Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 19. maí 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Við fórum að leika fórnarlömb
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA náði í sinn annan sigur í sumar.
KA náði í sinn annan sigur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum þéttir og leikplanið virkaði," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KA

„Stjarnan eru ótrúlega sterkir þegar þeir komast í svæðin, þegar þeir setja boltann upp og eru að pressa, taka annan boltann og annað á mörgum leikmönnum. Við þurftum að vera með allar færslur á hreinu og standa vaktina vel. Það gerðum við."

„Ég sagði við strákana að við myndum fá okkar færi og við þyrftum að vera með fókusinn rétt stilltan til að klára það. Við gerðum það tvisvar og það dugði."

KA byrjaði seinni hálfleikinn af rosalegum krafti og það skóp sigurinn.

„Hálfleiksræðan var ekki merkileg, við vorum bara að skerpa á hlutum sem við gátum gert betur. Við fáum inn spræka leikmenn sem létu finna fyrir sér. Ólafur Aron kemur inn eins og kóngur og fleiri. Við gerðum hlutina og þetta féll með okkur loksins."

KA þurfti að gera þrjár breytingar vegna meiðsla í leiknum og þá meiddist Callum Williams í upphitun. En eins og segir í orðatiltækinu .þá kemur bara maður í manns stað.

„KA er með stóran og breiðan hóp þótt þetta séu ekki endilega stærstu nöfnin. Við treystum öllum til að spila."

Þetta var annar sigur KA í deildinni og er liðið núna með sex stig í fimmta sæti.

„Okkur fannst við verðskulda meira en við fórum líka að leika fórnarlömb. Við ýttum því frá og fórum að einbeita okkur að því sem við getum gert betur. Ég er ótrúlega ánægður að við tókum okkur sjálfir saman í andlitinu og kreistum fram úrslit á fáránlega erfiðum útivelli á móti frábæru Stjörnuliði," sagði Óli Stefán.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner