Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 17. september 2022 16:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Isak bjargaði stigi fyrir Newcastle

Newcastle 1 - 1 Bournemouth
0-1 Philip Billing ('62 )
1-1 Alexander Isak ('67 , víti)


Newcastle og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bournemouth hefur fengið fjögur stig í tveimur síðustu leikjum eftir 9-0 tap gegn Liverpool.

Staðan var markalaus í hálfleik í dag en Philip Billing kom Bournemouth yfir eftir rúmlega klukkutímaleik.

Newcastle fékk vítaspyrnu stuttu síðar og Alexander Isak jafnaði metin.

Nær komust liðin ekki og jafntefli niðurstaðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner