Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   fim 18. júlí 2024 23:18
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Norður-Makedónska liðið GFK Tikves 3-1 og þar af leiðandi 5-4 í einvíginu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Tikves

„Djöfull er þetta gott maður. Þetta var smá stress, maður viðrukennir það, eftir að svona óvænt lenda undir. Hann á þarna eitthvað 'Berbatov touch' framherjinn þeirra, og ennþá betri sendingu. Svona akkúrat á milli varnarlínunar og Antons, svona 'awkward' staða. Mér fannst svona, eftiráhyggja, ef þetta mark var að fara koma, þá er fínt að fá það bara strax. Frekar en rétt fyrir hálfleik eða eitthvað það hefði verið meira 'panic'. Mér fannst við nokkuð agaðir, það var gaman að sjá það, hvernig við svörum því marki. Við erum ekkert eitthvað að reyna að flýta okkur of mikið. Það tók alveg tíma að brjóta þá á bak aftur. Við vorum svona nokkuð agaðir í fyrri hálfleik. Maður fann samt að þeir voru farnir að þreytast þegar við létum hann bara ganga. Ekkert smá mikilvægt að Kiddi (Steindórsson) náði að jafna. Þá fann maður að við værum með 'momentum' með okkur farandi inn í seinni hálfeikinn. Svo bara keyrðum við yfir þá."

Breiðablik var töluvert betra liðið í dag og uppskar sigurinn. Það virtist þó ganga erfiðlega á tímabili að klára þessar sóknir með marki.

„Við höfum nú áður sýnt það að það eru ekkert mörg lið sem koma hérna á Kópavogsvöll og fá eitthvað, sama hvaða lið það er. Þetta er fínasta lið, og skrítið lið að mörgu leyti. Þeir breyttust stundum í eitthvað ágætis 'tiki-taka' lið með einstaklingsgæði með sína brassa sem að kunna að meðhöndla boltan. Stundum agaðir í varnarlínunni og erfitt að brjóta þá á bak aftur, en stundum galopnuðust þeir og voru agalausir. Þetta var 'tricky' leikur og það er búið að setja peninga í þetta lið og sækja fullt af leikmönnum fyrir Evrópu verkefnið í ár. Þannig að þetta var ekkert auðvelt, og ekkert verkefni er auðvelt í Evrópu. Það segir sig sjálft."

Höskuldur skoraði markið sem kom Blikum í 2-1 og jafnaði einvígið í 4-4. Markið var úr efstu hillu en þetta var algjör þruma frá löngu færi.

„Það var bara mjög sætt (að skora þetta mark). Þetta bara einhvernegin æxlaðist þannig að hann lá fyrir mér boltinn, og það var svo sem enginn fyrir framan mig að taka hlaup, bara varnarmenn þeirra. Svo var grasið svona fallega blautt og maður gat fleytt boltanum vel meðfram jörðinni. Þá er bara sparka eins fast og maður gat í hann, og það endaði vel."

Það var mjög heitt þegar liðin áttust við í Norður-Makedóníu en íslenska sumarveðrið tók við gestunum í dag. Það var algjörlega ausandi rigning fyrir leik og ekkert sérlega heitt. Þetta hjálpar íslenskum liðum segir Höskuldur.

„Maður fagnaði því að það var enginn vindur en alveg grenjandi rigning, og maður sá að þeir voru komnir með undirbolina yfir hendurnar. Það er svona fyrsta skrefið í að vinna andlegu baráttuna, fyrst að þeir eru smá litlir. Fyrst og fremst þá gátum við látið boltan ganga hratt, og ég talaði um það fyrir leik að þegar við náum að skrúfa upp ákefðina. Sem við erum kannski þekktir fyrir hérna á Kópavogsvelli. Þá er bara djöfull erfitt að halda í við okkur yfir 90 mínútur. Þá snýst þetta bara um eins og í fyrri hálfleik, að vera bara að flýta sér hægt og vera þolinmóðir. Þá á endanum slitna færslurnar þeirra meira og meira, þeir opna sig meira og meira. Við hefðum svo sem alveg í seinni hálfleik getað komið okkur í kannski 4 eða 5-1. En við bara gerðum nóg."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner