Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 18. ágúst 2015 16:30
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hugleiðingar um stefnu KSÍ varðandi kvenna knattspyrnu
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Haukar hafa lokið keppni í sumar.
Haukar hafa lokið keppni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Úr leik hjá Haukum.
Úr leik hjá Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þegar ég sit við tölvuna núna 18.ágúst, fimm dögum eftir að tímabilinu hjá mínu liði lauk, var þjálfari mfl kvenna hjá Haukum. Get ég ekki annað en hugsað af hverju í ósköpunum er tímabilinu lokið fyrir miðjan ágúst? Stelpurnar æfðu frá október til þess að fá að spila nákvæmlega 10 leiki í deild, sem er náttúrulega bara fáránlegt.

Eins og oft hefur komið fram þá skipti KSÍ 1.deild kvenna í 3 riðla, 2 riðlanna með 7 liðum og einum riðli með 6 liðum og mótafyrirkomulagið er mjög líkt Hnátumóti KSÍ (6.fl kvenna). Hvernig KSÍ getur staðið á því að þetta fyrirkomulag sé betra en að skipta deildinni í 2 deildir eða í versta falli í 2 riðla með 10 liðum hvorum riðli er mér gjörsamlega ofviða.

Eins og sum úrslitin hafa verið í sumar þá er það augljóst að það þarf að búa til 2.deild í mfl kvenna, þá væri einnig tækifæri fyrir ný félög að byrja án þess að eiga í hættu að vera fallbyssufóður fyrir hin liðin og fá tíma og svigrúm til að vaxa. Hvernig á Kvennaknattspyrna að halda áfram að vaxa ef KSÍ er ekki tilbúið að vinna fyrir félögin og með félögunum?

Svo ætla ég að skrifa um ákveðið málefni sem greinilega tabú þegar maður er starfandi við knattspyrnu og það er dómgæslan sem KSÍ býður upp á, ég geri mér alveg grein fyrir því að dómarar eiga góða og slæma daga alveg eins og aðrir, en eins og í einum af mörgum dæmum sem ég hef orðið vitni af því miður, þá var liðið mitt að spila við lið og dómarinn var heimamaður sem fór ekki milli mála því hann kallaði ítrekað á leikmenn í hinu liðinu með nafni og oftar en ekki bætti hann við „elsku“ fyrir framan og aðstoðardómararnir voru erlendir leikmenn karlaliðsins. Ég ætla ekkert að fara að kvarta yfir frammistöðu þessara ágætu manna en það er ekki boðlegt að bjóða upp á þessar aðstæður, þetta eru meistaraflokkar og það eiga að vera hlutlausir aðilar að dæma eins og ég tel að sé gert í karlaboltanum. Og í nokkur skipti voru mjög ungir drengir á línunni sem réðu ekkert við verkefnið.

Hvernig stendur á því að dómarar sem eru engan veginn tilbúnir að dæma í mfl er raðað á leikina hjá stelpunum? Stelpurnar leggja alveg jafn hart að sér að iðka þess íþrótt líkt og drengirnir gera og eiga alveg jafn mikla virðingu skilið innan sem utan vallar. Ég bara vona að KSÍ fari að vakna og sinna þessum málum af áhuga og virðingu.

Kristján Arnar Ingason.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner