Fjórir leikir fara fram í 13. umferð Lengjudeildar karla í dag.
Topplið Fjölnis fær Grindavík í heimsókn á Extra-völlinn klukkan 18:00. Fjölnir er með 27 stig, sex stigum meira en Njarðvík sem er í ööðru sæti. Njarðvík tekur á móti Leikni á Rafholtsvellinum klukkan 19:15.
Grótta, sem hefur tapað sex leikjum í röð, mætir Aftureldingu á Vivaldi-vellinum klukkan 19:15 og þá mætast ÍR og Keflavík í Breiðholti.
Leikir dagsins:
Lengjudeild karla
18:00 Fjölnir-Grindavík (Extra völlurinn)
19:15 Njarðvík-Leiknir R. (Rafholtsvöllurinn)
19:15 Grótta-Afturelding (Vivaldivöllurinn)
19:15 ÍR-Keflavík (ÍR-völlur)
5. deild karla - A-riðill
20:00 Álftanes-Hafnir (OnePlus völlurinn)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir