Arnar Hallsson leikgreinir leik Stjörnunnar og HK
Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar, mun í sumar leikgreina leiki í Pepsi Max-deildinni fyrir Fótbolta.net. Hér er skýrsla hans um stórleik KR og Breiðabliks. Skýrslan er gerð með hjálp Wyscout sem hjálpar liðum í Pepsi Max og Lengjudeildinni við leikgreiingar.
Sjá einnig:
Leikurinn - Ekki mæta með hníf í byssubardaga (Breiðablik - KR)
Leikurinn - Með sýnikennslu í rebba-fræðum (Breiðablik - FH)
Leikurinn - Tuttugu og fimm mínútna taktísk veisla í farangrinum (KR - Víkingur)
Leikurinn - Óreyndir og óheppnir Gróttumenn og hverjir eru styrkleikar Fylkis?
Leikurinn - Ólíkar leikáætlanir (FH-ÍA)
Leikurinn - Arnþór svipti Patrick plássi og tíma (Valur-KR)
Liðsuppstillingar og áherslur
Stjarnan
Stjarnan spilaði mjög klassíska útgáfu af 4-2-3-1 þar sem djúpu miðjumennirnir voru mjög agaðir og héldu svæðum vel og bakverðirnir ýttu hátt og sköpuðu vídd. Í markinu var Haraldur og öftustu fjórir voru. Heiðar í hægri bakverði Brynjar og Daníel í hafsentum og Jósef í vinstri bakverði. Djúpir á miðjunni voru Eyjólfur og Alex Þór. Fyrir framan þá voru Sölvi, Hilmar og Þorsteinn. Fremstur var svo Guðjón Bald.
Hilmari Árna var ætlað að skapa með því að finna sér svæði milli lína hjá HK og koma sér í skotstöður og virtist hann hafa mikið frelsi innan liðsins. Bæði Sóknarlega og varnarlega. Varnarlega féll liðið nokkuð djúpt þegar HK var að sækja og þá leit kerfið oft út sem 4-4-1-1 með Hilmar Árna sem fyrsta skyndisóknar möguleika. Stjörnuliðið reyndi markvisst að byggja upp spil úr öftustu línu. Hafentarnir leituðu mikið að djúpu miðjumönnunum sem voru gríðarlega öruggir á boltann. Alex Þór var hreint út sagt frábær í þessum leik og hefur alveg gríðarlega þroskaða ákvarðanatöku fyrir svo ungan leikmann. Hann var sá sem tengdi Hilmar Árna inn í leikinn og lét hlutina tikka í Stjörnuliðinu. HK liðið pressaði hátt, einkum í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik en það var engin leið fyrir þá að vinna boltann af Alex Þór, sem passaði vel uppá boltann og var stöðugt að tengja við meðspilara sína.
Stjarnan
Stjarnan spilaði mjög klassíska útgáfu af 4-2-3-1 þar sem djúpu miðjumennirnir voru mjög agaðir og héldu svæðum vel og bakverðirnir ýttu hátt og sköpuðu vídd. Í markinu var Haraldur og öftustu fjórir voru. Heiðar í hægri bakverði Brynjar og Daníel í hafsentum og Jósef í vinstri bakverði. Djúpir á miðjunni voru Eyjólfur og Alex Þór. Fyrir framan þá voru Sölvi, Hilmar og Þorsteinn. Fremstur var svo Guðjón Bald.
Hilmari Árna var ætlað að skapa með því að finna sér svæði milli lína hjá HK og koma sér í skotstöður og virtist hann hafa mikið frelsi innan liðsins. Bæði Sóknarlega og varnarlega. Varnarlega féll liðið nokkuð djúpt þegar HK var að sækja og þá leit kerfið oft út sem 4-4-1-1 með Hilmar Árna sem fyrsta skyndisóknar möguleika. Stjörnuliðið reyndi markvisst að byggja upp spil úr öftustu línu. Hafentarnir leituðu mikið að djúpu miðjumönnunum sem voru gríðarlega öruggir á boltann. Alex Þór var hreint út sagt frábær í þessum leik og hefur alveg gríðarlega þroskaða ákvarðanatöku fyrir svo ungan leikmann. Hann var sá sem tengdi Hilmar Árna inn í leikinn og lét hlutina tikka í Stjörnuliðinu. HK liðið pressaði hátt, einkum í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik en það var engin leið fyrir þá að vinna boltann af Alex Þór, sem passaði vel uppá boltann og var stöðugt að tengja við meðspilara sína.
Stjörnuliðið reyndi markvisst að byggja upp spil úr öftustu línu. Hafentarnir leituðu mikið að djúpu miðjumönnunum sem voru gríðarlega öruggir á boltann. Alex Þór var hreint út sagt frábær í þessum leik og hefur alveg gríðarlega þroskaða ákvarðanatöku fyrir svo ungan leikmann. Hann var sá sem tengdi Hilmar Árna inn í leikinn og lét hlutina tikka í Stjörnuliðinu. HK liðið pressaði hátt, einkum í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik en það var engin leið fyrir þá að vinna boltann af Alex Þór, sem passaði vel uppá boltann og var stöðugt að tengja við meðspilara sína.
HK
HK-liðið spilaði nánast sama kerfi og Stjörnuliðið en aðeins ólíkar áherslur í spilinu gerðu það að verkum að það leit oftar út sem 4-4-1-1 heldur en 4-2-3-1. Í markinu var Sigurður og fyrir framan hann voru Birkir Valur í hægri bakverði, Guðmundur Þór og Leifur í hafsentum og Hörður í vinstri bakverðinum. Á miðri miðjunni var Ásgeir Börkur meira sem 6-a og Atli Arnarson meira sem 8 og Arnþóri Ara var ætlað að stíga ofar með senternum varnarlega og finna svæði milli lína hjá Stjörnunni. Á köntunum voru Birnir Snær og Valgeir. Fremstur var Bjarni Gunnars. En hann meiddist snemma leiks og leysti Jón Arnar Barðdal hann af.
Sóknarlega saknaði HK-liðið mikið þeirra gæða sem Ásgeir Marteins. og Bjarni Gunnars færa liðinu. Liðinu tókst ekki að skapa mikið af góðum stöðum, flest skot þeirra voru fyrir utan teig og úr þannig stöðu að þau ógnuðu Haraldi takmarkað.
HK-liðið spilaði nánast sama kerfi og Stjörnuliðið en aðeins ólíkar áherslur í spilinu gerðu það að verkum að það leit oftar út sem 4-4-1-1 heldur en 4-2-3-1. Í markinu var Sigurður og fyrir framan hann voru Birkir Valur í hægri bakverði, Guðmundur Þór og Leifur í hafsentum og Hörður í vinstri bakverðinum. Á miðri miðjunni var Ásgeir Börkur meira sem 6-a og Atli Arnarson meira sem 8 og Arnþóri Ara var ætlað að stíga ofar með senternum varnarlega og finna svæði milli lína hjá Stjörnunni. Á köntunum voru Birnir Snær og Valgeir. Fremstur var Bjarni Gunnars. En hann meiddist snemma leiks og leysti Jón Arnar Barðdal hann af.
Sóknarlega saknaði HK-liðið mikið þeirra gæða sem Ásgeir Marteins. og Bjarni Gunnars færa liðinu. Liðinu tókst ekki að skapa mikið af góðum stöðum, flest skot þeirra voru fyrir utan teig og úr þannig stöðu að þau ógnuðu Haraldi takmarkað.
Sé sóknaruppbygging HK skoðuð og hún borin saman við Stjörnunnar sést grundvallarmunur á henni. HK-liðið hefur ekki eiginlegan leikstjórnanda á miðjunni og fáar tengingar þar í gegn. Þeirra helstu tengingar voru hægra megin í gegnum Birki Val og Valgeir. Þetta er til marks um það hversu mikilvægur Valgeir er orðinn HK-liðinu og hversu mikið samherjar hans treysta honum.
Vinstri vængurinn hjá HK-liðinu var nær ónotaður sem uppspilskostur, heldur var boltanum skipt yfir á vinstri kantinn og Birni ætlað að skapa þannig með knattraki inn á völlinn og koma sér í skotstöðu.
Leikurinn sjálfur:
Byrjun leiksins var nokkuð fjörleg og HK-liðið ætlaði sér greinilega að koma í veg fyrir að Stjörnuliðið næði takti í sinn leik. Leikurinn var í góðu jafnvægi og HK-liðið leit mjög vel. Framfarir liðsins frá síðustu leiktíð eru miklar og nú ræður liðið betur við að spila opna leiki í efstu deild. En til þess að spila opna leiki gegn liðum sem eru jafnsterk eða sterkari þarf mikinn aga og einbeitingu. Bæði þessi element skorti hjá HK þegar rúmlega 10 mínútur voru liðnar og þeir unnu illa úr sóknarstöðu sem leiddi til þess að Stjörnuliðið kom Hilmari Árna á boltann í skyndisóknarstöðu og hann hafði Guðjón Baldvinsson fyrir framan sig sem hafði úr nægu plássi að moða. Niðurstaðan var gott skyndisóknarmark Stjörnunnar úr erfiðri stöðu. Eftir markið spilaði HK-liðið af miklum krafti en náðu ekki að skapa alvörufæri fyrr en á 31. mínútu þegar Arnþór komst í góða skotstöðu og Haraldur varði vel, úr varð horn þar sem HK-liðið nýtti sér mistök Haraldar og jafnaði metin.
Byrjun leiksins var nokkuð fjörleg og HK-liðið ætlaði sér greinilega að koma í veg fyrir að Stjörnuliðið næði takti í sinn leik. Leikurinn var í góðu jafnvægi og HK-liðið leit mjög vel. Framfarir liðsins frá síðustu leiktíð eru miklar og nú ræður liðið betur við að spila opna leiki í efstu deild. En til þess að spila opna leiki gegn liðum sem eru jafnsterk eða sterkari þarf mikinn aga og einbeitingu. Bæði þessi element skorti hjá HK þegar rúmlega 10 mínútur voru liðnar og þeir unnu illa úr sóknarstöðu sem leiddi til þess að Stjörnuliðið kom Hilmari Árna á boltann í skyndisóknarstöðu og hann hafði Guðjón Baldvinsson fyrir framan sig sem hafði úr nægu plássi að moða. Niðurstaðan var gott skyndisóknarmark Stjörnunnar úr erfiðri stöðu. Eftir markið spilaði HK-liðið af miklum krafti en náðu ekki að skapa alvörufæri fyrr en á 31. mínútu þegar Arnþór komst í góða skotstöðu og Haraldur varði vel, úr varð horn þar sem HK-liðið nýtti sér mistök Haraldar og jafnaði metin.
Eftir jöfnunarmarkið gáfu Stjörnumenn aðeins í og færðu sig ofar á völlinn og sköpuðu nokkrum sinnum usla í markteig HK. Þá voru það einkum Guðjón og Hilmar Árni sem voru hættulegir. Þegar HK-liðið hélt að það væri búið að klára hálfleikinn refsuðu Stjörnumenn þeim. Eftir aukaspyrnu Hilmars Árna. Annars var lítið um góð marktækifæri í leiknum og fjöldi marka endurspeglaði ekki alveg góðan sóknarleik.
Alex Þór var mjög áberandi í uppspili Stjörnuliðsins og er gríðarlega spennandi miðjumaður. Sennilega sá miðjumaður sem kemst næst spænska skólanum. Enginn leikmaður á vellinum komst nálægt honum í fjölda né gæðum sendinga.
Eitt besta dæmið um gæði sendinga Alex Þórs kom mjög snemma leiks. Stjörnumenn hefja uppspil sitt með hafsentana djúpt og Daníel leggur af stað með boltann. Bakverðir ýta hátt og miðjumenn detta gjarnan út í millisvæðin.
Eitt besta dæmið um gæði sendinga Alex Þórs kom mjög snemma leiks. Stjörnumenn hefja uppspil sitt með hafsentana djúpt og Daníel leggur af stað með boltann. Bakverðir ýta hátt og miðjumenn detta gjarnan út í millisvæðin.
Hafsent tengir upp um línu á Hilmar Árna sem hefur komið niður til að tengja spil. Hilmar Árni færir boltann yfir á Alex Þór og Heiðar heldur hámarksvídd.
Alex Þór tekur eina snertingu og Guðjón Bald. Áttar sig strax á hvað er að fara að gerast og rykkir á blindu hlið Leifs í öftustu línu HK.
Sem gerir það að verkum að hann hefur nóg pláss fyrir framan hafsentinn til að taka á móti boltanum. En það sem er athyglivert við þessa sendingu er að þetta er sennilega um 25-30 metra sending sem er föst og boltinn skríður með grasinu alla leið. Það þarf framúrskarandi spyrnutækni til að skila þessum bolta svona vel inn í þetta svæði og þessi eina sending klippti 6 leikmenn HK úr leik. Gæði skorti í úrvinnsluna hjá Stjörnunni en þau skorti svo sannarlega ekki í þátt Alex Þórs í þessu mómenti. Þarna fóru saman tækni og leikskilningur.
Alex Þór er ekki bara góður að tengja spil heldur les hann leikinn vel, heldur einbeitingu vel og þess vegna skýlir hann vörninni áberandi vel. En Alex Þór og Eyjólfur unnu boltann báðir 19 sinnum eftir að HK-liðið hreinsaði eða reyndi að tengja spil. Fróðlegt að svo sé því annars vegar er um margreyndan leikmann að ræða 35 ára gamlan fyrrum atvinnumann og landsliðsmann. Hins vegar er um að ræða 21 árs gamlan leikmann sem er að hefja sitt fjórða tímabil í efstu deild sem lykilmaður og er byrjaður að banka á landsliðsdyrnar. Spurningin er aðeins hvenær rétt er fyrir Alex Þór að taka næsta skref á sínum ferli.
Það sem er kannski athygliverðara eru áhrif Ólafs Jóhannessonar á leikstíl Stjörnuliðsins sem líklega hentar Alex Þór mjög vel. Liðið er það sem af er þessarar leiktíðar að leika um það bil 20% fleiri sendingum að meðaltali í leikjum sínum og hlutfall heppnaðra sendinga er hærra en á síðustu leiktíð. Lítið er búið af mótinu en Stjörnuliðið er að skapa og skora meira og heilt yfir stýra leikjum sínum það sem af er betur en á síðustu leiktíð.
Skiptingar:
Breytingar Stjörnunnar innan leiksins voru meira til að fríska uppá liðið til að loka leiknum frekar en að breyta leikskipulaginu. Allar breytingar á HK-liðinu voru innan leikkerfisins og höfðu þær takmörkuð áhrif á þróun leiksins.
Breytingar Stjörnunnar innan leiksins voru meira til að fríska uppá liðið til að loka leiknum frekar en að breyta leikskipulaginu. Allar breytingar á HK-liðinu voru innan leikkerfisins og höfðu þær takmörkuð áhrif á þróun leiksins.
Mikilvægustu atvik leiksins:
Fyrsta markið braut ísinn og var skýrt merki Stjörnumanna til HK-inga að þeir þyrftu að hafa gæði og einbeitingu í öllum sínum aðgerðum.
Eftir færslu á boltanum leggur Birnir til atlögu einn gegn fimm Stjörnumönnum sem var ekkert sérstök ákvörðun.
Fyrsta markið braut ísinn og var skýrt merki Stjörnumanna til HK-inga að þeir þyrftu að hafa gæði og einbeitingu í öllum sínum aðgerðum.
Eftir færslu á boltanum leggur Birnir til atlögu einn gegn fimm Stjörnumönnum sem var ekkert sérstök ákvörðun.
Eftir smá hnoð vinna Stjörnumenn boltann og Þorsteinn spilar boltanum strax í svæði á Hilmar Árna sem lúrði í svæðinu til að geta komið skyndisókn af stað. Sölvi er staddur við D-bogann á þessu andartaki og Þorsteinn kominn niður hjálpa bakverðinum. Hilmar Árni varð eftir í millisvæðinu sem skyndisóknar trigger.
Ásgeir Börkur var alltof langt frá Hilmari Árna þegar boltinn tapaðist þar sem hann var langhættulegasti maðurinn í þessum aðstæðum og nokkurn tíma tók fyrir Birni að tapa boltanum. Hilmar Árni hafði nægan tíma á boltanum.
Guðmundur ætlaði sér að spila Guðjón rangstæðan en Hilmar Árni spilar boltanum á hárréttum tíma og Guðjón tímasetur hlaup sitt vel.
HK-liðið er nokkuð vel staðsett til að takast á við þessar aðstæður og ekki auðvelt fyrir Stjörnumenn að skora úr þessari stöðu. En Sölvi hafði keyrt upp á fullri ferð til að styðja við Guðjón. Guðjón var búinn að sjá Sölva í hlaupinu og það sem mikilvægara var að hann var búinn að átta sig á því að hann var í engri stöðu til að skjóta á markið.
Guðjón leggur boltann út í svæðið fyrir Sölva og Sigurður nær ekki að leiðrétta stöðu sína svo hratt í marki HK. Sölvi gerir ákaflega vel í því að að vera yfirvegaður og reyna bara að stýra boltanum á markið í stað þess að reyna að skjóta mjög fast.
Boltinn fer hnitmiðað í hliðarnetið fjær án þess að Sigurður eigi möguleika á að ná til boltans. Gríðarlegur hraði og gæði í þessari sókn. Niðurstaðan mark úr ákaflega erfiðri stöðu 12 sekúndum eftir að boltinn vannst í vítateig Stjörnunnar.
Mikilvægustu atvik leiksins:
Leikurinn hafði verið nokkuð í járnum eftir að HK jafnaði leikinn og því var mikilvægt fyrir HK að klára hálfleikinn með jafna stöðu. Það hefði trúlega gefið þeim tækifæri til að uppfæra leikáætlun sína eftir að hafa misst Bjarna af velli og nýta skyndisóknar eiginleika Valgeirs og Birnis meira. En undir lok hálfleiksins fær Stjarnan aukaspyrnu.
Hilmar Árni tekur spyrnuna sem greinilega var þaulæfð því Eyjólfur kemur úr dýpinu, hann sést ekki á þessari mynd, á fjærsvæðið þar sem markmaðurinn mun ekki koma út.
Leikurinn hafði verið nokkuð í járnum eftir að HK jafnaði leikinn og því var mikilvægt fyrir HK að klára hálfleikinn með jafna stöðu. Það hefði trúlega gefið þeim tækifæri til að uppfæra leikáætlun sína eftir að hafa misst Bjarna af velli og nýta skyndisóknar eiginleika Valgeirs og Birnis meira. En undir lok hálfleiksins fær Stjarnan aukaspyrnu.
Hilmar Árni tekur spyrnuna sem greinilega var þaulæfð því Eyjólfur kemur úr dýpinu, hann sést ekki á þessari mynd, á fjærsvæðið þar sem markmaðurinn mun ekki koma út.
Varnarmenn HK eru ekki nægjanlega vel á tánum í dekkningum sínum en varnarmaðurinn fjærst áttar sig á hvað er að fara að gerast en of seint. Eyjólfur er búinn að ná forskoti og þeir ná honum ekki úr þessu. Boltinn er fastur og góður akkúrat inn í svæðið fyrir Eyjólf.
Eyjólfur leggur boltann til baka í teiginn á Daníel sem var greinilega undirbúinn að gera árás í svæðið.
Mikilvægustu atvik leiksins:
HK byrjaði síðari hálfleikinn nokkuð sterkt og voru að ná fótfestu í leiknum þegar Stjörnumenn létu aftur reyna á einbeitingu HK í eigin vítateig.
Heiðar Ægisson keyrir á Hörð vinstri bakvörð HK og ógnar með fyrirgjöf. Varnarlína HK er nokkuð vel skipulögð en Guðmundur hefði mátt vera aðeins meira miðsvæðis. Boltinn fer í Hörð og breytir aðeins um stefnu.
HK byrjaði síðari hálfleikinn nokkuð sterkt og voru að ná fótfestu í leiknum þegar Stjörnumenn létu aftur reyna á einbeitingu HK í eigin vítateig.
Heiðar Ægisson keyrir á Hörð vinstri bakvörð HK og ógnar með fyrirgjöf. Varnarlína HK er nokkuð vel skipulögð en Guðmundur hefði mátt vera aðeins meira miðsvæðis. Boltinn fer í Hörð og breytir aðeins um stefnu.
Við það svífur boltinn yfir hafsent númer 1, Leif, og dettur inn í svæðið á milli hafsentana. Þorsteinn skallar að marki og boltinn fer í stöngina og Sigurður gerir vel í því að ná að komast í boltann og ná að blaka honum frá því þetta gerist mjög hratt og erfitt er að lesa flugið á boltanum þegar hann breytir svona um stefnu.
Fyrir vikið er Guðjón á undan í boltann og nær skoti að marki úr þröngri stöðu, skotið fer í Birki Val og boltinn skoppar yfir Sigurð í markinu hjá HK.
Niðurstaðan:
Stjörnuliðið er komið á ferðina aftur og ætlar sér augljóslega að vera í toppbaráttunni og fáir hafa meiri reynslu af toppbaráttu en Ólafur Jóhannesson. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig liðið þróast eftir því sem líður á tímabilið og fróðlegt verður að sjá hvaða hlutverk þjálfarateymi Stjörnunnar ætlar Guðjóni Pétri. Jafnvægið á miðjunni var mjög gott með þá Eyjólf og Alex Þór og trúlega er Hilmar Árni einn allra mest skapandi miðjumaður deildarinnar. Liðið fer næst uppá Skaga og leikur svo gegn Víkingum. Þessir leikir munu væntanlega vera ólíkir því Skagaliðið og Víkingsliðið eru mjög ólík í nálgun sinni á leikinn og mjög frábrugðin HK-liðinu.Fróðlegt verður að sjá hvernig Stjörnuliðinu gengur að ná í gegn með uppspil sitt gegn þeim.
Stjörnuliðið er komið á ferðina aftur og ætlar sér augljóslega að vera í toppbaráttunni og fáir hafa meiri reynslu af toppbaráttu en Ólafur Jóhannesson. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig liðið þróast eftir því sem líður á tímabilið og fróðlegt verður að sjá hvaða hlutverk þjálfarateymi Stjörnunnar ætlar Guðjóni Pétri. Jafnvægið á miðjunni var mjög gott með þá Eyjólf og Alex Þór og trúlega er Hilmar Árni einn allra mest skapandi miðjumaður deildarinnar. Liðið fer næst uppá Skaga og leikur svo gegn Víkingum. Þessir leikir munu væntanlega vera ólíkir því Skagaliðið og Víkingsliðið eru mjög ólík í nálgun sinni á leikinn og mjög frábrugðin HK-liðinu.Fróðlegt verður að sjá hvernig Stjörnuliðinu gengur að ná í gegn með uppspil sitt gegn þeim.
HK-liðið hefur tekið miklum framförum en saknar illilega Ásgeirs og Bjarna sóknarlega. Liðið er yfirleitt mjög þétt varnarlega og hættulegt í skyndisóknum en því gengur ekki vel að stýra leikjum með boltanum. Mjög erfiðir leikir gegn Breiðablik og Fylki bíða HK-liðsins og mikilvægt er fyrir liðið að koma vel út úr þessum leikjum því að öðrum kosti bíður þeirra blóðug fallbarátta þar innbyrðis viðureignir við Gróttu og Fjölni munu ráða miklu.
Athugasemdir