Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 18. mars 2022 23:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóra María leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Frábærum ferli lokið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóra María og Mist.
Dóra María og Mist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóra María Lárusdóttir hefur lagt skóna á gömlu góðu hilluna. Þetta staðfesti hún í samtali við Fótbolta.net í dag. Síðasti leikur hennar á ferlinum var gegn Selfossi í lokaumferðinni á síðasta tímabili. Eftir þann leik tók Valur á móti Íslandsmeistaratitlinum og Dóra María var ein af fimm úr liði Vals sem valin var í lið ársins.

Dóra María er 36 ára miðjumaður sem var mjög sigursæl á sínum ferli. Hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2001 og lék með Val allan sinn feril á Íslandi.

Hún prófaði sig aðeins erlendis, lék með Djurgården tímabilið 2011 og svo með brasilíska félaginu Vitoria fyrri hluta ársins 2012. Áður hafði hún leikið með hrútunum frá Rhode Island í bandaríska haśkólaboltanum.

Hún lék alls 269 leiki í efstu deild á Íslandi og skoraði 94 mörk. Í bikarnum lék hún 43 leiki og skoraði tuttugu mörk. Þá skoraði hún átján mörk í 114 landsleikjum, lék með landsliðinu á tveimur Evrópmótum.

Landsliðsferlinum lauk þegar hún sleit krossband á Algarve æfingamótinu árið 2017.

Á ferlinum varð hún Íslandmeistari átta sinnum (2004, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2019 og 2021),bikarmeistari fimm sinnum (2001, 2003, 2006, 2009 og 2010) og fjórum sinnum meistari meistraranna (2004, 2005, 2009 og 2010).

H́un ræddi við Fótbolta.net í dag og verður viðtal við hana birt um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner