Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 10. nóvember 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir ungir framlengja við Vestra - Djogatovic verður með Badu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri tilkynnti í dag að þeir Patrekur Bjarni Snorrason (2007) og markvörðurinn Benedikt Jóhann Þ. Snædal (2006) væru búnir að framlengja samninga sína við Vestra.

Þeir bætast í hóp með fyrirliðanum Elmari Atla Garðarssyni og framherjanum Pétri Bjarnasyni sem framlengdu á dögunum.

Daniel Badu verður þjálfari Vestra á komandi tímabili en Vestri greindi frá ráðningunni á laugardag.

Í dag var greint frá því að Vladan Djogatovic verði áfram í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þessi fyrrum markmaður hefur verið í teyminu síðustu ár. Hann gerir þriggja ára samning við Vestra.

„Vladan mun starfa í þjálfarateymi meistaraflokks ásamt því að þjálfa yngri markmenn félagsins. Stjórn Vestra er virkilega ánægð með störf Vladan og mikilvægt fyrir félagið að hafa náð að tryggja okkur þjónustu hans áfram," segir í tilkynningu bikarmeistaranna.

Athugasemdir
banner