Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
   mið 19. apríl 2023 22:35
Sölvi Haraldsson
Arnar Grétars: Ég verð að hæla þeim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur vann 4-1 sigur á 5. deildarliðinu RB í kvöld í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn átti að vera frekar þæginlegur fyrir Val sem hann var svo sannarlega ekki. Valsmenn náðu forystunni á 20. mínútu en skömmu síðar jöfnuðu RB. Rétt fyrir hálfleik komust Valsmenn aftur yfir þegar Þorsteinn Emil Jónsson skoraði. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Valsmenn gerðu þrefalda breytingu í hálfleik sem gjörbreytti leiknum. Adam Ægir, Haukur Páll og Siggi Lár komu inn á sem breytti leiknum. Valsmenn voru miklu betri í seinni hálfleik en þeir skoruðu síðan á 85. mínútu og 90. mínútu og leikar enduðu 4-1. Arnar Grétarsson kíkti í viðtal eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 RB

Eins og oft vill vera í bikarnum þá var þetta bara basl. Við gerðum þetta að vísu dálítið erfitt fyrir okkur, við hefðum alveg getað skorað fleiri mörk. Við fengum tvö færi mjög snemma í leiknum, mjög fín færi, en þetta var bara basl. Þeir voru hrikalega flottir, hlupu allan tíman og voru að pressa okkur meira að segja á 80. mínútu í stöðunni 2-1 að mig minnir. Lykilatriðið er samt bara að vera í pottinum í næsta drætti og við gerðum það."

Valsmenn unnu leikinn vissulega og voru betri aðilinn en hvernig var frammistaðan í leiknum og breyttist hún eitthvað með skiptingunum í hálfleik?

Við vorum með einn mann í byrjunarliðinu núna sem byrjaði í síðasta leik, hann Birki Heimis, þannig við vorum að gefa mörgum ungum leikmönnum séns sem er bara fínt. En það sem gerist oft þegar það eru gerðar breytingar að þá verður smá rót og þá bara verður það ekki eins. Þó svo að við létum boltann oft ganga að þá vorum við að spila honum alltof mikið til hliðar. Þeir fá aukinn kraft við þetta mark sem þeir skora þar sem við hefðum kannski átt að fylgja eftir markinu 1-0 og bæta við og klára leikinn. Þeir voru bara virkilega flottir og ég verð að hæla þeim."

Næsti leikur hjá Val er útileikur gegn Fram, verða einhverjir komnir til baka úr meiðslum?

Það verður bara að koma í ljós. Það er nokkuð ljóst að það styttist í Elvar Freyr, en við verðum bara að skoða það á morgun og hinn."

Styttist eitthvað í Hólmar Örn?

Það veðrur bara að koma í ljós."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner