Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   mið 18. janúar 2023 20:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Breytingar á hugmyndafræðinni ástæðan fyrir hruni West Ham
Mynd: EPA

Michail Antonio framherji West Ham opnaði sig um gengi liðsins á þessari leiktíð í hlaðvarpsþættinum Footballers football Podcast sem hann stýrir ásamt Callum Wilson framherja Newcastle.


Antonio segir að West Ham hafi breytt um hugmyndafræði sem sé ekki að ganga upp.

„Mér finnst eins og við höfum hugsað með okkur síðustu tvö ár 'Förum ekki framúr okkur sjálfum og náum bara í okkar 40 stig.' Í upphafi tímabilsins í ár vorum við alveg 'Við vorum svo nálægt Meistaradeildinni í fyrra, við viljum Meistaradeildina," sagði Antonio.

„VIð stukkum yfir nokkur skref, breyttum hugmyndafræðinni okkar. Þú sérð að við erum ekki að spila eins í ár og áður. Við höfum breytt smá."

Hann segir að liðið sé komið framar á völlinn og andstæðingarnir séu farnir að ná skyndisóknum eins og West Ham gerði gegn andstæðingunum áður.

Liðið er í 18. sæti en hefur náð Evrópusæti síðustu tvö ár og fór alla leið í undanúrslit í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði gegn verðandi meisturum í Frankfurt.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
6 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
7 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
8 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
9 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
10 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
11 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner