Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar, mun í sumar leikgreina leiki í Pepsi Max-deildinni fyrir Fótbolta.net. Hér er skýrsla hans um stórleik leik Breiðabliks og ÍA. Skýrslan er gerð með hjálp Wyscout sem hjálpar liðum í Pepsi Max og Lengjudeildinni við leikgreiingar.
Sjá einnig:
Leikurinn: Breyttur leikstíll Stjörnunnar - Uppskrift árangurs? (Stjarnan - HK)
Leikurinn - Ekki mæta með hníf í byssubardaga (Breiðablik - KR)
Leikurinn - Með sýnikennslu í rebba-fræðum (Breiðablik - FH)
Leikurinn - Tuttugu og fimm mínútna taktísk veisla í farangrinum (KR - Víkingur)
Leikurinn - Óreyndir og óheppnir Gróttumenn og hverjir eru styrkleikar Fylkis?
Leikurinn - Ólíkar leikáætlanir (FH-ÍA)
Leikurinn - Arnþór svipti Patrick plássi og tíma (Valur-KR)
Liðsuppstillingar og áherslur
Breiðablik
Óskar Hrafn stillti Blikaliðinu upp í sínu eftirlætisleikkerfi 3-5-2. Með Mikkelsen fremstan og Kristinn Steindórsson sem fljótandi leikstjórnandi og náðu Skagamenn ekki að klukka KS í fyrri hálfleiknum. Kristinn er framúrskarandi fótboltamaður sem þrífst ákaflega vel á því flæði sem nú einkennir lið Blikanna. Því þarf það ekki að koma sérstaklega á óvart að hann blómstri í liði sem spilar fótbolta og byggir mikið á samvinnu leikmanna liðsins.
Gísli Eyjólfs og Andri Yeoman komu inn á miðjuna með Alexander og þeir pökkuðu miðjunni saman í þessu leik. Hlutverk Andra var að lesa leikinn og koma spilinu í gang. Gísli var mjög beittur sóknarlega og Alexander er mjög kröftugur og var alveg svakalega áberandi í pressu Blikanna.Höskuldur og Kwame voru á köntunum og ógnuðu mikið sóknarlega en munurinn var sá að ákvarðanataka Höskuldar er margfalt betri en ákvarðanataka Kwame sem ógnaði nokkuð oft en skilaði liðinu nákvæmlega engu.
Varnarþrenninguna skipuðu þeir Damir, Elfar og Róbert Orri. Anton Ari var síðan í markinu.
Mikill kraftur og einbeiting var í Blikaliðinu í upphafi leiks og kafsigldu þeir Skagamenn í fyrri hálfleiknum. Leikstíll Blikanna gengur mikið út á að færa boltann til í öftustu línu og búa þannig til opnanir inn á miðjunni. Mikið pláss var á milli lína inn á miðjunni hjá Skagamönnum og þar fundu einkum Kristinn og Gísli mikið pláss. Gísli og Höskuldur herjuðu mikið á hægri bakvörð ÍA með samvinnu sinni. Hinum megin fór Kwame gegn vinstri bakverði ÍA.
Breiðablik
Óskar Hrafn stillti Blikaliðinu upp í sínu eftirlætisleikkerfi 3-5-2. Með Mikkelsen fremstan og Kristinn Steindórsson sem fljótandi leikstjórnandi og náðu Skagamenn ekki að klukka KS í fyrri hálfleiknum. Kristinn er framúrskarandi fótboltamaður sem þrífst ákaflega vel á því flæði sem nú einkennir lið Blikanna. Því þarf það ekki að koma sérstaklega á óvart að hann blómstri í liði sem spilar fótbolta og byggir mikið á samvinnu leikmanna liðsins.
Gísli Eyjólfs og Andri Yeoman komu inn á miðjuna með Alexander og þeir pökkuðu miðjunni saman í þessu leik. Hlutverk Andra var að lesa leikinn og koma spilinu í gang. Gísli var mjög beittur sóknarlega og Alexander er mjög kröftugur og var alveg svakalega áberandi í pressu Blikanna.Höskuldur og Kwame voru á köntunum og ógnuðu mikið sóknarlega en munurinn var sá að ákvarðanataka Höskuldar er margfalt betri en ákvarðanataka Kwame sem ógnaði nokkuð oft en skilaði liðinu nákvæmlega engu.
Varnarþrenninguna skipuðu þeir Damir, Elfar og Róbert Orri. Anton Ari var síðan í markinu.
Mikill kraftur og einbeiting var í Blikaliðinu í upphafi leiks og kafsigldu þeir Skagamenn í fyrri hálfleiknum. Leikstíll Blikanna gengur mikið út á að færa boltann til í öftustu línu og búa þannig til opnanir inn á miðjunni. Mikið pláss var á milli lína inn á miðjunni hjá Skagamönnum og þar fundu einkum Kristinn og Gísli mikið pláss. Gísli og Höskuldur herjuðu mikið á hægri bakvörð ÍA með samvinnu sinni. Hinum megin fór Kwame gegn vinstri bakverði ÍA.
Eins og sjá má héldu Blikarnir veislu sóknarlega úti vinstra megin frá sér séð. Höskuldur og Gísli ná einstaklega vel saman í spilinu. Þeir þurfa ekki mikið pláss til vinna með. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með Gísla í því að veiða menn inn og spila síðan framhjá þeim og fara á blindu hlið þeirra. Tæknileg gæði þurfa vissulega að vera til staðar en það sem mikilvægara er að tilfinningin fyrir tímasetningum þarf að ákaflega góð. Að hægja niður, veiða andstæðinginn inn og síðan sprengja upp. Ekki margir leikmenn í Pepsi Max-deildinni með þessa eiginleika.
ÍA
Jóhannes Karl byrjaði í 4-3-3- og virtist leggja upp með að freista þess komast aftur fyrir dekkarana í Blika liðinu Róbert Orra og Damir. Fyrstu 7-10 mínúturnar í fyrri hálfleik voru í raun besti hluti leiksins hjá þeim. En eftir það tókst þeim ekki að koma neinu spili í gang.
Árni Snær var í markinu og fyrir framan hann voru Aron Kristófer í vinstri bakverðinum sem átti í miklum vandræðum með Kwame en sem betur fer fyrir hann herjuðu Blikarnir meira á Jón Gísla hægri bakvörð. Í miðvörðunum voru svo Marcus og Óttar Bjarni í upphafi leiks.
Á miðjunni var Hlynur djúpur með þá Stefán Teit og Sindra Snæ fyrir framan sig. Mikið bil var milli lína hjá Skagamönnum varnarlega og komust Blikarnir ítrekað í svæðin milli varnar og miðju, einkum í fyrri hálfleiknum. Á vængjunum voru Viktor og Brynjar. Fremstur var Tryggvi Hrafn og komst hann aldrei í takt við leikinn, enda fékk hann boltann 8 sinnum í leiknum og átti 12 sendingar á þessum 96 mínútum. Skagamönnum gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Beinagrindin þegar þeir voru að byrja spil var óskýr og sendingaleiðirnar líklega ekki skilgreindar því varnarmönnum Skagamanna tókst sárasjaldan að koma boltanum á miðjumennina. Sterkustu leikmenn Skagamanna eru góðir í fótbolta og sóknarlega þrífast þeir á flæði og ekkert flæði var í spili Skagamanna í þessum leik. Þetta virtist skapa pirring innan liðsins því Skagamenn virtust eiga í vandræðum með að sætta sig við að vera svo lítið með boltann.
Jóhannes Karl byrjaði í 4-3-3- og virtist leggja upp með að freista þess komast aftur fyrir dekkarana í Blika liðinu Róbert Orra og Damir. Fyrstu 7-10 mínúturnar í fyrri hálfleik voru í raun besti hluti leiksins hjá þeim. En eftir það tókst þeim ekki að koma neinu spili í gang.
Árni Snær var í markinu og fyrir framan hann voru Aron Kristófer í vinstri bakverðinum sem átti í miklum vandræðum með Kwame en sem betur fer fyrir hann herjuðu Blikarnir meira á Jón Gísla hægri bakvörð. Í miðvörðunum voru svo Marcus og Óttar Bjarni í upphafi leiks.
Á miðjunni var Hlynur djúpur með þá Stefán Teit og Sindra Snæ fyrir framan sig. Mikið bil var milli lína hjá Skagamönnum varnarlega og komust Blikarnir ítrekað í svæðin milli varnar og miðju, einkum í fyrri hálfleiknum. Á vængjunum voru Viktor og Brynjar. Fremstur var Tryggvi Hrafn og komst hann aldrei í takt við leikinn, enda fékk hann boltann 8 sinnum í leiknum og átti 12 sendingar á þessum 96 mínútum. Skagamönnum gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Beinagrindin þegar þeir voru að byrja spil var óskýr og sendingaleiðirnar líklega ekki skilgreindar því varnarmönnum Skagamanna tókst sárasjaldan að koma boltanum á miðjumennina. Sterkustu leikmenn Skagamanna eru góðir í fótbolta og sóknarlega þrífast þeir á flæði og ekkert flæði var í spili Skagamanna í þessum leik. Þetta virtist skapa pirring innan liðsins því Skagamenn virtust eiga í vandræðum með að sætta sig við að vera svo lítið með boltann.
Eftir um 20 mínútna leik rétt eftir að Blikarnir komast í 2-0 brá Jóhannes Karl á það ráð að breyta í 5-4-1 til að reyna að stoppa í götin í öftustu línu. En við það versnaði staðan bara. Blikarnir voru 72% með boltann á þeim kafla í fyrri hálfleiknum og gengu í raun frá leiknum.
Í hálfleik breyttu Skagamenn aftur um kerfi í stöðunni 4-1 og færðu sig aftur í 4-3-3 en færðu Lars upp á miðjuna í stað Hlyns. Þeim gekk betur þá að keppa við Blikana.
Leikurinn sjálfur
Blikarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og það var augljóst frá fyrsta flauti að þeir ætluðu sér að svara þeirri gagnrýni sem beinst hafði að þeim með afgerandi hætti. Þeir byrjuðu strax að ógna marki Skagamanna með skotum og pressuðu um allan völl. Stöðulegir yfirburðir Blikanna voru gríðarlega miklir út á vellinum, einkum í fyrri hálfleiknum, einn megin styrkleiki 3-5-2 kerfisins er hversu þægilegt er að halda boltanum í milliblokkinni. Ástæðan er einkum sú að vængbakverðirnir lenda í millisvæði milli kantmanns og bakvarðar þegar spilað er 4-3-3 líkt og Skagamenn gerðu. Ennfremur þegar búið er að halda boltanum í dágóða stund og pressa andstæðinginn aftur lenda kantmennirnir oftar en ekki sem bakverðir og skyndisóknar möguleikar varnarliðsins, sem sagt ÍA, verða takmarkaðir. Það var einkum þetta sem gerðist í leiknum og var sú þraut sem Skagamenn náðu ekki að leysa.
Í uppspili Skagamanna náðu þeir ekki að láta boltann flæða milli kanta, sem gerði færsluna varnarlega í 3-5-2 kerfinu fyrir Blikana mjög auðvelda. Besta leiðin er trúlega sú að byrja spilið mjög aftarlega, bæði með hafsentana og bakverðina og draga Blikana ofar í pressunni. Þá myndast pláss fyrir aftan öftustu línu Blikanna og það sem mikilvægara er að ef vængbakverðirnir koma upp til að pressa þá opnast vænlegt svæði aftan við þá. Skagamenn náðu hins vegar aldrei að ógna marki Blikanna með samleik eða skyndisóknum í leiknum. Skagamenn skoruðu vissulega þrjú mörk sem var hreint út sagt ótrúlegt og hlýtur að vera talsvert áhyggjuefni fyrir Blikana því Skagamenn sköpuðu varla færi allan leikinn. 1.markið kom úr víti í kjölfar langs innkasts, 2.markið kom eftir horn og 3.markið kom eftir mistök Antons Ara með boltann í eigin markteig. Það sem verður kannski áhyggjuefni fyrir ÍA er að Viktor meiddist, virtist togna illa á ökkla, því Viktor fékk vítið, Viktor truflaði Elfar í horninu þegar Hlynur lúrði á fjærstönginni og skoraði. Auk þess sem Viktor skoraði þriðja mark Skagamanna með því að stela boltanum af Antoni Ara.
Blikarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og það var augljóst frá fyrsta flauti að þeir ætluðu sér að svara þeirri gagnrýni sem beinst hafði að þeim með afgerandi hætti. Þeir byrjuðu strax að ógna marki Skagamanna með skotum og pressuðu um allan völl. Stöðulegir yfirburðir Blikanna voru gríðarlega miklir út á vellinum, einkum í fyrri hálfleiknum, einn megin styrkleiki 3-5-2 kerfisins er hversu þægilegt er að halda boltanum í milliblokkinni. Ástæðan er einkum sú að vængbakverðirnir lenda í millisvæði milli kantmanns og bakvarðar þegar spilað er 4-3-3 líkt og Skagamenn gerðu. Ennfremur þegar búið er að halda boltanum í dágóða stund og pressa andstæðinginn aftur lenda kantmennirnir oftar en ekki sem bakverðir og skyndisóknar möguleikar varnarliðsins, sem sagt ÍA, verða takmarkaðir. Það var einkum þetta sem gerðist í leiknum og var sú þraut sem Skagamenn náðu ekki að leysa.
Í uppspili Skagamanna náðu þeir ekki að láta boltann flæða milli kanta, sem gerði færsluna varnarlega í 3-5-2 kerfinu fyrir Blikana mjög auðvelda. Besta leiðin er trúlega sú að byrja spilið mjög aftarlega, bæði með hafsentana og bakverðina og draga Blikana ofar í pressunni. Þá myndast pláss fyrir aftan öftustu línu Blikanna og það sem mikilvægara er að ef vængbakverðirnir koma upp til að pressa þá opnast vænlegt svæði aftan við þá. Skagamenn náðu hins vegar aldrei að ógna marki Blikanna með samleik eða skyndisóknum í leiknum. Skagamenn skoruðu vissulega þrjú mörk sem var hreint út sagt ótrúlegt og hlýtur að vera talsvert áhyggjuefni fyrir Blikana því Skagamenn sköpuðu varla færi allan leikinn. 1.markið kom úr víti í kjölfar langs innkasts, 2.markið kom eftir horn og 3.markið kom eftir mistök Antons Ara með boltann í eigin markteig. Það sem verður kannski áhyggjuefni fyrir ÍA er að Viktor meiddist, virtist togna illa á ökkla, því Viktor fékk vítið, Viktor truflaði Elfar í horninu þegar Hlynur lúrði á fjærstönginni og skoraði. Auk þess sem Viktor skoraði þriðja mark Skagamanna með því að stela boltanum af Antoni Ara.
Mikið tempó var í pressu Blikanna og þar fór Alexander Helgi mikinn, steig upp af miðjunni og setti stöðugt pressu á öftustu línu og miðjumenn ÍA. Skagamenn fengu engan tíma á boltanum og sóttu stöðugt inn í svæðin sem Blikarnir lokuðu sem auðveldaði Blikunum að trufla samleik þeirra. PPDA mælikvarðinn sýnir glögglega hversu mikill munur var á þessum þætti leiksins í fyrri hálfleiknum. En í byrjun síðari hálfleiksins komu Skagamenn eins og særð ljón út í leikinn og náðu að trufla Blikana og hrista upp í leiknum.
Blikarnir héldu boltanum mun betur allan leikinn en það er ekki nóg, það verður að skora og skapa þegar maður er með boltann.
Blikarnir voru hreint út sagt frábærir í því í fyrri hálfleiknum. Spiluðu að miklum krafti og einbeitingin var miki. En einbeiting þeirra sóknarlega í síðari hálfleiknum var mun lakari og þeir fóru illa með hverja sóknarstöðuna á fætur annarri. Einkum Kwame, sem hefði átt að skora eða skapa 2-3 mörk að lágmarki. Kæruleysi myndaðist í spilinu og þar vóg þungt að Blikarnir hættu að finna Kristinn Steindórsson. Hann datt alveg út úr leiknum í síðari hálfleiknum.
Það sem var kannski skrýntast voru ummæli þjálfara Skagamanna um að fáir hafi kjark til að spila fótbolta og pressa gegn Blikunum á Kópavogsvelli. Séu sendingamynstrin borin saman sést að takturinn í leik liðanna er gjörólíkur ennfremur að einungis Grótta var með færri pressumóment (PPDA) en ÍA á Kópavogsvelli á þessari leiktíð.
Uppspil Blikanna er skemmtilegt og það þarf að nálgast pressuna mjög kerfisbundið og skerpa á samvinnu allra lína til að geta stöðvað uppspil þeirra.
Dekkarar koma inn í markteig, sweeper-inn Elfar ýtir upp og spilar sem djúpur miðjumaður og Andri Yeoman er síðan bjóða sig einni línu hærra. Miðjumennirnir Gísli og Alexander fara hærra til að búa til pláss fyrir framan sig. Vængbakverðir fara alveg upp og pinna aftur öftustu línu ásamt senterum. Þarna byrjar mómentið með því að Anton spilar á Róbert sem spilar strax til baka á Anton.
Tryggvi Hrafn leggur af stað í pressuna en lokar ekki sendingaleiðinni á Róbert sem er vinstra megin og því getur Anton valið hvað hann vill gera. Ef hann hefði lokað á vinstri dekkarann og þvingað Anton til að spila á Damir hefðu Skagamenn verið komnir með yfirhöndina því þá getur hann lokað sendingarleiðinni og pressað Damir. Þannig hefðu Skagamenn getað lokað meira en helmingi vallarins og byrjað að yfirhlaða hægri væng Blikanna.
Dekkarar koma inn í markteig, sweeper-inn Elfar ýtir upp og spilar sem djúpur miðjumaður og Andri Yeoman er síðan bjóða sig einni línu hærra. Miðjumennirnir Gísli og Alexander fara hærra til að búa til pláss fyrir framan sig. Vængbakverðir fara alveg upp og pinna aftur öftustu línu ásamt senterum. Þarna byrjar mómentið með því að Anton spilar á Róbert sem spilar strax til baka á Anton.
Tryggvi Hrafn leggur af stað í pressuna en lokar ekki sendingaleiðinni á Róbert sem er vinstra megin og því getur Anton valið hvað hann vill gera. Ef hann hefði lokað á vinstri dekkarann og þvingað Anton til að spila á Damir hefðu Skagamenn verið komnir með yfirhöndina því þá getur hann lokað sendingarleiðinni og pressað Damir. Þannig hefðu Skagamenn getað lokað meira en helmingi vallarins og byrjað að yfirhlaða hægri væng Blikanna.
Vegna þess að upphafsmómentið er rangt hjá Skagamönnum eru þeir búnir að tapa þessari baráttu. Bara mistök hjá Blikunum geta núna komið í veg fyrir að þeir komist fram völlinn. Róbert leggur af stað og Elfar er tilbúinn að flytja boltann lengra. Róbert spilar á Elfar sem snýr og þræðir boltann út á Gísla sem hefur mikið pláss að vinna með því vængbakverðir Blikanna eru hátt.
Gísli hefur mikil gæði á boltanum og á í engum vandræðum með að snúa þrátt fyrir að vera með mann í sér.
Gísli þræðir boltann áfram á Kristinn sem nær að snúa vandræðalítið og Blikarnir eru komnir á fulla ferð og fimm leikmenn Skagamanna eru úr leik varnarlega.
Alexander tekur góða ákvörðun og reynir að þræða boltann í fyrsta á Mikkelsen en það vantar örlítið uppá nákvæmnina/viðbragð Mikkelsen og boltinn endar hjá Árna í marki ÍA. En á 15 sekúndum frá því boltinn byrjaði í markteig ÍA eru Blikarnir komnir upp að vítateig ÍA án þess að hafa verið klukkaðir.
Í þessu felast styrkleikar Blikanna og þarna kristallast svolítið upplegg Óskars Hrafns. Að tæma og nýta pláss til að þræða boltann inn í. Því þarf pressan að vera mjög vel útfærð til að stöðva Blikanna í kjölfar markspyrna. Það hlýtur að vera skemmtileg áskorun fyrir þjálfarana í deildinni að takast á við þessa ákaflega vel útfærðu nálgun Óskars á markspyrnur.
Í þessu felast styrkleikar Blikanna og þarna kristallast svolítið upplegg Óskars Hrafns. Að tæma og nýta pláss til að þræða boltann inn í. Því þarf pressan að vera mjög vel útfærð til að stöðva Blikanna í kjölfar markspyrna. Það hlýtur að vera skemmtileg áskorun fyrir þjálfarana í deildinni að takast á við þessa ákaflega vel útfærðu nálgun Óskars á markspyrnur.
Skiptingar:
Skiptingar Blikanna voru að því er virtist maður fyrir mann að mestu leyti. Eina undantekningin var þegar Davíð kom inná í vinstri vængbakvörðin og Höskuldur færðist inn á miðjuna en það hafði engin áhrif á leikkerfið.
Skagamenn skiptu um leikkerfi innan leiksins án þess að breyta um mannskap. En það virtist hafa jákvæð áhrif á þeirra leik, einkum varnarlega, að setja Svíann Marcus inn á miðjuna í síðari hálfleiknum. Aðrar breytingar voru innan leikkerfis og virtustu ekki eiga að breyta nálgun liðsins taktískt.
Skiptingar Blikanna voru að því er virtist maður fyrir mann að mestu leyti. Eina undantekningin var þegar Davíð kom inná í vinstri vængbakvörðin og Höskuldur færðist inn á miðjuna en það hafði engin áhrif á leikkerfið.
Skagamenn skiptu um leikkerfi innan leiksins án þess að breyta um mannskap. En það virtist hafa jákvæð áhrif á þeirra leik, einkum varnarlega, að setja Svíann Marcus inn á miðjuna í síðari hálfleiknum. Aðrar breytingar voru innan leikkerfis og virtustu ekki eiga að breyta nálgun liðsins taktískt.
Mikilvægustu atvik leiksins:
Í upphafi leiks byrjuðu Skagamenn nokkuð frísklega og þeir hefðu getað nýtt stöðu í leiknum betur og náð forskoti í leiknum sem hefði getað breytt leiknum mikið. Skagamenn höfðu boltann úti hægra megin og færðu hann yfir til vinstri. Vinstri bakvörðurinn fékk pressu á sig frá vængbakverðinum sem þýðir að mikið pláss er á bakvið vængbakvörð Blikanna. Aron Kristófer hefur nægan tíma.
Í upphafi leiks byrjuðu Skagamenn nokkuð frísklega og þeir hefðu getað nýtt stöðu í leiknum betur og náð forskoti í leiknum sem hefði getað breytt leiknum mikið. Skagamenn höfðu boltann úti hægra megin og færðu hann yfir til vinstri. Vinstri bakvörðurinn fékk pressu á sig frá vængbakverðinum sem þýðir að mikið pláss er á bakvið vængbakvörð Blikanna. Aron Kristófer hefur nægan tíma.
Aron setur boltann í hornið, Damir er illa staðsettur. Gerir sennilega ráð fyrir því að boltinn komi stutt og hann þurfi að styðja við Kwame. Viktor er markmeginn við Damir og boltinn kemur í hornið.
Viktor stígur Damir út og er kominn með boltann undir stjórn og inn í teig Blikanna. Stefán Teitur kallar greinilega á boltann sem verður þess valdandi að Viktor ákveður að spila strax þvert en Andri Yeoman er stutt frá Stefáni.
Þegar sendingin kemur er Andri kominn í stöðu og nær að trufla sendinguna. Áhugavert hefði verið að sjá Viktor keyra inn að marki og skjóta eða leggja boltann þá út á Stefán Teit. Þetta var mjög vænleg staða sem hefði getað haft áhrif á þróun hans.
Niðurstaðan:
Blikarnir eru með skemmtilega nálgun á leikinn og það er mikið og gott flæði í þeirra leik. Margir hágæða leikmenn eru í liðinu og það er ákaflega vel þjálfað. Þeirra áskorun er að nýta þá stöðulegu yfirburði sem þeir ná yfirleitt í leikjum sínum til að vinna helstu samkeppnisaðila sína í toppbaráttunni. Framundan í deildinni eru fjórir leikir á gervigrasi gegn Stjörnunni, Fylki, Víkingi og Gróttu. Þetta verða allt afar áhugaverðir leikir og takist Blikunum að vinna þá eru þeir að vinna liðin í kringum sig í töflunni eins og staðan er í deildinni nú. Það sem fylgir eru væntanlega úrslitaleikir gegn FH og KR um hvort Blikarnir verði í baráttunni um titilinn á lokasprettinum.
Skagaliðið er með nokkra mjög góða leikmenn í sínu liði og þegar þeir eru í stuði er liðið erfitt viðureignar. Leikir þeirra hafa verið mjög misjafnir, þeir hafa flatlófaflengt Valsmenn og tapað stórt fyrir Víkingi. Óstöðugleiki virðist vera í þeirra leikjum og þar ræður varnarleikurinn miklu. Næsti leikur Skagamanna er gegn Fjölni og það er alveg ljóst að niðurstaða þess leiks getur haft afgerandi áhrif á hvernig restin á þeirra tímabil þróast.
Blikarnir eru með skemmtilega nálgun á leikinn og það er mikið og gott flæði í þeirra leik. Margir hágæða leikmenn eru í liðinu og það er ákaflega vel þjálfað. Þeirra áskorun er að nýta þá stöðulegu yfirburði sem þeir ná yfirleitt í leikjum sínum til að vinna helstu samkeppnisaðila sína í toppbaráttunni. Framundan í deildinni eru fjórir leikir á gervigrasi gegn Stjörnunni, Fylki, Víkingi og Gróttu. Þetta verða allt afar áhugaverðir leikir og takist Blikunum að vinna þá eru þeir að vinna liðin í kringum sig í töflunni eins og staðan er í deildinni nú. Það sem fylgir eru væntanlega úrslitaleikir gegn FH og KR um hvort Blikarnir verði í baráttunni um titilinn á lokasprettinum.
Skagaliðið er með nokkra mjög góða leikmenn í sínu liði og þegar þeir eru í stuði er liðið erfitt viðureignar. Leikir þeirra hafa verið mjög misjafnir, þeir hafa flatlófaflengt Valsmenn og tapað stórt fyrir Víkingi. Óstöðugleiki virðist vera í þeirra leikjum og þar ræður varnarleikurinn miklu. Næsti leikur Skagamanna er gegn Fjölni og það er alveg ljóst að niðurstaða þess leiks getur haft afgerandi áhrif á hvernig restin á þeirra tímabil þróast.
Athugasemdir