Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   fim 18. febrúar 2021 14:42
Magnús Már Einarsson
Vall í Val (Staðest)
Mynd: Valur
Íslandsmeistarar Vals hafa fengið sænska vinstri bakvörðinn Johannes Vall í sínar raðir.

„Það er frábært fyrir Val að fá þennan öfluga leikmann í félagið, bjóðum Johannes Vall velkominn á Hlíðarenda," segir í tilkynningu frá Val.

Vall hefur leikið um 80 leiki í Allsvenskan efstu deild Svíþjóðar og í kringum 90 leiki í næstefstu deildinni Superettan. Alls hefur hann spilað vel yfir 200 leiki í Svíþjóð á undanförnum árum og á að baki landsleiki með yngri landsliðum Svíþjóðar.

Hinn 28 ára gamli Vall lék með Lj­ungskile í sænsku B-deild­inni á síðustu leiktíð. Einnig hefur hann leikið fyrir Fal­ken­bergs, Norr­köp­ing og Östers á ferl­in­um.

Honum er ætlað að fylla skarðið sem Valgeir Lunddal Friðriksson skildi eftir sig þegar hann var seldur til Häcken í Svíþjóð.

Komnir
Arnór Smárason frá Lilleström
Johannes Vall frá Ljungskile
Kristófer Jónsson frá Haukum
Tryggvi Hrafn Haraldsson frá Lilleström

Farnir
Aron Bjarnason til Ujpest (Var á láni)
Eiður Aron Sigurbjörnsson í ÍBV
Einar Karl Ingvarsson í Stjörnuna
Kasper Högh til Randers (Var á láni)
Lasse Petry til HB Köge
Valgeir Lunddal Friðriksson í Hacken
Athugasemdir
banner
banner