Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 10:13
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd vongott um að landa Gyökeres
Powerade
Fer Gyökeres á Old Trafford?
Fer Gyökeres á Old Trafford?
Mynd: EPA
Kyle Walker er á förum frá Man City
Kyle Walker er á förum frá Man City
Mynd: Getty Images
Alejandro Garnacho og Marcus Rashford gætu báðir farið frá Man Utd í þessum glugga
Alejandro Garnacho og Marcus Rashford gætu báðir farið frá Man Utd í þessum glugga
Mynd: Getty Images
Arsenal, Chelsea og Manchester United koma fyrir í slúðurpakka dagsins á þessum fína laugardegi en það er í boði Powerade.

Manchester United er vongott um að geta gengið frá kaupum á sænska framherjanum Viktor Gyökeres (26), sem er á mála hjá Sporting í Portúgal. Arsenal hefur einnig áhuga. (Independent)

Arsenal er meðal margra félaga sem hefur áhuga á að fá norska miðjumanninn Sverre Nypan (18) frá Rosenborg. (Telegraph)

Chelsea er að fylgjast með stöðu argentínska vængmannsins Alejandro Garnacho (20) hjá Manchester United og þá er félagið einnig að að skoða Jamie Gittens (20), leikmann Borussia Dortmund í þessum glugga. (Sky Sports)

Chelsea og Napoli hafa bæði áhuga á Garnacho en vilja vera fullviss um eðlisfar leikmannsins áður en þau ákveða það hvort þau ætli að eltast við hann eða ekki. (Telegraph)

AC Milan er nálægt því að ganga frá kaupum á Kyle Walker (34), fyrirliða Manchester City. (Fabrizio Romano)

Milan hefur hins vegar hætt við að fá Marcus Rashford (27), leikmann Manchester United. (L'Equipe)

Aston Villa leiðir kapphlaupið um Andres Garcia (21), hægri bakvörð Levante á Spáni. (Relevo)

Pólski miðjumaðurinn Jakub Moder (25) færist nær því að ganga í raðir Feyenoord þrátt fyrir að hafa fengið nýtt samningstilboð frá Brighton. (Mail)

Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison (27) hefur tjáð vinum sínum að hann vilji fara frá Tottenham og stefnir hann á að fara í sádi-arabísku deildina. (Football Insider)

Aston Villa og Tottenham eru að íhuga tilboð í Fikayo Tomori (27), miðvörð AC Milan, en Juventus hefur einnig áhuga. (TBR)

Milan hefur sett sig í samband við Chelsea vegna portúgalska sóknartengiliðsins Joao Felix (25), en Chelsea er ekki talið hafa áhuga á því að lána hann út. (Gianluca Di Marzio)

Wilfried Zaha (32), sóknarmaður Galatasaray og Fílabeinsstrandarinnar er að vinna í því að rifta lánssamningi sínum við Lyon og fara á 18 mánaða lán til bandaríska félagsins Charlotte FC. (Times)

Johannes Spors, íþróttastjóri fjárfestingahópsins 777, er að taka við sem tæknilegur stjórnandi hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Southampton. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner