Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 17. september 2023 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Skoraði með sinni fyrstu snertingu og bjargaði mikilvægu stigi
Fylkismenn björguðu sér í Árbænum
Fylkismenn björguðu sér í Árbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 2 - 2 ÍBV
1-0 Elís Rafn Björnsson ('8 )
1-1 Tómas Bent Magnússon ('63 )
1-2 Sverrir Páll Hjaltested ('75 )
2-2 Þóroddur Víkingsson ('86 )
Lestu um leikinn

Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í neðri hlutanum í Bestu deild karla í Árbæ í dag.

Elís Rafn Björnsson kom heimamönnum í 1-0 á 8. mínútu. Benedikt Daríus Garðarsson fann Elís, sem fékk að rekja boltann fyrir utan teiginn áður en hann hamraði boltanum neðst í hornið.

Ólafur Kristófer Helgason átti stórkostlega björgun með löppunum stuttu síðar og kom í veg fyrir að Eyjamenn myndu jafna leikinn.

Fylkismenn fóru með 1-0 forystu í hálfleik en Eyjamenn jöfnuðu á 63. mínútu er Tómas Bent Magnússon stangaði hornspyrnu Jóns Ingasonar í netið.

Sverrir Páll Hjaltested kom Eyjamönnum yfir tólf mínútum síðar eftir að Tómas Bent fann Sverri sem skoraði örugglega.

Þóroddur Víkingsson kom inn á í lið Fylkis á 85. mínútu og innan við mínútu síðar jafnaði hann metin í sinni fyrstu snertingu er hann skaut boltanum í slá og inn.

Mikilvægt stig hjá Fylkismönnum en svekkjandi fyrir Eyjamenn sem þurftu svo sannarlega á öllum stigunum að halda. ÍBV er samt sem áður komið upp fyrir Fram og í 10. sætið með 20 stig á meðan Fylkir er í 9. sæti með 22 stig.
Athugasemdir
banner
banner