Dagur Traustason hefur verið valinn sem leikmaður vikunnar í bandaríska háskólaboltanum eftir magnaða frammistöðu.
Dagur leikur með Virginia Tech og skoraði öll fimm mörk liðsins í leikjum vikunnar. Hann gerði fyrst þrennu í 3-0 sigri gegn Longwood og svo tvennu í 2-0 sigri gegn Louisville í ACC deildinni.
Hann var bæði valinn sem leikmaður vikunnar í ACC deildinni og í öllum bandaríska háskólaboltanum eins og hann leggur sig. Dagur er þar með fyrsti leikmaður í sögu Virginia Tech til að fá þessa viðurkenningu og annar Íslendingurinn, eftir að Úlfur Ágúst Björnsson hlaut viðurkenninguna fyrir tveimur árum.
Til gamans má geta að Dagur og Úlfur eru liðsfélagar hjá FH í Bestu deild karla.
Athugasemdir