Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. febrúar 2020 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lazio með endurkomusigur á Inter í toppbaráttuslag
Milinkovic-Savic fagnar af mikilli innlifun.
Milinkovic-Savic fagnar af mikilli innlifun.
Mynd: Getty Images
Young kom Inter yfir undir lok fyrri hálfleiks.
Young kom Inter yfir undir lok fyrri hálfleiks.
Mynd: Getty Images
Lazio 2 - 1 Inter
0-1 Ashley Young ('44 )
1-1 Ciro Immobile ('50 , víti)
2-1 Sergej Milinkovic-Savic ('69 )

Lazio vann endurkomusigur á Inter þegar liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum fór Lazio upp fyrir Inter í annað sæti deildarinnar.

Það voru gestirnir frá Mílanó sem fóru yfir inn í leikhléið þar sem Ashley Young skoraði á 44. mínútu Fyrsta mark Young eftir félagaskiptin frá Manchester United.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Ashley Young opnaði markareikninginn

Lazio mættu áræðnir inn í seinni hálfleikinn og þeim tókst að jafna eftir að aðeins fimm mínútur voru liðnar af honum. Stefan de Vrij gerðist sekur um klaufalegt brot innan vítateigs. Markahrókurinn Ciro Immobile fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Miðjumaðurinn Sergej Milinkovic-Savic kom Lazio svo yfir þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka.

Þar við sat og sigur Lazio staðreynd. Mjög sterkur sigur fyrir Lazio, sem er í öðru sæti stigi frá toppliði Juventus. Inter er í þriðja sæti, þremur stigum frá Juventus.

Napoli vann þá góðan útisigur á Cagliari fyrr í kvöld. Dries Mertens skoraði þar eina markið.

Napoli er núna í áttunda sæti með 33 stig. Cagliari hefur fatast flugið eftir mjög góða byrjun á tímabilinu og er núna í 11. sæti deildarinnar.

Cagliari 0 - 1 Napoli
0-1 Dries Mertens ('65 )

Önnur úrslit:
Ítalía: Sex mörk og tvö rauð í Genoa - Birkir byrjaði í tapi gegn Juventus
Athugasemdir
banner
banner