Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestir í 3. deild: Gunni Einars ætti að kíkja á hann
Benedikt Daríus Garðarsson.
Benedikt Daríus Garðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fengu tveir leikmenn tilnefningu fyrir að vera leikmenn umferðarinnar í 3. deild. Um var að ræða sjöttu umferð og sjöundu umferð deildarinnar.

Það var gefið út hvaða leikmenn það væru í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni.

„Í sjöttu umferð ætla ég að taka yfir og gefa það á Raul Sanjuan Jorda, leikmann Tindastóls. Hann lokaði ÍH leiknum. Hann skoraði tvö í virkilega þægilegum sigri," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Hann sagði bara 'Gracias'," sagði Gylfi Tryggvason.

Í sjöundu umferð var Benedikt Daríus Garðarsson valinn bestur, öðru sinni í sumar.

„Ég ætla ekki einu sinni að hika við það," sagði Gylfi. „Þetta er bara rétt hjá þér," sagði Sverrir og bætti við: „Hann skorar tvö í pökkun á toppliðinu."

„Hann klúðrar dauðafæri í fyrri hálfleik, en hann er bara svo ógeðslega góður. Það voru 20 sekúndur búnar af seinni hálfleik og þá kemur hann liðinu yfir. Það kom einhver frétt um daginn um það sem ég var að segja um hann; copy og paste, það hefur ekkert breyst. Það hefur ekkert lið fundið neina leið til að stöðva hann."

„Ég hef talað við nokkra sem hafa vit á þessu og við skiljum ekki alveg hvað hann er að gera í 3. deild. Ég held í alvöru að hann gæti verið í Pepsi Max-deildinni. Aldrei sem byrjunarliðsmaður samt."

„Gunni Einars í Víkingi Ólafsvík ætti klárlega að kíkja á hann," sagði Sverrir Mar.

Bestir í fyrri umferðum:
1. og 2. umferð: Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
3. umferð: Stefan Spasic (Höttur/Huginn)
4.: Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
5. umferð: Breki Barkarson (Augnablik)
Ástríðan - Ekki lenda manni fleiri í Ástríðudeildunum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner