Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 19. maí 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Við fórum að leika fórnarlömb
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA náði í sinn annan sigur í sumar.
KA náði í sinn annan sigur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum þéttir og leikplanið virkaði," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KA

„Stjarnan eru ótrúlega sterkir þegar þeir komast í svæðin, þegar þeir setja boltann upp og eru að pressa, taka annan boltann og annað á mörgum leikmönnum. Við þurftum að vera með allar færslur á hreinu og standa vaktina vel. Það gerðum við."

„Ég sagði við strákana að við myndum fá okkar færi og við þyrftum að vera með fókusinn rétt stilltan til að klára það. Við gerðum það tvisvar og það dugði."

KA byrjaði seinni hálfleikinn af rosalegum krafti og það skóp sigurinn.

„Hálfleiksræðan var ekki merkileg, við vorum bara að skerpa á hlutum sem við gátum gert betur. Við fáum inn spræka leikmenn sem létu finna fyrir sér. Ólafur Aron kemur inn eins og kóngur og fleiri. Við gerðum hlutina og þetta féll með okkur loksins."

KA þurfti að gera þrjár breytingar vegna meiðsla í leiknum og þá meiddist Callum Williams í upphitun. En eins og segir í orðatiltækinu .þá kemur bara maður í manns stað.

„KA er með stóran og breiðan hóp þótt þetta séu ekki endilega stærstu nöfnin. Við treystum öllum til að spila."

Þetta var annar sigur KA í deildinni og er liðið núna með sex stig í fimmta sæti.

„Okkur fannst við verðskulda meira en við fórum líka að leika fórnarlömb. Við ýttum því frá og fórum að einbeita okkur að því sem við getum gert betur. Ég er ótrúlega ánægður að við tókum okkur sjálfir saman í andlitinu og kreistum fram úrslit á fáránlega erfiðum útivelli á móti frábæru Stjörnuliði," sagði Óli Stefán.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner