Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   lau 19. apríl 2025 18:09
Sverrir Örn Einarsson
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Haraldur Hróðmarsson
Haraldur Hróðmarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara ágætt. Í sjálfu sér fínn undirbúningur fyrir mótið a að fá góðan leik á móti góðu liði. Að sjálfsögðu hefði ég viljað fara í gegnum þetta og vinna leikinn en miðað við hvernig þetta spilaðist þá er þetta sanngjörn niðurstaða.“ Sagði Haraldur Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur um leikinn eftir 3-1 tap Grindavíkur gegn Val í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  3 Valur

Valsmenn komust yfir eftir um 20 mínútna leik eftir fast leikatriði áður en Grindvíkingar jöfnuðu rétt fyrir hálfleiksflautið. Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar Valsmenn tóku forystu á ný og það aftur úr föstu leikatriði. Mörk sem allir þjálfarar hata að fá á sig eða hvað?

„Fyrra markið var óheppilegt. Við náum skallanum en það er einhver valsari að gaufast þarna á endalínu og fær hann í sig og skorar. En það er náttúrulega rándýrt þegar við erum búnir að eyða mikilli orku og spila góðan varnarleik að fá á okkur tvö mörk eftir föst leikatriði. “

Miklar breytingar eru að verða á liði Grindavíkur milli ára. Bæði hefur fjöldi leikmanna horfið á braut og nýir komnir inn en það eru líka breytingar á leikmannastefnu. Erlendir leikmenn sem áður voru allt upp í 6-8 í liði Grindavíkur heyra sögunni til og byggt er á ungum íslenskum leikmönnum.

„Það var tekin smá stefnubreyting núna hjá okkur. Það hefur ekki gengið vel í Grindavík undanfarin ár þannig að það þurfti kannski aðeins að breyta til. Á sama tíma eru tækifæri, við erum með efnilega leikmenn að koma upp mjög góða unga leikmenn. Ég hef engan sérstakan áhuga á því í Lengjudeildinni að vera með lið fullt af útlendingum.“

„Við erum með fótbolta fyrir fólkið í bænum og Grindvíkingar vilja sjá sína menn spila og þetta er miklu skemmtilegra svona og vonandi getum við náð einhverjum árangri.“

?rindvíkingar stefna á að leika heimaleiki sína Í Grindavík í sumar eftir að hafa verið í Safamýri á síðasta tímabili. Hvernig leggst í Harald að fara með liðið heim á ný?

„Ég get bara ekki beðið ef ég segi alveg eins og er. Ég var mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag. Það var út af undirlaginu, við erum á grasinu og erum snemma í því næturfrost og vesen. Ég get bara ekki beðið eftir að komast til Grindavíkur og spila á þessum frábæra velli fyrir framan fólkið okkar.“

„Við náðum aldrei að gera Safamýri að alvöru heimavelli í fyrra. Þannig að ég, strákarnir og allir sem að félaginu koma erum gríðarlega spennt að koma heim og spila á okkar velli.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner