Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson virðist vera að ganga í raðir sænska meistaraliðsins Malmö.
Samkvæmt FotbollDirekt í Svíþjóð mun hann skrifa undir samning á morgun til þriggja ára.
Samkvæmt FotbollDirekt í Svíþjóð mun hann skrifa undir samning á morgun til þriggja ára.
Arnór er 25 ára og skoraði átta mörk í 41 leik með Blackburn. Hann kom til félagsins sumarið 2023, fyrst á láni frá CSKA Moskvu en skipti svo alfarið yfir. Hann rifti samningi sínum við Blackburn í gær eftir að hann var ekki skráður í leikmannahóp félagsins.
Fyrrum félag Arnórs, Norrköping, sýndi honum áhuga og þá var hann einnig orðaður við Djurgården og AIK í Svíþjóð.
FotbollDirekt segir þá frá því að þrjú stærstu félög Danmerkur hafi líka reynt að fá hann. Félögin sem um ræðir eru FC Kaupmannahöfn, Bröndby og Midtjylland en leikmaðurinn valdi Malmö.
Malmö er ríkjandi meistari í Svíþjóð en liðið vann deildina með ellefu stigum á síðustu leiktíð. Daniel Tristan Guðjohnsen er leikmaður liðsins. Nýtt tímabil hefst aftur í lok mars.
Athugasemdir