Grískir fréttamenn spurðu Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, út í Meistaradeildarleik sem hann spilaði með FC Kaupmannahöfn gegn Panathinaikos árið 2010.
Sölvi segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa tekið þátt í leiknum, sem FCK vann 3-1 á Parken.
Sölvi segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa tekið þátt í leiknum, sem FCK vann 3-1 á Parken.
„Það kom mér mjög á óvart þegar ég var að skoða hvernig einvígi FCK og Panathinaikos hefði verið, þá tók ég eftir því að ég hafði komið inn á 77. mínútu. Það hræðir mig smá að muna ekki eftir því, ég spilaði bara þrjá Meistaradeildarleiki og að muna ekki eftir þessu er smá ógnvekjandi!" segir Sölvi í viðtali við Fótbolta.net.
Eftir viðtalið gantaðist hann með að hann hefði kannski farið í fullmarga skallabolta á leikmannaferlinum.
Sölvi hefur því bæði unnið Panathinaikos sem leikmaður og þjálfari. Á morgun vonast hann til að slá Panathinaikos út úr Sambandsdeildinni þegar liðin mætast í seinni viðureign liðanna í Aþenu.
Athugasemdir