Artem Dovbyk, framherji Roma og úkraínska landsliðsins, fór meiddur af velli gegn Udinese í gær.
Hann var valinn í landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Íslandi í undankeppni HM og ljóst er að hann nær ekki leikjunum. Í ítölskum miðlum er sagt að hann verði frá í 4-6 vikur vegna nárameiðsla.
Úkraínska sambandið greindi frá því að sóknarsinnaði miðjumaðurinn Nazar Voloshyn væri kominn inn í landsliðshópinn en ekki hefur verið greint frá því að Dovbyk verði ekki með í komandi leikjum.
Hann var valinn í landsliðshópinn sem mætir Frakklandi og Íslandi í undankeppni HM og ljóst er að hann nær ekki leikjunum. Í ítölskum miðlum er sagt að hann verði frá í 4-6 vikur vegna nárameiðsla.
Úkraínska sambandið greindi frá því að sóknarsinnaði miðjumaðurinn Nazar Voloshyn væri kominn inn í landsliðshópinn en ekki hefur verið greint frá því að Dovbyk verði ekki með í komandi leikjum.
Ísland mætir Aserbaísjan í Bakú á fimmtudag og svo Úkraínu í Varsjá á sunnudag. Ef Ísland fær jafnmörg eða fleiri stig en Úkraína á fimmtudag verður spilaður úrslitaleikur í Varsjá um sæti í umspilinu fyrir HM.
Úkraínski landsliðshópurinn
Markverðir: Yevheniy Volynets (Polissya Zhytomyr), Anatoliy Trubin (Benfica), Dmytro Riznyk (Shakhtar Donetsk).
Varnarmenn: Ilya Zabarny (Paris Saint-Germain), Oleksandr Svatok (Austin), Valeriy Bondar, Mykola Matvienko, Yefim Konoplya (allir Shakhtar Donetsk), Vitaly Mykolenko (Everton), Bohdan Mykhailichenko (Polissya Zhytomyr), Oleksandr Karavayev, Taras Mykhavko (báðir Dynamo Kyiv).
Miðjumenn: Yegor Yarmolyuk (Brentford), Ivan Kalyuzhny (Metalist 1925 Kharkiv), Mykola Shaparenko, Nazar Voloshyn (báðir — Dynamo Kyiv), Georgy Sudakov (Benfica), Oleg Ocheretko, Yehor Nazaryna (báðir Shakhtar Donetsk), Oleksiy Hutsulyak (Polissya Zhytomyr), Ruslan Malinovskyi (Genoa), Viktor Tsygankov (Girona), Oleksandr Zubkov (Trabzonspor).
Framherjar: Artem Dovbyk (Roma), Vladyslav Vanat (Girona), Roman Yaremchuk (Olympiacos).
Varamannalisti
Ruslan Nescheret, Kostyantyn Vivcharenko, Oleksandr Tymchyk, Oleksandr Pikhalyonok (allir frá Dynamo Kyiv), Maksym Taloverov (Stoke City), Artem Bondarenko (Shakhtar Donetsk), Oleksandr Nazarenko, Vladyslav Veleten (báðir Polissya Zhytomyr).
Athugasemdir


