Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 13:49
Brynjar Ingi Erluson
Postecoglou rekinn frá Forest (Staðfest) - Setti óeftirsóknarvert met
Ange var rekinn frá Forest
Ange var rekinn frá Forest
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ásralski stjórinn Ange Postecoglou var rétt í þessu rekinn frá Nottingham Forest eftir aðeins átta leiki í starfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá enska úrvalsdeildarfélaginu í dag.

Postecoglou tók við Forest fyrir 39 dögum eftir að Nuno Espirito Santo var látinn fara, en tókst ekki að ná í sigur í þeim átta leikjum sem hann stýrði liðinu.

„Nottingham Forest getur staðfest að eftir röð vonbrigða í bæði úrslitum og frammistöðu liðsins hefur Ange Postecoglou verið stagt upp störfum sem stjóra liðsins. Félagið mun ekki tjá sig frekar á þessari stundu,“ segir í yfirlýsingu Forest.

Gengi Forest hefur verið afleitt á tímabilinu. Samband Evangelos Marinakis, eiganda Forest, og Nuno Espirito Santo var stirrt og endaði það ekki fallega.

Nuno var látinn fara og Postecoglou tekinn inn aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa unnið Evrópudeildina með Tottenham.

Hann byrjaði á 3-0 tapi gegn Arsenal og erfitt að dæma hann út frá því enda Arsenal eitt allra besta lið deildarinnar, en í kjölfarið fylgdu fleiri slæm úrslit.

3-0 tapið gegn Chelsea í dag var kornið sem fyllti mælinn. Marinakis yfirgaf sæti sitt á 67. mínútu og var það greinilega á því augnabliki sem hann fór í það að rifta samningnum við Postecoglou.

Postecoglou bætir því met Les Reed, sem stýrði Charlton aðeins í 41 dag árið 2006. Sam Allardyce stýrði Leeds í aðeins 30 daga í lok tímabils 2022/2023, en hann gerði samning út tímabilið og töldu báðir aðilar best að framlengja ekki það samstarf.

Forest er í 17. sæti deildarinnar með aðeins 5 stig eftir átta umferðir.


Athugasemdir
banner