Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   sun 19. maí 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Við fórum að leika fórnarlömb
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA náði í sinn annan sigur í sumar.
KA náði í sinn annan sigur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum þéttir og leikplanið virkaði," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KA

„Stjarnan eru ótrúlega sterkir þegar þeir komast í svæðin, þegar þeir setja boltann upp og eru að pressa, taka annan boltann og annað á mörgum leikmönnum. Við þurftum að vera með allar færslur á hreinu og standa vaktina vel. Það gerðum við."

„Ég sagði við strákana að við myndum fá okkar færi og við þyrftum að vera með fókusinn rétt stilltan til að klára það. Við gerðum það tvisvar og það dugði."

KA byrjaði seinni hálfleikinn af rosalegum krafti og það skóp sigurinn.

„Hálfleiksræðan var ekki merkileg, við vorum bara að skerpa á hlutum sem við gátum gert betur. Við fáum inn spræka leikmenn sem létu finna fyrir sér. Ólafur Aron kemur inn eins og kóngur og fleiri. Við gerðum hlutina og þetta féll með okkur loksins."

KA þurfti að gera þrjár breytingar vegna meiðsla í leiknum og þá meiddist Callum Williams í upphitun. En eins og segir í orðatiltækinu .þá kemur bara maður í manns stað.

„KA er með stóran og breiðan hóp þótt þetta séu ekki endilega stærstu nöfnin. Við treystum öllum til að spila."

Þetta var annar sigur KA í deildinni og er liðið núna með sex stig í fimmta sæti.

„Okkur fannst við verðskulda meira en við fórum líka að leika fórnarlömb. Við ýttum því frá og fórum að einbeita okkur að því sem við getum gert betur. Ég er ótrúlega ánægður að við tókum okkur sjálfir saman í andlitinu og kreistum fram úrslit á fáránlega erfiðum útivelli á móti frábæru Stjörnuliði," sagði Óli Stefán.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner