Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. febrúar 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sven-Göran: Lazio mun vinna ítölsku úrvalsdeildina
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson.
Mynd: Getty Images
Svíinn Sven-Göran Eriksson telur að Simone Inzaghi muni fylgja í fótspor sín með því að vinna ítölsku úrvalsdeildina með Lazio.

Lazio vann endurkomusigur á Inter um síðustu helgi og er liðið núna í öðru sæti, stigi á eftir toppliði Juventus.

„Ég tel að Lazio muni vinna ítölsku úrvalsdeildina," sagði Eriksson La Repubblica fréttablaðið. Eriksson þekkir það að vinna ítölsku úrvalsdeildina með Lazio, það gerði hann 2000. Lazio hefur ekki unnið deildina síðan þá.

„Byrjunarlið Lazio er sterkara en hjá Inter og Juventus. Þeir eru líka með meira sjálfstraust og þéttari en önnur lið. Þeir spila líka betri fótbolta."

„Þeir eru með bestu miðjuna á Ítalíu, án nokkurs vafa. Það er fá lið í Evrópu betri á miðsvæðinu en Lazio. Það er þeirra helsti styrkleiki."

Simone Inzaghi, núverandi þjálfari Lazio, spilaði undir stjórn Eriksson hjá félaginu. „Honum er örugglega sama þegar ég segi að Ciro Immobile er betri sóknarmaður en hann var nokkurn tímann," sagði Eriksson léttur.
Athugasemdir
banner
banner