Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mið 18. október 2017 10:43
Elvar Geir Magnússon
Alfreð Hjaltalín fær leyfi til að fara frá Ólafsvík - Vill vera í Pepsi
Alfreð Hjaltalín í leik með Ólsurum.
Alfreð Hjaltalín í leik með Ólsurum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Már Hjaltalín hefur fengið leyfi frá Víkingi Ólafsvík til að skoða sig um en hann vill leika áfram í Pepsi-deildinni. Ólsarar féllu niður í Inkasso-deildina á liðnu sumri.

Alfreð fundaði með stjórn félagsins á sunnudag og fékk grænt ljós á að ræða við önnur félög.

„Ég hef verið lengi í Ólafsvík og tel að það sé kominn tími á tilbreytingu. Ég tel það rétt skref," segir Alfreð sem er búsettur á höfuðborgarsvæðinu.

Alfreð er 23 ára og er að upplagi kantmaður en lék mikið sem bakvörður hjá Ólsurum á liðnu tímabili.

Hann hefur allan sinn meistaraflokksferil leikið með félaginu, alls 153 leiki í deild og bikar og skorað 19 mörk. Hann lék alla 22 leiki Ólsara í Pepsi-deildinni í sumar. Hann á fjóra leiki með U19 landsliði Íslands.

Enn er óvíst hvort Ejub Purisevic haldi áfram sem þjálfari Ólafsvíkurliðsins en hann hefur legið undir feldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner