Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 19. maí 2021 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
PSG bikarmeistari í sjötta sinn á sjö árum
Mónakó 0 - 2 PSG
0-1 Mauro Icardi ('19)
0-2 Kylian Mbappe ('81)

Paris Saint-Germain varð franskur bikarmeistari í kvöld í sjötta sinn á sjö árum.

PSG spilaði við Mónakó og tók Mauro Icardi forystuna snemma leiks.

Mónakó spilaði vel en tókst ekki að skora, heldur var það Kylian Mbappe sem innsiglaði sigur PSG á lokakaflanum.

Mbappe lagði einnig upp fyrra markið fyrir Icardi.

Liðin eru einnig í harðri titilbaráttu í frönsku deildinni fyrir lokaumferðina. Þar er PSG í öðru sæti, einu stigi eftir toppliði Lille.

Mónakó kemur svo tveimur stigum eftir PSG og er Lyon einu stigi þar á eftir í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner