29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   sun 19. maí 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Við fórum að leika fórnarlömb
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA náði í sinn annan sigur í sumar.
KA náði í sinn annan sigur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum þéttir og leikplanið virkaði," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KA

„Stjarnan eru ótrúlega sterkir þegar þeir komast í svæðin, þegar þeir setja boltann upp og eru að pressa, taka annan boltann og annað á mörgum leikmönnum. Við þurftum að vera með allar færslur á hreinu og standa vaktina vel. Það gerðum við."

„Ég sagði við strákana að við myndum fá okkar færi og við þyrftum að vera með fókusinn rétt stilltan til að klára það. Við gerðum það tvisvar og það dugði."

KA byrjaði seinni hálfleikinn af rosalegum krafti og það skóp sigurinn.

„Hálfleiksræðan var ekki merkileg, við vorum bara að skerpa á hlutum sem við gátum gert betur. Við fáum inn spræka leikmenn sem létu finna fyrir sér. Ólafur Aron kemur inn eins og kóngur og fleiri. Við gerðum hlutina og þetta féll með okkur loksins."

KA þurfti að gera þrjár breytingar vegna meiðsla í leiknum og þá meiddist Callum Williams í upphitun. En eins og segir í orðatiltækinu .þá kemur bara maður í manns stað.

„KA er með stóran og breiðan hóp þótt þetta séu ekki endilega stærstu nöfnin. Við treystum öllum til að spila."

Þetta var annar sigur KA í deildinni og er liðið núna með sex stig í fimmta sæti.

„Okkur fannst við verðskulda meira en við fórum líka að leika fórnarlömb. Við ýttum því frá og fórum að einbeita okkur að því sem við getum gert betur. Ég er ótrúlega ánægður að við tókum okkur sjálfir saman í andlitinu og kreistum fram úrslit á fáránlega erfiðum útivelli á móti frábæru Stjörnuliði," sagði Óli Stefán.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner