótt en þeir náðu vopnum sínum og Höskuldur skoraði skemmtilegt mark eftir aukaspyrnu og hann ógnaði aftur í blálok hálfleiksins en Beitir átti ekki í teljandi vandræðum með það skot.
Ákefðin í leik KR-inga var ekki bara í upphafi leiks því þeir neituðu Blikum um pláss og tíma allan leikinn. Það er alveg ljóst að leikmenn KR-inga eru vel þjálfaðir og reynsla þeirra mikil þannig að spennustigið í stóru leikjunum hefur verið hárrétt til þessa. Þá virðist Rúnar hafa ákaflega góð tök á hópnum og hafa myndað sterkan samnefnara milli manna. Finnur Orri hefur til að mynda ekki byrjað leik á Íslandsmótinu fyrr en nú, hafði spilað rétt um 90 mínútur í fyrstu fjórum leikjunum sem varamaður. Hann kom inn í byrjunarliðið og var besti maður liðsins að mínu mati í þessum leik. Lagði upp tvö mörk fyrir Pablo og hrelldi Blikana með orku sinni allan leikinn.
Blikarnir eru sterkir í að halda boltanum og ná flæði í sinn leik en í þessum leik náðu þeir bara 7,5 sendingum sín á milli áður en KR-ingarnir trufluðu þá. Sem er minna en Víkingar, Valsmenn og Skagamenn höfðu náð í leikum sínum gegn KR. Eina liðið sem hefur unnið KR og unnið sannfærandi strengdi saman 2,7 sendingar áður en KR-ingar trufluðu þá. Þannig að sennilega er lykillinn að því að vinna KR-inga ekki fólginn í því að reyna að spila þá meðvitundarlausa. Þeir eru einfaldlega í of góðu formi, of vel skipulagðir og leikmennirnir taka of góðar ákvarðanir til að það sé leiðin að sigri gegn þeim.
Umræða um meiri hvíld KR-inga og meiri þreytu Blikanna er svolítið sérstök. Búið er að rannsaka það nokkuð nákvæmlega í mörgum íþróttagreinum að sé hvíldin meiri en 72 klukkustundir eða 3 dagar hefur það ekki áhrif á úrslit leikja, né á líkamlega afkastagetu leikmanna. Í þessu tilfelli var hvíld Blikanna 117 klst. Að ná réttu spennustigi og einbeitingu á svo stuttum tíma er hins vegar mikil kúnst, rétt eins og það er kúnst að stilla liðið af sé hvíldin löng. Sennilega var það hárrétt spilað hjá Rúnari að gefa 3 daga frí, fá leikmennina ferska andlega til baka og keyra síðan spennuna upp í aðdraganda leiksins.
Í síðari hálfleiknum gekk Blikum betur að fóta sig í leiknum og ógnuðu marki KR-inganna, þar fór Mikkelsen fremstur í flokki en hann fékk úr ákaflega litlu að moða í þessum leik. Til þess sáu einkum miðjumenn KR-inga, þeir gáfu engin grið inn á miðjunni og boltarnir sem bárust á Mikkelsen voru bara fjórir allan leikinn og þrír þeirra komu eftir langa sendingu úr öftustu víglínu. Engu að síður átti hann skot í stöng og skalla í slá sem er til marks um hversu gríðarlega hættulegur leikmaður hann er.
Samleikskaflar KR-inga voru stuttir og snarpir, voru mjög beinskeyttir. Enduðu yfirleitt með fyrirgjöfum og/eða skotum. Til marks um þetta áttu KR-ingar 100% fleiri fyrirgjafir fyrir mark Blikanna á fyrstu 60 mínútum leikins.
Og ennfremur áttu KR-ingar 20 skot að marki gegn 9 skotum Blikanna í leiknum öllum. Þessar tölulegu staðreyndir eru til marks um það að hversu erfitt er að keppa gegn þessu KR-liði. Þeir gefa engin grið, eru vel skipulagðir, eru ljóngrimmir og eru gríðarlega beinskeyttir í sínum aðgerðum sóknarlega.
KR-ingar voru stöðugt að ógna marki Blikanna eins og XG tölfræðin gefur glögglega til kynna. Leikurinn var fjörugur og mikil barátta einkenndi hann en knattspyrnulega var hann ekkert sérstaklega góður í heild sinni. En gæðin sem leikmenn KR sýna í stuttum samleiksköflum eru mjög mikil og það er trúlega ekkert lið í deildinni sem framkvæmir þennan umpólunarhluta (að skipta úr vörn í sókn) leiksins betur. Dæmi um afar skemmtilegan samleikskafla er hér að neðan. Þetta eru ekki margar sendingar sem strengdar eru saman, sem oft er samofið gæðum í umræðunni, en gæðin eru gríðarleg. Þarna mátti sjá góða tækni leikmanna, tilfinningu þeirra fyrir tímasetningum og samvinnuhæfni þeirra.
Langur bolti fram frá hafsent ætlaður Brynjólfi, sem les boltann vitlaust og reiknar með honum lengri. Pálmi les hins vegar flugið á boltanum strax rétt og staðsetur sig hárrétt.
Pálmi vinnur skallaboltann og var búinn að sjá Finn Orra sem möguleika. Í stað þess að skalla langt frá dempar hann boltann inn í svæðið fyrir Finn Orra.
Finnur veit að hann er undir pressu og skilar boltanum á Pálma þannig að hann geti spilað í fyrstu snertingu. Sem hann gerir.
Pálmi getur spilað í fyrsta og skilað boltanum með jörðinni því skallinn frá Finni var markviss. Pálmi spilar beint upp í toppinn og klippir fjóra Blika úr leiknum á augabragði.
Stefán tekur við boltanum og í stað þess að snúa og reyna að hlaup með boltann bíður hann eftir möguleikum. Kristinn Jónsson áttar sig fyrstur á stöðunni og keyrir upp. Í stað þess að overlappa eins og áður var í tísku, underlappar hann og kemst fyrir vikið í mun hættulegri stöðu á vellinum.
Flóki heldur hafsentunum frá því að geta mætt Kristni og tekur sér góða stöðu á milli þeirra.Kristinn keyrir upp og klárar sóknina með skoti rétt yfir markið. Átta sekúndum eftir að hafa unnið boltann við miðjubogann á eigin vallarhelmingi klára þeir með skoti rétt við vítateig Blikanna. Í þessum sekúndum birtast meiri gæði en flestir gera sér grein fyrir, þar sem tækni, tímasetningar, líkamleg afkastageta og skýr leikáætlun kristallast.
Skiptingar:
KR-ingar gerðu breytingar sem ekki höfðu áhrif á skipulag þeirra til að byrja með. En undir lok leiks, strax eftir að KR kemst í 3-1, breyttu þeir í 5-4-1 og líklega var helsti tilgangur þeirrar breytingu að mæta 3-5-2 breytingu Blikanna og eiga aukamann í teignum til að hirða lausa bolta þar. Því Blikarnir dældu mikið af boltum inn í teig KR-inga á þessu tímabili og reyndu þannig að hrista upp í leiknum. Með þessu ætlaði Rúnar sér greinilega að loka leiknum taktískt, gefa eftir boltann en vera með tvítryggingu í eigin vítateig.
KR-ingar gerðu breytingar sem ekki höfðu áhrif á skipulag þeirra til að byrja með. En undir lok leiks, strax eftir að KR kemst í 3-1, breyttu þeir í 5-4-1 og líklega var helsti tilgangur þeirrar breytingu að mæta 3-5-2 breytingu Blikanna og eiga aukamann í teignum til að hirða lausa bolta þar. Því Blikarnir dældu mikið af boltum inn í teig KR-inga á þessu tímabili og reyndu þannig að hrista upp í leiknum. Með þessu ætlaði Rúnar sér greinilega að loka leiknum taktískt, gefa eftir boltann en vera með tvítryggingu í eigin vítateig.
Blikarnir gerðu breytingu í hálfleik færðu Andra Yeoman í bakvörðinn og settu Kwame inn á hægri vænginn, sennilega til að reyna að nýta hraða Kwame og það hversu hátt á vellinum Kristinn Jónsson spilaði. Sú breyting skilaði Blikum ekki tilætluðum árangri, því miður fyrir þá því pælingin var góð. Blikar gerðu aðra taktíska breyingu á 75 mínútu og skiptu að því er virtist yfir í 3-5-2 þar sem Kristinn Steindórsson kom inn sem fljótandi framherji með Mikkelsen. Brynjólfur virtist þá draga sig örlítið aftar á völlinn í þeirri von að geta skapað eitthvað fyrir Blika.
Mikilvægustu atvik leiksins:
1. Mark Stefáns Árna eftir 96 sekúndur - Setti tóninn í leiknum og undirstrikaði hversu tilbúnir KR-ingar voru þegar flautan gall. Beitir hreinsar fram völlinn og Stefán keyrir inn í svæðið. Viktor Örn hikar og Stefán hirðir boltann.
1. Mark Stefáns Árna eftir 96 sekúndur - Setti tóninn í leiknum og undirstrikaði hversu tilbúnir KR-ingar voru þegar flautan gall. Beitir hreinsar fram völlinn og Stefán keyrir inn í svæðið. Viktor Örn hikar og Stefán hirðir boltann.
Stefán keyrir á vörnina og Flóki hafði dregið Elfar úr stöðu þannig að Damir lendir í 1v1 við vítateiginn.
Stefán þykist skjóta með hægri fæti en færir boltann yfir á þann vinstri. Við það fær hann smá pláss og tíma til að klára færið.
Stefán klárar færið mjög vel í fjærhornið án þess að Viktor né Anton nái að komast fyrir skotið. 96 sek á klukkunni og KR komið með frumkvæðið. Þarna sýndi Stefán mikla áræðni og tækni og skóp markið með hreinu einstaklingsframtaki. Afar spennandi leikmaður þarna á ferðinni.
2. Skalli Stefáns Árna yfir í stöðunni 2-0 – tækifæri til að ganga frá leiknum á 12 mínútu hans. Stefán Árni byrjar með boltann úti vinstra megin og leikur inn á völlinn. Skiptir um kant á Kennie sem er mættur upp til að veita vídd á hárréttum tíma.
Kennie skilar frábærum kross fyrir markið og Stefán skilar sér inn í teiginn á réttum tíma í fjærsvæðið. KR-ingar fylla teiginn yfirleitt frábærlega og gæði fyrirgjafanna eru almennt ekkert slor.
Stefán er með Andra Yeoman í bakinu og líklega ýtir Andri á bakið á Stefáni og nær að trufla Stefán sem verður þess valdandi að hann skallar boltann yfir markið í stað þess að stanga þennan bolta inn. Þá hefði staðan verið 3-0 eftir 12 mínútna leik og trúlega engin leið til baka fyrir Breiðablik.
3. Skot Mikkelsen í stöng - tækifæri til að jafna Langur bolti frá Elfari fram á Mikkelsen sem vinnur skallaboltann og flikkar á Höskuld.
Höskuldur keyrir inn í teiginn og Arnór Sveinn verður að fara úr stöðu og loka á Höskuld. Mikkelsen skilar sér í plássið sem myndast við það og Kennie er skrefi á eftir.
Mikkelsen klárar færið vel en boltinn smellur í innanverðri stönginni og þaðan í fangið á Beiti. Þessi sókn dregur fram allt það sem Mikkelsen stendur fyrir. Mögnuð einbeiting að vera klár á ögurstund þrátt fyrir að hafa verið lítið inn í leiknum, frábærar tímasetningar á hlaupum inn í teiginn og úrvals skottækni. Ótrúlega skemmtileg týpa. Það hefði verið afar fróðlegt að sjá hvernig síðari hálfleikurinn hefði þróast hefðu Blikarnir náð að jafna leikinn á þessu andartaki. Hvaða áhrif það hefði haft á KR-liðið og hvernig Blikarnir hefðu höndlað það að vera búnir að ná að klóra sig í jafna stöðu eftir að hafa verið slátrað í fyrri hálfleiknum.
Niðurstaðan:
KR-ingar eru ríkjandi meistarar og eru að sýna það að það var engin tilviljun að þeir skildu verða meistarar í fyrra. Þeir nálgast leikina af mikilli virðingu, eru duglegir, ósérhlífnir, vel skipulagðir, í góðu formi og liðsheildin virðist vera afar sterk. Rúnar Kristinsson þekkir lið sitt greinilega mjög vel því hann nær að setja menn inn á réttu augnabliki, Stefán Árni kemur inn í þennan leik og var mjög góður. Hefði sennilega átt að skora þrennu. Aron Bjarki spilar alltaf af öryggi þegar til hans er leitað og hefur fyllt skarð Finns Tómasar af miklu öryggi en í þessum leik var það Finnur Orri sem stal senunni að mínu viti. Finnur Orri lagði upp tvö mörk fyrir Pablo, var síógnandi og vann vel svæðin ásamt Atla og Kennie. Það voru ekki bara gæðin á boltanum og góðar ákvarðanir sem einkenndu hann því sennilega voru hann og Kristinn Jónsson duglegastu mennirnir inná vellinum. KR-ingar eru að setja í fluggír og með þessu áframhaldi munu þeir verða komnir með smá forskot á önnur lið um mitt mót.
KR-ingar eru ríkjandi meistarar og eru að sýna það að það var engin tilviljun að þeir skildu verða meistarar í fyrra. Þeir nálgast leikina af mikilli virðingu, eru duglegir, ósérhlífnir, vel skipulagðir, í góðu formi og liðsheildin virðist vera afar sterk. Rúnar Kristinsson þekkir lið sitt greinilega mjög vel því hann nær að setja menn inn á réttu augnabliki, Stefán Árni kemur inn í þennan leik og var mjög góður. Hefði sennilega átt að skora þrennu. Aron Bjarki spilar alltaf af öryggi þegar til hans er leitað og hefur fyllt skarð Finns Tómasar af miklu öryggi en í þessum leik var það Finnur Orri sem stal senunni að mínu viti. Finnur Orri lagði upp tvö mörk fyrir Pablo, var síógnandi og vann vel svæðin ásamt Atla og Kennie. Það voru ekki bara gæðin á boltanum og góðar ákvarðanir sem einkenndu hann því sennilega voru hann og Kristinn Jónsson duglegastu mennirnir inná vellinum. KR-ingar eru að setja í fluggír og með þessu áframhaldi munu þeir verða komnir með smá forskot á önnur lið um mitt mót.
Blikarnir mættu ekki tilbúnir til leiks og var refsað grimmilega fyrir það. Þeir náðu næstum því að jafna leikinn í síðari hálfleik þar var Mikkelsen líklegastur þrátt fyrir að hafa fengið nánast úr engu að moða. En það verður að segjast að það hefði verið talsvert gegn gangi leiksins hefðu Blikarnir náð að jafna leikinn. Fróðlegt verður að fylgjast með viðureign þessara liða í síðari umferðinni þar sem Blikarnir ættu að geta náð betra floti í sinn leik og þar af leiðandi oftar komist í gegnum pressu KR-inganna. Blikarnir eru með frábært lið sem mun að öllum líkindum verða í baráttunni við KR-inga til loka tímabilsins og það verður afar spennandi að fylgjast með þeim nýta þessa vonbrigða frammistöðu til að hvetja sig til dáða gegn Valsmönnum í næstu umferð. Þar mætast lið sem vilja og geta spilað leiftrandi fótbolta og vonandi fáum við að sjá þeirra bestu hliðar þar.
Athugasemdir