Heimild: Dr. Football
Theodór Ingi Óskarsson var í síðustu viku orðaður við fjögur félög í Bestu deildinni. Stjarnan, ÍA, Valur og KR voru nefnd í tengslum við hann og Vestri í Lengjudeildinni.
Albert Brynjar Ingason sagði í Dr. Football þætti gærdagsins að Theodór væri ekki á förum úr Árbænum.
Albert Brynjar Ingason sagði í Dr. Football þætti gærdagsins að Theodór væri ekki á förum úr Árbænum.
„Hann ætlar að vera áfram í Árbænum, veit að KR hafði mikinn áhuga á honum," sagði Albert sem er Fylkismaður.
Theodór Ingi er fæddur árið 2006 og er samningsbundinn Fylki út 2027. Hann á að baki fimm unglingalandsleiki, tvo fyrir U15 og þrjá fyrir U19 á síðasta ári.
Athugasemdir



