banner
   mið 19. maí 2021 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestir í fyrstu tveimur umferðunum í 3. deild
Hrannar Bogi Jónsson.
Hrannar Bogi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það eru tvær umferðir búnar í 3. deild karla en Ástríðumenn völdu bestu leikmennina í fyrstu tveimur umferðunum í síðasta þætti.

Hrannar Bogi Jónsson, leikmaður Augnabliks, var besti leikmaðurinn í 1. umferð að mati þeirra.

„Hann er vel að þessu kominn, setti frábært mark úr aukaspyrnu og sigldi 3-0 sigrinum heim á móti ÍH," sagði Sverrir Mar Smárason.

Í 2. umferð var það Benedikt Daríus Garðarsson, leikmaður Elliða, sem þótti skara fram úr.

„Tvö mörk, stoðsending í 3-2 endurkomusigri. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að þetta er langbesti gæinn í Elliða. Þetta er langbesti gæinn í liðinu og hann er svo ógeðslega góður að taka menn á; hann er svo fljótur og þarf svo lítið pláss. Um leið og þú setur fótinn út er hann farinn fram hjá þér. Hann er svo góður að slútta," sagði Gylfi Tryggvason sem telur Benedikt vera einn besta leikmann deildarinnar eftir að hafa verið lengi í gang í fyrra.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.


Benedikt Daríus Garðarsson.
Ástríðan - Farið yfir 2. umferð - Sterku liðin tapa stigum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner