Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 21:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Marseille lagði Benfica í vítaspyrnukeppni - Di Maria klikkaði
Aubameyang lagði upp markið sem kom liðinu í vítaspyrnkeppnina hér leikur hann listir sínar
Aubameyang lagði upp markið sem kom liðinu í vítaspyrnkeppnina hér leikur hann listir sínar
Mynd: EPA

Marseille 1 - 0 Benfica (3-2 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Faris Moumbagna ('79 )


Marseille var undir í einvíginu eftir tap í Portúgal í síðustu viku en Faris Moumbagna tryggði franska liðinu sigur í leiknum í kvöld þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Pierre-Emerick Aubameyang.

Boltinn fór beint á markvörð Benfica sem var ansi mikill klaufi að ná ekki aðhalda boltanum út úr markinu.

Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Angel di Maria klikkaði á fyrsta vítinu fyrir Benfica þegar hann skaut í stöngina. Bæði lið skoruðu úr næstu spyrnum en Pau Lopez markvörður Marseille var hetja liðsins þegar hann varði spyrnu Antonio Silva.


Athugasemdir
banner
banner