Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 19. maí 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Við fórum að leika fórnarlömb
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA náði í sinn annan sigur í sumar.
KA náði í sinn annan sigur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum þéttir og leikplanið virkaði," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KA

„Stjarnan eru ótrúlega sterkir þegar þeir komast í svæðin, þegar þeir setja boltann upp og eru að pressa, taka annan boltann og annað á mörgum leikmönnum. Við þurftum að vera með allar færslur á hreinu og standa vaktina vel. Það gerðum við."

„Ég sagði við strákana að við myndum fá okkar færi og við þyrftum að vera með fókusinn rétt stilltan til að klára það. Við gerðum það tvisvar og það dugði."

KA byrjaði seinni hálfleikinn af rosalegum krafti og það skóp sigurinn.

„Hálfleiksræðan var ekki merkileg, við vorum bara að skerpa á hlutum sem við gátum gert betur. Við fáum inn spræka leikmenn sem létu finna fyrir sér. Ólafur Aron kemur inn eins og kóngur og fleiri. Við gerðum hlutina og þetta féll með okkur loksins."

KA þurfti að gera þrjár breytingar vegna meiðsla í leiknum og þá meiddist Callum Williams í upphitun. En eins og segir í orðatiltækinu .þá kemur bara maður í manns stað.

„KA er með stóran og breiðan hóp þótt þetta séu ekki endilega stærstu nöfnin. Við treystum öllum til að spila."

Þetta var annar sigur KA í deildinni og er liðið núna með sex stig í fimmta sæti.

„Okkur fannst við verðskulda meira en við fórum líka að leika fórnarlömb. Við ýttum því frá og fórum að einbeita okkur að því sem við getum gert betur. Ég er ótrúlega ánægður að við tókum okkur sjálfir saman í andlitinu og kreistum fram úrslit á fáránlega erfiðum útivelli á móti frábæru Stjörnuliði," sagði Óli Stefán.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner