Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. september 2022 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Aminata Diallo handtekin í annað sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aminata Diallo, fyrrum miðjumaður PSG og franska landsliðsins, hefur verið handtekin í annað sinn vegna líkamsárásar sem átti sér stað í nóvember í fyrra.


Grímuklæddir menn drógu Kheira Hamraoui, liðsfélaga Diallo hjá PSG, úr bifreið og börðu hana í fótleggina með járnröri. Diallo var með Hamraoui í bifreiðinni en árásarmennirnir létu hana eiga sig.

Diallo var þá ásökuð um að hafa skipulagt árásina en ekki fundust næg sönnunargögn. Þegar leið á rannsókn lögreglu kom í ljós að Hamraoui hafði átt í ástarsambandi við Eric Abidal og mögulegt að eiginkona hans, Hayet Abidal, hafi skipulagt þessa árás.

Nú virðist grunurinn aftur vera kominn á Diallo sem hefur legið undir rannsókn lögreglu og hefur nú einnig verið handtekin. Diallo er í gæsluvarðhaldi sem stendur og er einnig verið að rannsaka fjóra karlmenn í sambandi við árásina. Þeir eru taldir vera árásarmennirnir og eru allir búnir að benda á Diallo sem manneskjuna á bakvið verknaðinn.

Diallo er 27 ára gömul og án félags eftir að samningurinn við PSG rann út. Fjölmiðlar í Frakklandi segja að Diallo sé búin að ákveða að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir þetta mál. 

Hin 32 ára gamla Hamraoui þurfti aðhlynningu á sjúkrahúsi eftir líkamsárásina. Hún var frá vegna meiðsla í nokkra mánuði en er búin að ná fullum bata. Hún hefur þó ekki fengið að spreyta sig með PSG á nýju tímabili og gæti verið búin að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.

Einhverjir leikmenn PSG trúa Diallo frekar en Hamraoui og lenti þessum leikmönnum saman við Hamraoui á æfingu fyrr á árinu. Það mál var leyst með að setja Hamraoui í vikulangt agabann og hefur hún ekki fengið að spila síðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner